Vikan


Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 27

Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 27
þrætt og stungið í saumavél HEKL Mynd a Mynd b sýnir loftlykkjur heklaðar, sem er við og sýnir hvernig snúið (uppfitjunina). cru uppfitjun á hekli. heklað fastahekl í loftiykkjurnar Mynd c sýnir hvcrnig fyrstu fastahcklslykkjunni er lokað. 1. mynd: Skáband er klippt, mótað í tæpt í brún með samlitum tvinna. 2. mynd: Stafurinn er heklaður úr bómullargarni með fastahekli og loftlykkjum. Ágætt er að klippa fyrst út úr pappír, form hans og hekla eftir því. Stafurinn er síðan saumaður í, höndum með þéttum föstum þræðisporum og mislitu garni um 2 mm frá brún. 3. mynd: Snúra búin til úr bómullargarni, formuð í stafi og skraut, síðan saumuð föst með fíngerðum sporum í skerðingarsnúrumar. Gott er að teikna fyrst stafinn á silkipappír og hafa til stuðnings. 4. mynd: Stykki er klippt af mislitu bómullarefni, % sm brotinn inn af brúnunum og þrætt. Stafurinn teiknaður á og saumaður með kóral- eða vörpuðu lykkjuspori. Sytkkið síðan saumað fast við handklæðið 2 mm. frá brún, með sama spori og stafurinn. 5. mynd: Stykki klippt af mislitu bómullarefni. Vi sm brotinn inn af brúnunum og þrætt. Form stafanna klippt í stykkið, brotið inn af þeim og stungið tæpt í brún í saumavél. Stykkið saumað við handklæðið á sama hátt. Saumað er til skrauts, nokkrum sinnum fram og aftur fyrir neðan stykkið. 6. mynd: Stafirnir teiknaðir í handklæðið og þeir síðan fylltir upp með lykkjuspori. 7. mynd: Stafurinn teiknaður á handklæðið með einfaldri línu og hann síðan saumaður með kóral- eða vörpuðu lykkjuspori. VIKAN 45. tbl. 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.