Vikan


Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 47

Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 47
lóleu Alltaf mjög gott úrval af TÆKIFÆRIS- KJÓLUM Morounkjólar Daokjólar Verið vel klæddar meðan þér bíSiS. Sendum gegn póstkröfu um allt land. L A U G A V E G I 10 væri líkara að hún svifi en gengi. „Hvað hér er hræðilega dimmt,“ sagði hún, þegar þau komu niður kjallarastigann. „Ég sé ekki út úr augum.“ „Þú þarft ekki að sjá, ég sé fyrir okkur bæði.“ Hann lauk upp dyrum og til þess að þurfa ekki að iosa arm- lagið skakkskaut hann sér með Önnu inn fyrir dyrnar. Herbergið, sem þau komu inn í, var allrúmgott en lágt undir loft og bar það greinilega með sér, að þar væri ekki búið, þó að uppbúið rúm stæði upp við vegg, hvítt rekkjulínið lýsti á móti þeim í skyggjunni. Við höfðalag rúmsins stóð borð með ljósleitum vaxdúk. Einhverjir fleiri munir voru í herberginu, en Anna sá þá ógjörla. Ekki var búið að setja upp tjöld fyrir gluggann, en líntjald var strengt yfir hann og huldi hann alveg. Loftið í herberginu var inni- byrgt og blandið ýmsum sterk- um lyktarefnum: málningu, veggfóðurlími, nýjum vaxdúk og þeim þef, sem jafnan er að finna í gömlum, niðurgröfnum kjöll- urum. „Hér er fátt um fína drætti," sagði Valur. „En rúmið er sæmi- legt, og ekki mjórra en það, að kærustupar getur lúrt þar sam- an við bærilegan líðan, þó að ég mæli ekki með því sem hjóna- rúmi, þegar langt er liðið frá hveitibrauðsdögunum. Eigum við að prófa það?“ Þegar Anna hrökk frá honum líkt og í ofboði, sagði hann ertn- islega: „Þorirðu nú ekki einu sinni að tylla þér á stokkinn hjá mér, tengdamóðir." Orðið stakk hana ónotalega og afvopnaði hana eins og hann hafði ætlazt til. Hún lét hann leiða sig til sætis á rúminu og hratt honum ekki frá sér, þegar hann kyssti hana. „Anna, þú ert eins og opinber- un, hinn kvenlegi yndisþokki persónugerður, þú ert kona allra alda.“ Hve unaðslegt að hlusta á slík orð sögð með þessari hljómfögru röddu, dimmri og heitri. Það tók dýpra en hin fegursta tónlist. Faðmur hans, andlit hans, koss- ar hans, hver einasta snerting hans var altakandi, og þó hlaut hún .. . Hún tautaði lágt og ann- arlega, líkt og upp úr svefni: „Nei, nei, Valur, elsku góði, þú mátt ekki ... við megum ekki. Ég er að fara ...“ „Fara, fara, alltaf ertu að tala um að fara, en þú ferð ekki fet frá mér núna, þú meinar það heldur ekki, þetta er bara hið venjulega nei konunnar, sem þýðir já.“ „Nei, ég meina ekki já, ég meina .. „Ekkert rugl, elsku vina, þú getur ekki farið heim strax, eins og þú ert á þig komin. Hvað heldurðu að bóndinn segi, ef hann sér þig svona kennda? Því að þú ert þéttingskennd, vina mín. Þú getur ekki lagt það á viðkvæma hjartað hans. Þú ert alltof góð kona til þess, alltof skilningsrík og nærgætin eigin- kona til þess. Þú átt að halla þér hérna út af í rúmið og láta fara vel um þig, á meðan þú ert að jafna þig. Ég ætla að bregða mér frá, ætli það sé ekki viss- ara að athuga nánar, hvernig við skildum við í eldhúsinu, ef vinnukonan skyldi rekast þang- að inn. Svona, vina.“ Valur tók skóna af fótum frú Önnu og lyfti henni upp í rúmið, hann hreiðraði um hana, um- hyggjusamur og notalegur í hverju handtaki, áður en hann hvarf frá henni kyssti hann hana fastan og innilegan vinarkoss. „Láttu þér líða vel og ekki leiðast," sagði hann, „ég kem aftur að vörmu spori og vitja minnar óumræðilega yndislegu vinu.“ Nei, hugsaði Anna, nei, þet.ta er ekki nokkurt einasta vit, ég verð að komast heim, heim ... En hvað segir Böðvar, þegar hann sér mig? Hvernig gat ég orðið svona? Fékk ég aftur í staupið inni í skrifstofunni? Nei, það held ég ekki. En það var víst sterkt og ómælt, sem Valur hellti út í bollann minn. Hún dottaði snöggvast, svo hélt hún áfram hugsunum sínum: Æ, hvaða vandræði eru þetta með mig, ég neyðist víst til að biðja Val að fylgja mér heim. Æ, hvað getur hann alltaf verið að gera, því kemur hann ekki ...? Hún hafði víst gleymt sér aft- ur, því að hún hrökk upp við að dyrnar voru opnaðar, næstum í sömu andrá heyrði hún smell, þegar læsingarjárnið skrapp fyr- ir. Það var mjög skuggsýnt í her- berginu, og Valur var eins og stór, ólöguleg þústa, þegar hann kom inn í dyrnar. Hvað var maðurinn með í fanginu? Hann losaði sig við byrði sína til þess að geta kveikt 1 jós, það var hvítt, hálfniðurbrennt kerti með storknuðum vaxtaumum, stungið niður í grænan flösku- stút. Við skinið frá kertinu sá hún, að Valur lagði kápuna hennar kyrfilega á einhverja hirzlu við vegginn gegnt rúminu og hattinn hennar, hanzkana og töskuna ofan á. Lagði þetta allt mjög snyrtilega frá sér. Hún reis upp í rúminu og sett- ist framan á, fálmaði með tánum eftir skónum sínum, en sundlaði, þegar hún ætlaði að beygja sig niður og setja þá upp. Hún hall- aði sér fram yfir borðið, lét oln- bogana hvíla á borðplötunni og höfuðið í íhvolfdum lófum sér. Æ, þessi slekja í kroppnum, þessi þunga, þunga værð, sem kostaði svo mikið átak að rífa sig upp úr, vilji hennar var líkt og dof- inn, því var líkast, að hún væri að vakna, en langaði til að sofa lengur. Hún hugsaði með sér: Þetta dugar ekki, ég verð að reyna að drífa mig heim, til þess hefur Valur komið niður með fötin mín. Æ, hvað ég verð feg- in, að hann hjálpar mér heim, ég gæti varla sjálf ... „Nú hefur hinn fullkomni glæpamaður afmáð öll vegsum- merki á glæpastaðnum,“ sagði Valur hress í máli, kannski dá- lítið hróðugur undir niðri, þegar hann kom að rúminu til Önnu. Hann hélt á hálftæmdri vín- flösku, og milli greipa hans voru tvö vínstaup, fótstéttarnar sneru upp. „Ég ætlaði varla að komast með þetta allt. Og hugsaðu þér, hvað ég hef haft mikið fyrir, þvegið upp og hvað eina, opnað eldhúsgluggann. Það gerði nú ekkert til með kaffilykt og þetta venjulega, en það fylgir þér sérstakur ilmur, elskan mín, sem ég kæri mig ekki um að sé hnusaður upp og vekji grun- semdir, sem sagt, hinn fullkomni glæpamaður hefur þurrkað út, hvert einasta spor.“ Flaskan dimmgræna með kerti í stút stóð á borðinu, það glamp- aði á vínglösin í bjarma ljóssins, sem teygði sig upp í ofurlítinn reyk, líkt og gustaði af Val, þeg- ar hann skenkti í staupin. Anna hristi höfuðið, þegar hann rétti að henni staup. „Nei, Valur, í öllum bænum ekki meira vín, ég þoli það ekki, ég er að fara heim.“ „Byrjar hún enn, en það er nú ekki nærri komið að því, að þú farir heim, mín kæra. Fyrst verðum við að skála fyrir þessu yndislega haustkvöldi. Já, því að við gerum okkur þessa stund yndislega, þó að við séum í kjall- aragreni. Skála fyrir þessu haustkvöldi, sagði ég, haustnótt, nóttinni einu, Anna, nóttinni þinni og minni. Við lifum hana í einum löngum og ljúfum teyg, og stökkvum henni síðan í ei- lífðarsæ gleymskunnar. Skál, ástvina!“ Þegar hún snerti ekki staupið tók hann þéttu, mjúku’ taki undir höku hennar og bar bikarinn að vörum hennar. Hún beygði sig undir vilja hans og dreypti á víninu, svo læsti hún tönnunum utan um harða bikarröndina í á- kveðinni mótstöðu. Valur setti staup hennar frá sér á borðið og greip sitt staup, hann horfði djúpt í augu Önnu: „Þína skál, mín yndislega,11 og drakk út í einum teyg. Hann kyssti hana vínrökum vörum, tók báðum höndum um axlir hennar og sveigði hana mjúklega aftur á bak ofan á koddann, þakti andlit hennar kossurn, háls hennar og barm, milli þess, sem hann smeygði hverjum kúluhnappinum eftir öðrum úr hneppslu, þangað til VIKAN 45. tbl. — 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.