Vikan


Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 33

Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 33
Þetta vor höfðum við ráðið okkur í skipsrúm í Bolungarvík, ég og bróðir minn Guðmundur. Fleytan hét Sæbjorg, en skip- stjórinn og eigandinn Guðsteinn Einarsson, hörkumaður mikill og óvæginn og duglegur for- maður. Guðsteinn hafði haft við orð að sækja okkur, en ekki áttum við von á honum í fyrstu viku eftir páska, þar sem svona hafði breytt um tíð. En viti menn, einn dag árla morguns vitum við ekki fyrri til en karl er kominn á lagi og kemur á land á döllu og er gustur á honum. Okkur leizt ekki meira en svo vel á útlitið en drifum okkur samt saman og lögðum af stað upp úr hádeginu fimm í hóp, maður, sem komið hafði með Guðsteini, við bræð- urnir og húsmaður frá hinu býl- inu í Hælavík að nafni Baldvin Jakobsson. En okkur var sannarlega ekki rótt, þegar við vorum nýlagðir frá og sáum að hann var allur að ganga á sig, hlaupa á norðan aftur. Það skipti engum togum, þegar við komum út á Víkurn- ar svokallaðar, var kominn þreifandi bylur. En þá var ekki um að ræða að snúa til baka, því ólendandi var orðið í Hæla- vík. Svo er haldið norður á Hauga fyrir norðan Kögurinn nokkuð, og erum við þá komnir á haf út. En þá sáum við nýjan voða, sem skaut okkur skelk í bringu meira en allir aðrir. Það var smáísinn, sem flæktist í sjólok- unum, stórhættulegur fyrir bát- inn, því ef hann rækist á jaka, var jafnvíst að hann sykki þeg- ar í stað. Og þegar fór að brjóta bárurnar og hvítfexa, þá var erfitt að greina þetta. En rétt þegar við erum að gera okkur grein fyrir þessum voða, þá ber annan að höndum. Litli pramminn dallan, sem Guðsteinn hafði komið á í land, og bundinn var í bátinn, var kominn á hvolf. Varð okkur það að ráði, að við tökum hann upp og setjum fyrir framan maskínu- húsið og súrrum hann þar nið- ur. Þetta var erfitt verk og hættulegt, í þvílíkum sjó sem var og íshrafli. Svo kom annað vandamál til sögunnar, þegar við vorum bún- ir að súrra niður bátinn. Það var verkaskipting mannaflans. Véla- maðurinn, sem komið hafði með Guðsteini frá Bolungarvík, reyndar sonur hans og hét Guð- mundur, var fallinn og gat sig ekki hrært fyrir sjóveiki. Hann ]á á bekk og var óvirkur. Þá voru eftir fjórir. Húsmaðurinn frá Hælavík, Baldvin, sem var með okkur, var nýbúinn að missa konuna sína, og var mjög niðurdreginn vegna þess, svo ekki var á hann að treysta. Enda kom hann ekki til vinnu allan tímann. Og þá vorum við þrír eftir. Og það réðist þannig, að Guðmundur bróðir minn tók við vélinni, Guðsteinn stýrði, en ég réðist til þess að standa í stafni til þess að hafa gát á ísnum í sjólokunum og benda fofmann- inum á þá. Oft hef ég hugsað síðan_ að þá var gott að eiga betri sjón en nú, því þá þurfti hennar reglulega með. Þá hefði ekki verið gott að hafa sex prósent sjón eins og nú. Þegar við komum að Kögri, var allsstaðar farið að rjúka, og ekki viðlit að snúa aftur. Og svona var því haldið á vestur eftir til Aðalvíkur. Og þegar ég stóð þarna framá og gáði að ísn- um, var veðurhæðin orðin svo mikil, að ekki þýddi að kalla aftur til Guðsteins. Varð ég því að benda honum. Guðsteinn hafði þann sið, að hann kvað alltaf við raust, þeg- ar hann var við stýri. Þótt veðr- ið væri vont nú, og enginn leik- ur að stýra, lét hann ekki af venju sinni, heldur kvað hátt. Þegar ég var að heyra til hans slitrur úr rímunni, fannst mér, að hann ætti heldur að hafa hugann við verk sitt í stað þess að kveða rímur, svo ég kallaði aftur til hans og bað hann hætta þessum andsk. . . . kveðanda. En karl brást hinn versti við og svaraði mér óprenthæfum ónot- um og hélt áfram að kveða full- um hálsi. 'Ég gleými aldrei vís- unni, sem karlinn kvað, þessari stemmu, sem hann hafði lært í æsku sinni: _,Skálabrekku-Guðný grikk, gerði rekk og jók á tregann, svo hann fékk á hrygginn hlykk, heldur en ekki bagalegan." En aldrei skeikaði Guðsteini við stýrið, þótt alltaf kvæði rím- urnar. Og svona sullaðist þetta áfram, en nærri fór margur ísjakinn. Þetta gekk að Straumnesinu, og þá fór okkur að ofbjóða. Rok- mökkurinn úr norðri úr Straum- nesinu var svo óskaplegpr. Þarna er Straumnesröstin, sem menn kannast við og þykir enginn barnaleikur til yfirferðar í slíku veðri, sem þarna var. Nú stoppaði Guðsteinn og and- æfði, sló af og halaði í, á meðan við bárum saman ráð okkar og reiknuðum út strauma. Kom- umst við að þeirri niðurstöðu, að senn væri kominn liggjandi milli strauma, norðurstraums og vesturstraums, flóðs og fjöru. En það er þannig með Röstina, að liggi straumurinn móti vindi, er hún úthverf bölvuð og snúin. En þar sem við héldum að vesturfallið væri að byrja, var um að gera að fara sem allra næst nesinu og það gerðum við. En þegar við komum að vest- ari tánni á Straumnesinu, sjáum við einn voðann enn. Isspöng stóð föst, alveg upp í nesið_ svo nærri að við komumst ekki fyrir ofan hana. Þá leit ég aftur og sá Guð- stein hika. Hvað skyldi nú til ráða? Spöngin !á vestur og fram. Guðsteinn ætlaði fram með og fyrir endann, sá ég var. En undir eins og við komum fyrir end- ann, kom norðanstraumurinn á móti okkur, svo báturinn bar ekki af. Urðum við að fara til hlés við ísspöngina aftur. Þá sá ég þá tala saman, Guðmund bróður og Guðstein, og síðan keyrðu þeir upp í aftur, snúa þar í og lóna. Sáum við þá, að allar leíðir voru lokaðar nema að leggja í sjálfa ísspöngina, sem samanstóð að mestu úr smáum, muldum hnull- ungum en þéttum. Og það gerð- um við, og það tókst. Sæbjörgin hafði þetta, en náttúrlega skrám- aðist hún. Og þegar við vorum komnir upp fyrir vorum við lausir við allan ís í bili, og þess vegna rnínu hlutverki lokið. Svo sigldum við inn fyrir Goðafoss, (þar sem skipið strandaði) og að því loknu tók Guðsteinn strik- ið fyrir Rit. En þá leizt mér ekki á blikuna. Sjórokið var jafnhátt Straumneshlíðinni, og bersýni- lega var alveg ófært fyrir Rit. Storminn var alltaf að herða. Það var ekkert vit að halda svona áfram og fara framhjá Aðalvík. Við Guðmundur bróðir minn lögðum fast að Guðsteini að fara í land í Aðalvík, en karl þrjóskaðist lengi við. En svo fór þó að hann gaf sig og stímdi upp undir hlíðina og inn með henni. En drottinn minn, lengi vorum við á leiðinni. Svo kom- um við að Látralág um klukk- an tíu um kvöldið, og höfðum þá verið á ferð frá því um há- degi. Venjulega var þessi ferð farin á tæpurn þremur tímum í þá daga. En það var ekki allur vandi leystur þó við værum komnir að Látralág. Þá var eftir að kom- ast að. Og í þetta sinn, að ferða- lokum, gerðum við mestu vit- leysuna, sem gerð var í allri ferðinni. Munaði minnstu að við lentum allir á hafsbotni nokkra faðma fi'á landi, aðeins fyrir fljótræði og klaufaskap. Við fórum nefnilega allir fimm í dölluna. Þarna í Látravík hagar svo til, að veðrið klýfst um fjallið fyrir ofan, og rokspildur leggja með- fram því hér og þar, á meðan annars staðar er blankalogn. Jæja, við erum komnir í bát- inn og búnir að setja árarnar í keipana, þegar við sjáum, hvar rokspilda kemur og færist óð- fluga nær okkur. Var nú ekki um annað að gera en róa, sem mest mátti til lands, og var sannarlega ekki tekið mildilega á árunum. Rerum við sem mest við máttum en samt náði rok- VANTI YÐUR FALLEGAN OG ÞÆGI- LEGAN KJÖL, ÞÁ VELJIÐ KJÖL ÚR ALUNDCO-Jersey Einkaumboð á íslandi: Tízkuverzl. Guðrún Ranðarárstíg 1 VIKAN 45. tl»L — 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.