Vikan


Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 44

Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 44
Heilbrigði og fegurð fylgjast að badedas VÍTAMÍNBAÐ Þér lítið'því aðeins vel út, að yður líði vel Bað, þarf að vera meira, en að þvo Iíkamann. — Fólk hefur heyrt og vitað árum saman að reglulegt bað er nauðsynlegt. Vísmdamennirnir hafa lagt mikla vinnu í að sameina þau efni, sem Iíkaminn hefur þörf fyrir og nota á í baðið. Hinar heims- þekktu U.H.U.-verksmiðjur hafa með frábærum árangri fram- leití baðefnið BABEBAS, sem inniheldur vítamín. — BADE- DAS hefur ávallt selzt upp í verzlunum þegar það hefur kemið, en nú ætla verksmiðjurnar af sinni alkunnu vinsemd að afgreiða það magn sem við þurfum til þess að anna eftir- spurn. i Eftir BADEDAS Vítamín-bað mun yður líða sérstaklcga vel. — Skinn yðar mýkist og verður ferskt og líflegt og blóðið rennur eðlilega um líkamann. Ef þér farið aðeins eftir BADEDAS bað aðferð, þá er baðið fullkomlega Vítamínerað. Einn þekktasti héraðslæknir okka.r hefur látið þau orð falla að eitt það fyrsta, sem hann gerði eftir erfiða læknisferð væri að taka sér BADEDAS- BAÐ. Notið BADEDAS ævinlega án sápu. Venjuleg sápa minnkar hin hressandi áhrif BADEDAS og einnig hin nærandi og verndandi áhrif þess á húðina. Einkaumboð: H. A. TULINIUS HEILDVERZLUN hann hafði hrugðið sér í utan yfir sundskýluna og dró upp hréfið frá föður sínum. „Þelta er teikning, sem faðir minn hefur gert af Grunt,“ sagði hann. Pappírsörkin var með hréf- liaus bankans, þar sem faðir hans vann. „Ég er ekki starfs- maður þar,“ var liann vanur að segja, „ég kem þangað ein- ungis eins og liver annar gestur." Og fyrir neðan bréfhausinn kom svo myndin af hnubbaralegum, kafloðnum hundi með svuntu í framloppunum og áhyggjusvip á trýninu, og fyrir neðan hund- inn stóð skrifað: „Hver annast þennan vesalings mann, ef ég geri það ekki?“ Og skammt frá sat pínulitill maður með and- litið falið í höndum sér og allt umhverfis hann voru sópar og uppþvottatuskur og lilaðar af diskum og pottum og pönnum. „Og þetta á að vera pabbi, séð- ur með augum hundsins," sagði Renato til skýringar á teikning- unni. „Viltu lesa mér bréfið frá hon- um?“ spurði hún, og rödd henn- ar var lægri og þýðari en nokkru sinni. „Kæri kafari,“ byrjaði Renato, en leit svo á hana og mælti: „Ilann kallar mig alltaf kafara vegna þess hvað ég er duglegur að synda i kafi.“ Og svo fór hann aftur að lesa. — VIKAN 45. tbl. „Kæri kafari. Grunt er heima og bíður eftir því að ég komi með bein lianda sér, en ég sit hérna í skrifstofunni, þar sem ég er gestur, og þar er ekkert bein að bíta. Fyrst ætla ég að segja þér það, að mér leiðist einveran ekki vitund, og ef Grunt leiðist, þá fer hann að minnsta kosti dult með það. Hann virð- ist vera farinn að venjast hús- móðurstöðunni.“ Renato leit upp frá lestrinum til að sjá hvort hún brosti, en hún lá á grúfu með andlitið á örtnum sér, svo að hann gat ekki séð það. Samt sem áður þóttist hann viss um að hún mundi hrosa að þessu. Ilún brosti að öllu sem hann brosti sjálfur að, það var einn þátturinn í undrinu mikla. „Þegar við komum heim, varð okkur fyrst fyrir að taka til í íbúðinni og ræsta hana hátt og lágt. Þegar þvi var lokið, stakk ég upp á þvi að við skryppum út og fengjum okkur eitthvað í svanginn, en Grunt kærði sig þá ekkert um það; lézt vera þreyttur og alls ekki í skapi til að snæða á veitingastað. Það varð því úr að við skruppum út til að kaupa eitthvað í mat- inn og þegar heim kom, suðum við okkur spaghetti. Mér fannst það bara gott og borðaði mig saddann, en Grunt fussaði við því og sagði að það væri ekki með sínu rétta bragði. Síðan þvoðum við diskana upp úr sjampó, því að við fundum ekki neitt annað, og við brutum ekki nema tvo. Þá stakk ég upp á því að við færum i bíó, en ekki vildi Grunt það. Hann hélt því fram að það væru eingöngu ó- listrænar kvikmyndir, sem þeir sýndu yfir sumarmánuðina og auk þess yrðum við að spara -—• hvað mundi snillingurinn, konan þín annars segja? spurði liann. Fullvissaðu því snilling- inn, móður þína um það, að fyrsta daginn höfum við ekki cytt af launum minum nema því sem svarar einum átjánda af fimmta hluta þriðju greiðslu á ritlaunum hennar. Segðu henni það, ])ó að hún botni ekki neitt í þvi — snillingar geta ekki einu sinni lagt saman tvo og tvo, og sem bankamaður get ég það vitanlega ekki heldur.“ Renato tók sér hvild frá lestr- inuin. „Pabbi er ekki sérlega ht-ifinn af því að vinna í banka; hann var i sjóhernum áður og unir sér ekki vel í skrifstofu, en hann er alltaf jafn kátur, eins fyrir það.“ „Já?“ sagði hún, en það var spurningarhreimur í rödd henn- ar. Renato heyrði rödd föður síns í eyrum sér, djarflega og ófyrirleitna: Á meðan ég helzt hér við, vinn ég fyrir matnum mínum, sígaretlunum og hund- inum, og reyni að vera ekki fyrir neinum. En eflaust sagði hann slíkt að gamni sinu eða kannski... „Þegar honum leiðist, glímir liann við krossgátur eða teilcnar skopmyndir,“ sagði Renato. „Eða gamnar sér við kven- fólk,“ liugsaði hún með sér og ekki beiskjulaust. „Ilvers vegna var hann ekki áfram í sjóhernum?“ spurði stúlkan. „Manima vildi það ekki, og hann kærði sig ekki lieldur um það sjálfur. Og svo var það auð- vitað lika min vegna. Hann tók fyrstu vinnu, sem honum bauðst þegar hann kom í land — beint úr stríðinu. Hann var í sjóhcrn- um öll styrjaldarárin og hann liafði hlotið tvö heiðursmerki, þegar hann var ekki nema tutt- ugu og eins árs.“ Hún leit npp, og enn mætti hún tilliti skærblárra augna hans, og að þessu sinni var það þrungið stolti. „Ég verð að hafa mig á brott,“ hugsaði hún. „Ekki vissi ég það,“ varð henni að orði. „Haltu áfram að lesa.“ Renato tók aftur til við lest- urinn: „Það varð því úr að við sátum heima. Ég hélt mig í hægindastólnum og fór að skoða dagblaðið, en þá kom Grunt inn með boltann sinn i I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.