Vikan


Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 20

Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 20
Jane leit upp og kinkaði kolli. Svo sópaði hún peningunum hirðuleysislega ofan i töskuna sína, lm aS hún vildi komast yfir þá sem allra skjótast, og hirti ekki um aS telja þá. „Ég þakka fyrir,“ sagSi hún og stóS allt í einu á öndinni af taugaspennu. „Þakka kærlega fyrir,“ Hún nam staSar, þegar hún var komin út á gangstéttina og sneri sér á móti hlýrri sólinni. Ég þarf ekki að spyrja neinn leyfis, hugsaSi liún. Ég get keypt livað sem mig langar í. Ég get bara gengið eftir þess- ari götu, ef mig langar til þess, og keypt hvaðeina, sem ég kem frú Stitt hafSi veriS rekin úr vistinni, og Edwin var væntan- legur, var um margt aS ræSa, sem hún varS aS sinna. Hún snerist þess vegna á hæli og beygSi fyrir horniS í áttina til bifreiSaverkstæSisins, þar sem hún hafSi skiliS bílinn eftir. Allt hafSi veriS svo ægilegt fyrir daginn i gær, hún hafSi veriS hrædd og ekki vitaS, livaS gera skyldi. En nú var hún alveg örugg, alveg viss um, hvaS hún ætti aS gera. Hún hafSi yfriS nóg af peningum. Og hún var þar aS auki búin aS eignast nýjan vin, sem mundi gera henni mikiS gagn. Edwin Flagg. Edwin. Hún FRAMHALDSSAGAN 11. HLUTI TEIKNING BALTASAR Kvikmyndin „Hvað kom fyrir Baby Jane“ verg- ur bráSlega sýnd í Gamla biói, með Joan Craw- ford ÍBianche) og Betty Davis (Jane) í aSalhlutv. Frú Stitt gelck aftur skrefi nær henni. „Ég- held,“ sagði hún, og rödd hennar var ótrúlega róleg og kuldaleg, „að þér ættuð bara að afhenda mér lykilinn að hurðinni þarna. Þér ættuð að gera það, ef þér viljið ekki hafa verra upp úr þessu.“ Jane hrökklaðist skref frá henni. „Hvað getið þér gert?“ sagði hún með skjálfandi röddu. „Ég læt yður ekki fá hann!“ auga á. Hún sneri höfðinu ör- lítiS og þá blikaSi á gleriS í eyrnalokkum hennar. Svo hrosti hún allt i einu, eins og sólin hefSi lent á einhverjum spegil- fleti í sálu hennar, og endur- varpaSist þaðan. En nú var enginn tími til aS fara i verzlanir, ekki einu sinni til aS líta í gluggana. Þar sem greikkaði sporið einungis af að hugsa um hann, eins og líf- ið liefði allt í einu greikkað sporiö, svo aS luin yröi aS i'lýta sér, til þess aS dragast ekki aftur úr því. Hann haföi sagt, að hann mundi koma i heimsókn iil hennar aftur þá um daginn. Og það var tákn þess, aS hann kunni raunverulega vel viS Iiana. Hann mundi ekki hafa gefiS þaS loforS, ef hann gerSi þaS ekki. Hún andvarpaði allt í einu af feginleik og ánægju. Manni leiö svo vel af tilhugsuninni um, aS einhversstaSar væri einhver, sem þætti vænt um mann og teldi allt gott og rétt, sem maS- ur geröi. Þegar hún var komin að inn- keyrslunni á bílastæöinu, hraS- aSi hún sér meöfram bílaröS- unum aS gráa bilnum þeirra systra. Hún hélt tösku sinni föstum tökum, þrýsti henni að barmi sér, Fimmtíu dollarar á viku var harla litiS, liugsaSi hún liin ánægSasta, harla litil greiSsla handa góSum vini eins og Edwin var, já þaS var sann- arlega ekki mikiS. Frú Stitt starSi á lokaSa hurS- ina meS kviSa og skelfingu. Hún kreppti hnefana og barSi á hana af öllu afli. Frú Bates hafSi veriS svo lengi að klippa limgirSinguna fyrir framan húsiS, aS þaS var eig- inlega ósköp litiS eftir, sem hún gat klippt. Þegar hún hafSi séS Jane Hudson aka aS heiman um morguninn hafSi hún meS liægS tekið sér stöSu viS gerS- ið til að geta liaft gætur á hús- inu. Frú Bates vissi af reynslu, aS þegar Jane fór þannig að heiman, var hún aðeins fáeinar minútur í burtu, eða svo nægði til að aka á markaðinn til inn- kaupa og heim aftur. En þar sem frú Bates hafði hug á aS ná sambandi viS Jane Hudson út af sérstöku máli, var liún reiSubúin til aS bíða lengi eftir henni. Hún hafði fundiS stutta fregn i einu blaðinu, frétt, sem birt var á sjónvarpssiðu blaSsins, og' fyrirsögnin hafði hljóðaS á þessa leiS: LÖMUÐ STJARNA ÖÐLAST FRÆGÐ Á NÝ í SJÓN- VARPINU. Þar hafði einnig ver- iS birt mynd af Blanche, ein af gömlu myndunum af henni, sem teknar höfðu verið í kvik- myndaverinu fyrir nokkrum tugum ára — á þriðja tug aldar- innar. Það var ekki sagt svo ýkja mikið í fréttinni, en þaS var ósköp vinsamlegt og fallegt. Frú Bates var sannfærð um, að Hudson-systurnar mundu verða henni þakklátar fyrir að hún benti þeim á þetta, ef þær höfðu ekki komiS auga á það. í hjarta sínu óskaði hún þess, að hénni mundi verða boðið inn fyrir hjá þeim systrum, svo að hún fengi tækifæri til að hitta Blanche Hudson. Frú Bates var meira að segja strax farin að velta fyrir sér, hvað hún gæti skrifað til ætt- ingja sinna heima. Hún ætlaði ekki beinlínis að skrökva og scgja beinlínis, að hún og Blanc- he Hudson væru vinkonur, en húri gat látið liggja að þvi að- eins vegna spenningsins, sem mundi ná tökum á öllum, sem þekktu hana, þegar þeir fréttu, að hún ætti kvikmyndastjörnu fyrir kunningja. ÞaS var bara eitt, sem að var. Frú Bates velti þvi fyrir sér, hvort heilsu Blanclie Hudson hefði ekki hrakað upp á siSkast- ið. Ástæðan fyrir þvi, að hún hélt þetta, var sú, að glugginn, sem hún var sannfærð um, að mundi vera á herbergi Blanche, hafði verið lokaður upp á sið- kastið. ÁSur hafði alltaf sézt ljós i þeim glugga á kvöldin, þótt húsið hefði veri'ð aldimmt að öSru leyti. En undanfarin fjögur kvöld hafði ekki verið neitt ljós í þessu herbergi frek- ar en öðrum, og tjöldin voru meira að segja dregin fyrir gluggana um hábjartan daginn. Ef Blanche var jafnvel of veik til þess að hún gæti haft opinn glugga hjá sér hlaut hún aS vera of veik til að taka á móti gestum. Frú Bates hafði veriS að hugsa um að fara með úrklippuna til systranna eða fá ræstingarkon- unni þeirra hana. Hún vissi, að ræstingarkonan var þar i dag, þvi að hún hafði séð liana koma upp götuna. En svo hafði hún hætt við þetta aftur, því aS liún gerði ekki ráð fyrir, að ræst- ingakonan, starfskona þeirra systranna, hefð'i leyfi til að bjóða ókunnugum inn. Frú Bates leit enn einu sinni eftir limgirSingunni til að at- huga, hvort nógu vel væri klippt, og stundi þungan, eins og liún hefði orSið fyrir miklu áfalli. Nei, nú var ekkert eftir að klippa, og ekki gæti hún staðið þarna eilífðartíma aðgerðarlaus. Hún stefndi til liússsíns. Hún var einmitt komin aS gangstígnum, þegar hún heyrði til bíls, sem nálgaðist, og þegar hún leit um öxl, sá hún gráan bíl fara um gatnamótin. Hún fleygði þá frá sér klippunum, seildist eftir úrklippunni, sem hún hafði sett i vasann á vinnu- kápu sinni og hraðaði sér að innkeyrslunni á lóðinni. „Ungfrú Iiudson.“ Hún gekk út á götuna og hraðaði sér svo meðfram girðingunni í átt til bíl- skúrs systranna. „Ungfrú Hud- son! Ég er liérna með dálítið handa yður og syslur yðar.“ Jane Hudson, sem kom gang- andi út um svart gin bilskúrsins, nam snögglega staðar af undrun, en liopaði svo allt í einu á hæli eitt skref. Hún leit fljótt til hliðsins, sem sneri að bakgarð- inum, þar sem hún gat leitað hælis, en hætti svo við að flýja þangað, nam staðar og beið eftir frú Bates, en andlit henn- ar var lokað og greinilegt, að hún var vel á verði. Frú Bates nam staðar fyrir framan hana og brosti út að eyrum. „Ég geri ráð fyrir, að ég ætti að kynna mig fyrir ySur,“ 2Q — VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.