Vikan


Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 24

Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 24
10. HLUTI FRAMHALDSSAGAN EFTIR KRISTMANN GUÐMUNDSSON S Er þau höfðu setið um stund, sagði Lóa Dalberg kæruleysis- lega: „Hvernig skyldi standa á þvi að konan eltir okkur svona?“ Herjólfur Fí. Hansson bölvaði allhressilega, en síðan mælti hann, og var venju fremur vin- gjarnlegur i málrómnum: Ég hef aJdrei heitið henni neinu, cn þegar liún er á kenderíi, lætur hún bara eins og hún eigi mig. Og hvernig í fjandanum hún hefur uppgötvað hvert ég fór', það er ofvaxið mínum skiln- ingi. Ég sagði henni nefnilega að ég ætlaði að skreppa á Þing- völl, og vera þar fáeina daga.“ „Þetta er myndarkona,“ sagði Arni bilstjóri. „Hún lilýtur að vera verulega hugguleg, þegar lnin er ódrukkín og vel upp- færð. Mér finnst að þú getir bara veríð velsæmdilr af henni, þótt hún sé kannske nokkrum árum eldri, einkum þegar hún er svona loðin urti lófana, eins ög hann Sigíryggur Sagði.“ Sálfræðingúrinn leif íllum aug- iim til síðasta ræðumanns. „Hef eg nokkurn tínn leitað ráða yðar um min hjúskaparmál?“ spurði hann snakillur. „Ég held þér ættuð bara að lulgsa um yðar eigin kvennamál, og láta min i friði!“ „Ja, ég get nú bara ekki að því gert, að ég er alveg sam- mála honum Árna,“ sagði Lóa Dalberg með sinni bliðu rödd. .„Þessvcgna finnst mér að þú ættir að lofa honum Sigtryggi að hafa hana Ásu í friði.“ Herjólfur B. Hansson leit til stúlkunnar, virti hana fyrir sér andartak með fyrirlitningarsvin, og mælti siðan: „Ég er of kurt- eis maður, til að segja við kven- mann það, sem hér ætti við.“ Þau voru enn um stund að kankast dálítið á, en allt í einu sagði Bergur garðyrkjumaður: „Sjáið þið hílinn, sem kemur þarna úti á söndunum — er það ekki sá sami sem stóð fyrir framan hótelið, þegar við fór- um þaðan?“ Þau litu öll i áttina og Sig- tryggur hló. „Sem ég er lifandi maður, þarna kemur joessi elska blaðskellandi — og fer hratt yfir. Ætli það sé ekki bezt að við tygjum okkur.“ Var nú ekið lenei á fleygi- ferð og frekar þögult í bilnum. En sálfræðingurinn sat með jiytthi og glingraði við hana ',<)ðru hvoru; Sigtryggur fékk sér einnig staup við og við, en stúlkurnar þáðu ekki meira. Loks komu ]iau þar að, sem á rennur niður af hálendinu, og liggur þar vegur niður i fjörð einn. „Hér væri ráð að vikja af vegi,“ sagði Árni bílstjóri. „Hún heldur auðvitað að við förum beint sem leið liggur að Egils- stöðum, og varar sig ekki á því að við stingum af hérna.“ Var tillaga þessi samþykkt og komu þau nú brátt niður í fagr- ar hlíðar og blasti þar við byggð kringum lognsléttan fjörð, en útsærinn fyrir utan Ijósrauður í Ijiifu skini kvöldsólarinnar. „Finndu okkur nú fallegan tjaldstað, Árni minn,“ sagði Sig- tryggur Háfells. „Hér er unaðs- reitur.“ XXIII. Þau tjölduðu neðarlega í hlið- inni undir lágum klettum, skammt frá ánni. Nóttin var björt og furðu hlý, bláleit móða yfir byggðinni, en rautt og gulli litað skraut við hafsbrún. Ferðafólkið var glatt og kátt, jafnvel sálfræðingurinn sýndi lítillæti og tók þátt í sam- ræðunum, án þess að hreyta fúkyrðum. Hann drakk brenni- vín með kvöldmatnum, og eftir nokkur glös fór hann að kveða rímur. Þótti stúlkunum það hin bezta skemmtun og Sigtryggur lauk lofsorði á sönglist jicssa, fyrir ann i bernsku. Árni bíl- stjóri vildi aftur á móti syngja ættjarðarljóð, en Bergur garð- vrkjumaður lagði fátt til mál- anna; liann var brosleitur og mátti sjá á svip lians að lionum leið vel. Er máltíð var lokið, fór Árni að huga að bílnum, Herjólfur B. Hansson lagðist útaf, þar sem hann hafði setið, vafði sig i teppi og var þegar sofnaður. En þeir Sigtryggur Háfells og Bergur Þorsteinsson hjálpuðu stúlkunum við uppvaskið á ár- bakkanum. Þegar þau voru búin að konia öllu i samt lag, var liðið fram yfir miðnætti, en nóttin var svo undursamleg, aðí ekki þótti tiltækt að fara strax í háttinn. Urðu þau fjögur þá sammála um að ganga dálítinn- spöl upp með ánni, þar sem' var skógarkjarr í brekkunum,. milli mosagrárra kletta. Þau gengu þögul í fyrstu, nutu hinnar ilmsælu nætur- kyrrðar, og hlustuðu á róandi niðinn i ánni. Bergur var á undan við hlið Ásu, en Sig- tryggur á eftir með Lóu Dal- berg — og einhvernveginn at- vikaðist það þannig að pörin urðu viðskila hvort við annað. Ása sagði við Berg, að hana langaði til að ganga upp á hamrastall einn, sem þar var skammt fyrir ofan og austan, heygðu þau þvi af inn í kjarrið og gættu ]iess ekki hvort hin fylgdu eftir. Kjarrið var þétt þarna og villtust þau i þvi um stund, en komust brátt aftur á rétta leið, og u])pgötvuðu þá fyrst, að þau voru ein. „Jæja, þau sjá okkur, þegar við komum upp á hnjúkinn,“ sagði Ása. „Við höldum bara áfram.“ Þýft var þarna í lcjarrinu og ógreitt yfirferðar, Bergur tók því hönd Ásu og leiddi hana Héldu þau þannig áfram upp bratta brekku, unz þau komu að hamrastalli nokkrum. Reynd- ist stúlkunni hann ókleifur, og Háfells kvaðst hafa átt afa, er kvað 24 ~ VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.