Vikan


Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 6

Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 6
o o ÞA HOFMENN PRJ ÉG held að ég sé enginn ofsatrúarmaður í stjórnmálum. Ég er vanur því að kjósa þann, sem brosir blíðast og þrýstir þægilegast hönd mina rétt fyrir kosn- ingar, og hingað til hefur mér gefizt það furðanlega vel, og ekki veit ég til þess að orðið hafi nein sérstök stjórn- arkreppa þess vegna, né heldur að svo illa hafi tekizt til að einhver öðlings- maður hafi ekki náð heittóskaðri kosn- ingu vegna þess að ég hafi ekki kosið hann, þegar mikið lá við. Ef ég mætti ráða, þá vildi ég helzt fá að kjósa þá alla saman, þessa blessaða dánumenn, því þeir eru svo elskulegir og hjartahlýir í viðmóti síðustu dagana fyrir kosningar, að maður getur hreint ekki fengið það af sér að neita þeim um svo iítinn greiða, frekar en að reka frá sér sölumenn frá Hi Fidelity eða Varðturn- inum. En nú fer að líða að því að ég stingi við fótum, og krefjist þess að frambjóðendur iáti í ljós ótvíræðan vilja sinn í því máli, sem ég álít einna mikilsverðast í dag, og mun nú útskýra nánar, ef þið megið vera að því að hlusta á mig stutta stund. Ég læt mér í léttu rúmi liggja allar bolla- leggingar um gengisfeilingu og fjárhagslegt hrun, þorskastríð, ávísanafals, fótbolta eða smávegis hækkun á brennivíni. Það er með þessa hluti eins og veðrið, að það byggist á ákveðnum lögmálum um háþrýstisvæði og hafís. Við því er ekkert að gera, og það verð- ur allt að hafa sinn gang. En það hlýtur ávallt að vera lágmarkskrafa íslenzkra ríkisborg- ara, að þegar lagt er í mikla fjárfestingu til undirbúnings og uppbyggingar framtíð ein- staklingsins og þjóðarinnar um leið, að það sé þá sæmilega tryggt að slík fjárfesting gefi raunverulegan hagnað, renti sig, og haldi sínu gildi, en sé ekki dæmd til að grotna niður inni í fataskáp eins og illa gerður draugur. Þið skiljið vafalaust hvað ég á við, þið er- uð á svipuðu andlegu þroskastigi og ég, og viljið gjarnan leyfa vesalings hjónunum í næsta húsi að sjá hvað þið eigið og getið. Líttu í huganum inn í fataskápinn þinn, lesandi góður, og horfðu sorgmæddum aug- um á það, sem hangir á herðatré lengst inni í horni, með yfirbreiðslu úr grænu plasti og lítur út eins og sjóveikur selur í andarslitr- unum. Þama hangir allur elegansinn líf- laus og axlaslappur, og hugsar um forna frægð, þegar hann naut aðdáunar allra kvenna, lagði ermarnar þétt utan um spengi- legt mitti og þrýsti yfirdekktum hnappnum rétt fyrir ofan beltisstað glæsilegasta sam- kvæmiskj óls Suðurlandsundirlendis. Ég á við kjólfötin þín, piltur minn, ef þú hefur ekki ennþá skilið mig. Og ég á við þá ráðstöfun núverandi ríkisstjórnar, að líða það, að við skulum ekki fá fleiri tækifæri en raun er á, til að nota þennan glæsta bún- ing, þessa ímynd karlmennskunnar, brynju 20. aldarinnar, einkenni broddborgarans, dulargervi kónga og kontórista, þessi dásam- legu föt, sem gera alla jafna eins og mittis- skýla í sundlaugunum, — nema kannske aðeins dýrari. Og það er hreint óþolandi, að maður skuli hafa hent í þennan ómissandi hlut allt að 20 þús. krónum — ef allt er talið með, og fá aldrei tækifæri til að nota hann, og að þessi bráðnauðsynlega fjárfesting skuli ekki hafa tækifæri til að gefa af sér meiri arð en það, að þú gazt krækt í konuna þína á sínum tíma, einungis þess vegna. Og það eru lélegar rentur! Nei! Og oftur NEI! Vikan vill leggja allt í sölurnar til þess að þetta á- stand taki breytingum til batnaðar, og kýs engan mann í framtíðinni, sem ekki lofar því statt og stöðugt, að hann skuli sjá okkur fyrir úrvali af samkvæmum, þar sem maður getur með góðri samvizku íklæðzt sínu bezta skarti, og að með reglulegu millibili skuli auglýst slík tækifæri, með „samkvæmisföt“ neðst í horninu, og kannske „heiðursmerki" — „ef til eru.“ Þá fyrst getur maður farið að blakta. Það er nefnilega svo komið, að maður getur ekki með góðu móti notað þennan glæsilega galla nema einu sinni til tvisvar á ári, og til þess þarf maður svo að vera í einhverju félagi, sem hefur það á stefnuskrá sinni, að veita mönnum slík tækifæri. Mað- ur verður semsagt annaðhvort að vera Frí- múrari, Odd-fellow, í Stangaveiðifélaginu, Hestamannafélaginu Fák eða Kátu fólki, og borga þar sitt árgjald til þess að fá slíkan sjens. Og það borgar sig raunverulega fjár- hagslega, vegna þess að þá getur maður látið fötin renta sig. Þið hristið kannske hausinn og fussið og sveiið þegar ég segi að svona útbúnaður kosti um 20 þúsund krónur. — Ég á þar auð- vitað við fatnað á bæði hjónakornin, og nú skuluð þið sjá til hvort það er ekki rétt, að hann kosti þetta. Kjólföt hjá Vigfúsi Guðbrandssyni kosta í dag, 6.445 krónur með svörtu vesti. Svartir kvöldskór kosta 800—900 krónur, og svo fær maður restina hjá P & O: Skyrta ........................ kr. 540,00 Vesti (hvítt) ................. — 630,00 Flibbi ........................ — 43,00 Slaufa......................... — 59,00 Hnappar (allir) ............... — 300,00 Klútur í vasa ................. — 10,00 ÍJ!:: 6 VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.