Vikan


Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 43

Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 43
Með úrklippunni fylgdi bréf- miði. „Mr. Voorhies,“ stóð þar. „Þá hef ég að fullu staðið við samn- ing minn við Cancellieri. Ég mun hringja yður upp í Genúu eins fljótt og ég get. Takmarkinu er því sem næst náð.“ Fjársjóður Afríkuhersins ligg- ur ennþá á hafsbotni einhvers staðar í nágrenni Bastia, og ein- hvers staðar í Þýzkalandi býst Fleig til ferðar. Og í Genúu bíð- ur Lowell Voorhies eftir upp- hringingu. Nú á hann hennar von á hverri stundu. ★ SUMAR YIÐ SÆINN. Framhaíd af bls. 17. Hvað getur eiginlega gengið að henni, hugsaði hann með sér. „Er ekki mamma þín heima?“ spurði Anna enn. Hvar annarstaðar ætti liún eig- inlega að vera, langaði liann mest til að svara, „Jú“, sagði hann. „Hún er önnum kafin við ritstörfin.“ „Og þú?“ „Ég ætla að fara að synda“. Hann hélt áfram, og þegar honum varð litið um öxl, sá hann hvar Anna stóð enn i söniu sporum og horfði á eftir honum. Hann kleif ujjp klett- ana, og þegar hann kom upp á brúnina, lokaði hann augunum andartak. Ef hún skyldi nú ekki vera hérna . . , ef hún skyldi ekki hafa komiff, effa vera farin, hugsaði hann. Svo opnaði hann augun. Og þarna var hún. Það var sunnudag einn i júni, sem hann hafði séð liana fyrst; hann og faðir hans höfðu klifið upp klettana eftir langan sund- sprett, og þá hafði hún setið þar uppi á brúninni. Hún hafði gullið hár og það var eins og gullinn hjarmi léki um hana alla. „Góðan dag, herra Betti“, hafði hún sagt, og jafnvel rödd- in var gullin. „Betti er ættarnafn konu minn- ar“, svaraði faðir hans, þó að liann væri endranær vanur að láta þau misgrip lönd og leið. „Ættarnafn mitt, sem eigin- manns drottningarinnar, er Ratto — Franco Ratto‘“. „Fyrirgefið", sagði hún bros- andi. „Ekkert að fyrirgefa“, svaraði faðir hans. „Ég tel mér slíkt heiður“. Og hún hafði litið á hann, virt hann fyrir sér og brosti nú ekki lengur. „Við skulum halda af stað“, hafði faðir hans allt i einu sagt, „það er drjúgur spölur heim“. Og liann hafði litið um öxl til stúlkunnar. „Verið þér sælar“, sagði hann. Þá hafði Renato lika kvatt hana, og hún hafði litið á hann í fyrsta skipti, og honuin þótti sem hann væri að drukkna í ylvörmum, gullnum sjó. Svo sá hann hana ekki í lang- an tíma og gleymdi henni. Hann sá liana næst, þegar fað- ir lians dvaldist þarna i sumar- leyfi sínu i ágústmánuði. Það var komið undir kvöld, og liann var um borð í hraðbátnum, á- samt foreldrum sínum og hund- inum, þegar hann kom auga á hana, þar sem hún lá, ein á fleka. Þegar báturinn skreið meðfram flekanum, hafði hund- urinn rekið upp gelt, og hún leit upp og brosti, fyrst til hundsins, síðan til Renatos, „Þetta er falleg stúlka“, hafði móður hans orðið að orði, „hún er víst nýkomin hingað.“ Faðir lians var vanur að hafa einhver glettnisorð á hraðbergi, þegar hún minntist á fallegar stúlkur, en í þetta skiptið lét hann sem hann hcyrði það ekki, leit ekki einu sinni i áttina til stúlkunn- ar. En Renato fann bros hennar hvila á sér lengi á eftir; ný- komin, jú, eflaust var hún ný- komin. og sú kennd, sem hún hafði vakið með honum, var honum líka ný og framandi. Hundurinn liafði gelt aftnr, „þegiðu, kjáninn þinn“, hafði móðirin sagt. Og svó leið allt að því mánuð- ur, þangað til hann sá hana í þriðja skiptið. Það var í byrjun september, þegar faðir hans var fluttur i borgina með hundinn, en nióðir hans önnum kafin við ritstörfin, og ströndin orðin auð og mannlaus. Hann hafði klifið upp klettana þegar líða tólc á daginn, og komið auga á hana alllangt frá, þar sem hún lá í sólinni, öldungis eins og hún væri að biða eftir einhverj- um. Hann hafði ekki gleymt henni. Og hann hafði hraðað sér framhjá henni, en þá hafði það verið hún, sem kallaði á hann með nafni. Hann varð svo sem ekkert liissa á þvi, þó að hún vissi hvað liann hét, allir á ströndinni þekktu hann, son Myriam Betti og hins glæsilega eiginmanns hennar. En að hún skyldi kalla á liann; það kom honum svo á óvart, að hann tók andköf. Það gekk undri næst, dásamlegu undri, og það undur liafði þegar staðið í hálfan mán- uð — fjórtán löng, undursamleg kvöld. Hún kom ekki fram við hann eins og krakka; hún var skrafhreifin við hann og alltil- leg. Hún fékk hann til að ræða um hluti, sem hann hafði aldrei minnzt á áður við nokkurn mann; þau urðu nánir vinir. Og honum fannst sem hann væri i senn meiri og minni maður en áður; hann var fimmtán ára, og hún var tuttugu og sjö. Og nú lá hún þarna og teygði úr sér í sólskininu, með út- breiddan faðminn og augun lokuð og beið, unaðsleg og gullin. Eftir hverjum var hún að biða? Það var óhugsandi, iH laugavegi 26 simi 20 9 70 að liún væri að bíða lians. Hann stölik af klettinum, nið- ur til hennar og gekk til hennar liljóðum skrefum. Hún lireyfði sig ekki, þegar liann nam stað- ar hjá henni, luin hafði ekki heyrt til hans. Það skrjáfaði í plastpokanum, og liún opnaði augun. „Halló“, sagði hann sinni djúpu röddu. „Ertu vöknuð?“ Hann gat ekki með neinu móti ávarpað hana með nafni, og enn síður að hann gæti kallað hana ungfrú. „Ég er ekki sofandi“, sagði hún og settist upp við dogg. „Veit það heim'a lijá þér, að þú ert hérna?“ Það var i fyrsta skiptið, sem hún spurði hann umþað, oghann roðnaði og skammaðist sín um leið fyrir að roðna. „Enginn, nema afi minn“, svaraði hann. „Mér fellur vel við afa þinn“, sagði hún. „Og þú ert mjög likur honum.“ Það olli honum nokkrum von- brigðum, að hún skyldi þekkja afa hans. Hann vildi ekki deila henrii við neinn. „Ég hitti hann niðri í þorpinu í morgun“, sagði hún enn. „Hann var þar einn, og ég ýtti á eftir stólnum hans upp brekk- una. Hann er óvenjulegur mað- ur.“ Renato brosti. „Þú ættir að sjá hann, þegar hann reiðist“, sagði hann. „Hann reiddist mér ekki“, svaraði stúlkan. Það var ómögulegt að héyra það á röddinni, eða sjá það á svipnum livort lienni féll það betur eða verr, að hann skyldi ekki hafa reiðst henni. Og liver mundi geta reiðst henni, eins fögur og yndisleg og liún var, hugsaði hann. Þau héldu ofan að sjónum og syritu, og það var eins og þessi tólf ára aldursmunur, sem skildi þau að, leystist upp í sjónum. Þegar kom upp í fjöruna, beið þeirra feimni og angurværð, þar sem liann sat við hlið henni með nestispokann sinn, og lnin hafði sveipað um sig baðslánni. Kannski var það einmitt þess- vegna, sem þau voru stöðugt lengur og lengur i sjónum, en i dag óð hún von bráðar upp í sandinn og hann fylgdi henni og hvorugt þeirra mælti orð frá vörum, fyrr en i land var komið. „Sólskinið er ekki sérlega heitt lengur“, sagði hún og sveip- aði að sér slánni. „Það er alls ekki kalt“, mald- aði liann í móinn. „Það er eins heit og var í sumar.“ En hann vissi að það var ekki satt. Þess var ekki langt að biða að hann yrði sjónum og henni víðs fjarri, og setztur á skóla- bekk. Hann lagðist við hlið henni, án þess að líta á hariá. Hann fann ilmvatnsanganina úr hári hennar leggja sér fyrir vit, og þessi liræðilegi tólf ára ald- ursmundur reis aftur eins og múrveggur á milli þeirra. Þó langaði hann ekki neitt til þess að hún væri yngri; hún gat ekki orðið fegurri eða meira heill- andi, en hún var — það var aðeins honum, sem var áfátt. Hanu var ekki nema hálfvaxinn unglingur. „Renato“, sagði hún. Hann festi á hana skærblá augun. „Ég hef verið ófyrirgefanlega heimsk“, liugsaði hún. „Komstu með nestið?“ spurði hún. „Ég er orðin sársvöng". Það var ekki satt, en þau tóku upp úr plastpoknum og skiptu því til helminga á milli sin og fóru bæði að eta, en seinlega, eins og það ylli þeim erfiðleik- um. „Þetta er indælis matur“, sagði hún. „Hver sér um nestið þitt?“ „Giza“, svaraði Renato. „Pabbi segir að engin búi til jafngóðan mat“. Hann brosti við. „Og Grunt, hundurinn okkar, er áreiðanlega sömu skoðunar“. „Segðu mér eitthvað um Grunt“, sagði hún, rétt eins og væri hún telpukrakki, og hann heyrði það á rödd hennar, að í rauninni langaði hana til þess að liann segði henni eitthvað af hundinum. Hann seildist ofan í vasann á stuttbuxunum, sem VIKAN 45. tbl. — 40

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.