Vikan


Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 18

Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 18
 staðarins standa, heldur utan með fjallinu og innar í dalnum. Það er varla hægt að tala um Skógarbraut sem götu í þeirri merk- ingu, sem við þekkjum það orð. Ég sá að- eins þrjú hús við þessa braut. En þrátt fyrir smæð götunnar og fjarlægð hennar frá sjálfum bænum, þekktu allir, sem ég talaði við á ísafirði, hann Sigmund Guðnason frá Hælavík, og allir vissu þeir hvar hann á heima. Og allir bentu mér þangað, ef ég væri á annað borð í efnisleit hérna um Vestfirði: ,,Þú kemur ekki að tóm- um kofanum hjá honum Sigmundi frá Hælavík.“ Og það reyndist sannmæli hjá ísfirðing- um; það var ekki komið að tómum kofanum hjá Sigmundi frá Hælavík. Ég kom til hans um kvöld í miðri viku. Þá var hann ekki heima en konan hans, Bjargey Pétursdóttir, tók á móti mér, þrýsti hönd mína eins og hönd gamals vinar og bauð mér til stofu. — Hann hefur eitthvað brugðið sér frá, hann Sigmundur. Ég skal fara út og gæta að hvort ég sé til hans. Við gengum saman, þessi stóra vingjarn- lega og traustvekjandi kona út á veginn, brautina, sem kennd er við Skóg, og horfðum út með henni í átt til ísafjarðar. Rétt þar sem vegi skilur, og skilti bendir á Skógar- brautina, sem hliðargötu frá aðalveginum inn fjörðinn, kom lágvaxinn maður með járnkarl yfir öxl og fór hægt. Þetta var Sigmundur Guðnason frá Hæla- vík, kominn frá því að dytta að girðingu þetta kvöld inn við braut. Ég gekk á móti honum og bauðst til að bera fyrir hann járnkarlinn, vissi að mað- urinn var lúinn. Hann tók ekki eftir mér fyrr en ég stóð andspænis honum: Hver er þar? Hann sagði mér síðar um kvöldið, að eini sjúkdómurinn, sem sækti á hann, væri sjón- depran sem ágerðist með ári hverju. Er nú svo komið, að Sigmundur sér ekki til við alla algenga vinnu fyrir sjóndepru sinni. Annað bægir honum ekki frá því, að vinna eins og hann gerði tímana tvenna í Hælavík. Þau hjónin hafa búið á Skógarbrautinni í hartnær 16 ár, eða allar götur síðan þau MITT STOLT ERl > Svona Iítur Atla- skarð út að sumrinu. Það er kuldalegt og hvítt, og má geta nærrí, hvort ekkí hefur oft verið erf- itt að ferðast þar lausríðandi, hvað þá með fjárrekstur. >> Þau eru stolt, Strandafjöllin. Gneip og þverhnípt frá efstu eggjum allt of- an í sjó. Ég hef alið aldur við annes kaldra stranda. Þar sumrar seint að vísu, þó sveima ég þar í anda. Aftanroðaeldur var æskuvinur beztur. A öllum öðrum stöðum er og verð ég gestur. Því leita ég til hins liðna, þegar lítið er til bjargar og andinn þráir útrás eftir skyssur margar. Leik ég mér að laga ljóð og skrýtnar stökur, það hefur stundum stytt mér strangar næturvökur. Maðurinn, sem orti þessar vísur, á heima að Skógarbraut 3 á ísafirði. Skógarbrautin er ekki á nesinu, þar sem flest hús kaup- 18 VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.