Vikan


Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 37

Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 37
á Trinitatis. Það hafði jafnvel talið okkur af. Slíkur var veð- urofsinn þennan dag. Niðurlag í næsta blaði. FJÁRSJÓÐUR RQMMELS. Framhald af bls. 15. hernum, Gestapómaður einn og lautinant úr sjóliðinu stigu út úr fólksbílnum og gengu til þeirra Fleigs og Schwerigs. Fremstur fór hávaxinn og grannur foringi, lautinant-kólónel að tign. Sjóliðarnir tveir heilsuðu þeg- ar að hermanna sið. Þegar kólónelinn lyfti hendi til að svara kveðjunni, sá Fleig einkennis- merki Afríkuhersins . pálmatré — á ermi hans. „Hver stjórnar hér?“ spurði kólónelinn. „Ég, herra kólónel," gelti Fleig. „Fleig, Peter, varabáts- maður.“ „Er bátur yðar reiðubúinn til brottfarar?" var hann spurður. „Við höfum næga olíu, herra kólónel, en okkur vantar tvo skipverja og yfirmann okkar, Kramer lautinant." „Það gerir ekkert til, Fleig," sagði lautinantinn úr flotanum. „Yður hefur verið falið að leysa af höndum.sérstakt verkefni und- ir stjórn Dalls kólónels. Getið þér siglt þessum bát til Kors- íku?“ „Já, herra lautinant, ef ég hefði sjókort," svaraði Fleig. Lautinantinn seildist niður í skjalamöppu og dró upp úr henni sjókort. „Stefna yðar hef- ur þegar verið mörkuð á kortið. Þér farið með Dall kólónel, sam- ferðamenn hans og farangur þeirra — sem er á vörubílunum til Bastia, sem er á norðaust- urströnd Korsíku. Þér verðið að vera kominn þangað fyrir klukk- an ellefu á morgun. Þar munuð þið sameinast skipalest, sem fer til Genúu. Þegar þið hafið skilað af ykkur farminum, gefið þið aðmírálnum í Genúu skýrslu og bíðið svo frekari fyrirskipana." Fremsta vörubílnum var nú ek- ið að lyftikrananum, sem var til taks á hafnargarðinum, og Fleig gaf farmi hans auga. Hver vöru- bíll flutti tvær stórar kistur, er styrktar voru stáli og læstar með hengilás. Hann sá einnig að þær voru óhemju þungar. FYRIRMÆLI GESTAPÓ. „Afsakið, herra kólónel," spurði hann. „Getið þér sagt mér hve þungur farmurinn er, svona nokkurn veginn?“ „Nákvæmlega 10.324 kíló,“ svaraði Dall. Fleig blístraði ósjálfrátt. Yfir ellefu tonn! Kisturnar þær arna voru jafnvel enn þyngri en þær litu út fyrir að vera. „Fyrst svo er,“ sagði hann, „mundi ég með fullri virðingu leggja til, að við legðum af stað sem fyrst, herra kólónel. Með slíkan farm innanborðs komum við bátnum ekki hraðar en 20 hnúta.“ „Engu að síður verðið þér að bíða myrkurs," svaraði Dall. „Hér úir allt og grúir af banda- rískum flugvélum, og farmurinn er mjög verðmætur. Hann . .“ Hann snarþagnaði skyndilega, þegar hann sá að Gestapómaður- inn hvessti augun á hann. Síðla um daginn hafði kistun- um verið komið um borð, öllum sex. Tvær voru á framþilfari bátsins, en tvær aftur á. Gestapó- maðurinn skipaði Fleig að kalla skipverja saman, og þegar það hafði verið gert, tók hann fram pappírsörk og rétti Dall. „Jæja, ef þér vilduð kvitta fyrir móttöku ...“ hóf hann máls. ,,Sjálfsagt,“ sagði kólónelinn og brosti. „En fyrst verðið þér væntanlega svo góður að lofa okkur að sjá ofan í kisturnar." „Þér viljið að ég opni kisturn- ar? En ég hef engin fyrirmæli um það. Ég ...“ stamaði Gestapó- maðurinn. „Engu að síður verð ég að fara fram á það,“ gelti Dall. „Við í Devisenschutz-kommando kvitt- um ekki fyrir móttöku neins án þess að sjá það fyrst með eigin augum. Ég veit hvað á að vera í þessum kistum, en þær hafa verið í umsjá Gestapo síðan þær voru fluttar frá Afríku. Undir þeim kringumstæðum ...“ Gestapómaðurinn varð rauður sem blóð. „Þér treystið okkur ekki?“ spurði hann ögrandi. Dall brosti sakleysislega. „Hver vantreystir Gestapo? En reglur eru reglur, eða hvað?“ Gestapómaðurinn var orðinn reiður, en dró þó lyklakippu upp úr skjalatösku sinni. Hann beygði sig niður að einni kistunni og gaf þeim Fleig og Schwerig merki um að hjálpa sér við að lyfta þungu lokinu. Þeir gerðu sem hann bað. Fleig greip andann á lofti og starði sem dáleiddur ofan í kistuna. Hún var barmafull af gulli — í sleginni mynt, í stöngum, kertastjökum, kerum og diskum. Þetta var eins og lygasögulegur sjóræningjafjársjóður, sem glóði þarna í ítölsku síðdegissólinni. Fleig hafði aldrei séð neitt þessu líkt, en Dall kólónel var sýnilega ósnortinn. „Ein kista með gullpeningum, gullstöngum og listmunum úr gulli. Móttekið", las hann upp af listanum, sem hann hélt á. „Þungi 1.342 kíló. Ágætt. Næsta, ef þið viljið gera svo vel.“ Gestapómaðurinn lauk nú upp VIKAN 45. tbl. — Q7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.