Vikan


Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 39

Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 39
til La Spezia skamman tíma. Að kvöldi hins 17. september stýrði Fleig farkosti sínum inn í höfn- ina þar. Dall gaf áhöfninni fyrir- mæli um að bíða um borð í bátn- um, en hraðaði sér sjálfur ásamt félögum sínum til höfuðstöðva þýzka hersins í borginni, í þeim erindum að gefa skýrslu. Um kvöldið hittust þó allir þeir átta, er komið höfðu með bátnum, á krá nálægt flotahöfn- inni. Þeir voru of uppgefnir til að tala að ráði um nýorðin ævin- týri, svo þeir fóru snemma í háttinn. En þeim var ekki ætlaður langur svefn að því sinni. Klukkan tvö vöknuðu þeir við vondan draum, er sveit manna úr úrvalsliði SS tók hús á þeim, og hafði kólónel nokkur úr Gestapó stjórn flokksins á hendi. Var föngunum kastað upp á vörubíla og ekið með þá í loft- inu til höfuðstöðvanna. Þar voru hinir óbreyttu sjóliðar reknir inn í fangaklefa, en liðsforingj- arnir leiddir á brott. Að skammri stund liðinni var Fleig sóttur og farið með hann inn í herbergi nokkurt, þar sem þrír Gestapóforingjar biðu hans, sitjandi við borð. YFIRHEYRSLA. „Hvers vegna vörpuðuð þér sex kistum, eign þýzka ríkisins, fyrir borð á báti yðar í gær- morgun?“ „Ég hlýddi gefnum skipunum, herra minn.“ „Skipunum hvers?“ „Dalls kólónels. Bátur okkar hafði orðið fyrir árás. Dall kólónel hafði fyrirmæli um að varpa kistunum fyrir borð í slíku tilfelli.“ „Þér eruð að ljúga, Fleig! Dall hafði engin slík fyrirmæli feng- ið. Hvenær gerðust þér aðili að samsærinu með honum?“ „Hvaða samsæri?" Gestapókólónelinn lamdi í borðið. „Samsærinu, sem gert var í þeim tilgangi að stela gullinu. Ætlið þér að neita því að þér og Dall, Pleist, Arnvogel og Rossmeier hafið gert samsæri um að ná fjársjóðnum upp eftir stríðið, sjálfum ykkur til góða?“ Fleig gerði sér nú ljóst, hvers vegna Dall hafði beðið hann að ná í duflið og festarnar svo lítið bæri á, og hvers vegna honum hafði verið svo mjög umhugað að sökkva kistunum. „Jé, herra minn, ég neita því. Ég veit ekkert um það.“ Gestapómennirnir þrír hvísl- uðust nú á. „Hvar eru kisturnar, Fleig?“ „Ég man staðsetningu þeirra ekki nákvæmlega, herra minn. Ég mældi hana út, en Dall kóló- nel skrifaði hana niður.“ Yfirhyerslunni var haldið á- fram. Fleig var að ljúga. Hann hafði lagt staðsetninguna á minn- ið og kennileitin þrjú sömuleiðis, en hann lét þá vitneskju ekki uppi. Þá var farið með hann inn í annað herbergi, þar sem yfir- heyrslunni var haldið áfram með nokkru áhrifaríkari aðferðum. Fleig var barinn eins og fiskur, en hann neitaði engu að síður allri vitneskju um staðsetningu fjársjóðsins. Hann vissi ekki, að á sama tíma fór önnur yfir- heyrsla fram annarsstaðar í höf- uðstöðvum Gestapó. Þar voru liðsforingjarnir fjórir barðir af engri miskunn. Enginn þeirra sagði orð. Klukkan fimm um morguninn lauk barsmíðinni. Lautinant kólónel Ludwig Dall, höfuðs- mennirnir Oskar Pleist og Hel- mut Rossmeier og Otto Arnvogel lautinant voru þá blæðandi og hálfmeðvitundarlausir, dregnir fyrir herrétt, er kallaður hafði verið saman í snarheitum. Þeir voru sekir fundnir um samsæri með það fyrir augum að stela verðmætum tilheyrandi Þriðja Ríkinu, og dæmdir til dauða. Þremur klukkustundum síðar létu þeir lífið fyrir skotum af- tökusveitar. Þó svo að þeir hefðu upplýst hvar fjársjóðurinn var falinn, hefði það komið að engu gagni. Loftárásin, sem Bandaríkjamenn gerðu á Bastia þann 17. septem- ber, var merki, sem íbúar eyjar- innar höfðu beðið eftir. Þegar sama dag hófu þeir almenna uppreisn gegn Þjóðverjum. Kors- íkanskir skæruliðar komu fram úr felustöðum sínum í fjöllunum og greiddu samræmda atlögu að óvinunum. Tveimur dögum síðar var eyjan í höndum Frakka. Gestapó hefði því ekki getað náð fjársjóðnum, jafnvel þótt hún hefði vitað staðsetningu hans, Sá hinn sami réttur og felldi dóminn yfir Dall og félögum hans, var einnig látinn fjalla um mál Fleigs og hans manna. Þeir voru sýknaðir af samsærisákær- unni, en voru teknir úr flotan- um og settir í landherinn sem ó- breyttir fótgönguliðar. Því næst voru þeir sendir til vígstöðvanna í Rússlandi, sem á því herrans ári 1943 þótti engu betra en dauðadómur. Fleig var heppinn. Félagar hans þrír voru allir drepnir í bardögunum um Kiev, en tékk- neski uppgjafasjómaðurinn hjar- aði af og kom bráðlifandi til Þýzkalands að stríðinu loknu. Að vísu hvarf hann fljótlega í ring- ulreið þeirri, er þá ríkti í hinu sigraða nazíska ættlandi hans. Dag nokkurn í marz 1948, leit þreyttur skrifstofumaður í mót- tökuherbergi frönsku herlögregl- unnar í Baden-Baden upp frá dundi sínu og sá þá heldur sóða- legan, ljóshærðan Þjóðverja, sem stóð fyrir framan borðið. Frakk- inn andvarpaði þreytulega, seild- ist í eyðublað og rétti gestinum. fil CIÁ Þessi skápahandföng fást með eða án bakplötu - í fjórum litum. WESLOCK BER AF. UMBOÐSMENN: K. Þorsteinsson & Co. Reykjavík, sími 19340. „ÉG ÆTLA EKKI í ÚTLENDINGAIIERSVEITINA!“ „Ennþá einn,“ sagði hann upp- hátt við sjálfan sig. „Þér eruð sá áttundi í dag. Allir Þjóðverjar vilja komast í Útlendingaher- sveitina." „Ég vil fá ferðaleyfi." „Ferðaleyfi? Hvert?“ „Til Korsíku. Þar hef ég verk að vinna.“ Skrifstofumaðurinn horfði ein- kennilega á hann. „Ali, oui, þér hafið verk að vinna á Korsíku. Þér heitið?“ „Peter Fleig.“ „Þjóðerni?“ „Ég er þýzkur borgari, fæddur í Tékkóslóvakíu." „Ég skil. Andartak.“ Frakkinn lyfti símtólinu og valdi sér núm- er. „Allo, Deuxiéme Bureau?“ Fleig sá, að hann hafði hlaupið illilega á sig. Hann hefði ekkert átt að minnast á erindi sitt til Korsíku. Skrifstofumaðurinn var að senda upplýsingarnar um hann til Deuxiéme Bureau, leyni- þjónustu franska hersins. Þegar Frakkinn sneri í hann baki og færði sig fjær, svo að símtalið heyrðist ekki fram fyrir borðið, notaði Fleig tækifærið til að skjótast út. En Frakkinn hafði náð nafni hans. Hann náðist eftir fáeina daga í Pforzheim og var fluttur til Baden-Baden. Deuxiéme Bureau hafði fengið upplýsingar um feril Fleigs í þýzka hernum, þar á meðal um dóm herréttarins í La Spezia. Hann var yfirheyrður rækilega. Skýrslurnar frá réttarhöldunum í La Spezia gátu ekkert um það, hverskonar „eignum þýzka ríkis- ins“ hann hafði verið ákærður fyrir að stela, en augljóst var þó, að þar var um að ræða verðmæti, sem stóðu í einhverju sambandi við Korsíku. Frakkar eru líka duglegir við yfirheyrslur og inn- an skamms varð Fleig að gefa upp alla söguna um fjársjóð Af- ríkuhersins. Frakkarnir voru bragðvísir. Að sjálfsögðu vissu þeir um fjársjóði Þjóðverja í Norður- Afríku. Nokkuð af ránsfengnum hafði fundizt, en mestur hluti hans var þó ennþá týndur. „Fleig minn góður,“ sagði yfir- heyrandi hans, lítill, hvatlegur Parísarbúi, Pellegrin að nafni, „ég held við getum bjargað mál- unum svo að allir verði ánægðir. Það er augljóst, að án okkar hjálpar komizt þér aldrei til Korsíku. Hitt er jafnljóst, að án aðstoðar yðar finnum við aldrei hin stolnu verðmæti. Ef þér gangið til samstarfs við okkur, er ég viss um að við getum séð til þess, að yður verði þægt vel fyrir.“ Fleig hallaði sér aftur á bak í stólnum og reykti vindling. „Hve mikið fæ ég?“ spurði hann. Pellegrin yppti öxlum. VIKAN 45. tw. — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.