Vikan


Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 48

Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 48
FYRIR ÞVÍ URSKURÐAST Svar við HVERNIG DÆMIR ÞÚ? á bls. 51. Það er ljóst eftir málavöxtum, að Jón Jónsson hefur sýnt af sér háttsemi, sem almennt er refsiverð, með því að aka bifreið undir áhrifum áfengis. Háttsemi þessi brýtur í bága við áfengis- og umferðarlög, eins og í ákæruskjali er greint. Hins vegar er brotið ranglega fært til refsiákvæða í lögreglusamþykkt Reykjavíkur, með því að Valhúsahæð er í Seltjarnarneshreppi, og því ekki í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Ef efnisdómur fellur í máli þessu, yrði því sýknað af ákærunni varðandi brotið á lög- reglusamþykkt Reykjavíkur. Þótt sök manns virðist þannig liggja í augum uppi, þurfa þeir menn, sem vinna að samningu ákæruskjala að mörgu að hyggja, og auðvitað ekki síður dómendurnir, er taka verða afstöðu til ákæruatriðanna í niðurstöðum sínum. Það atriði, sem í framangreindu máli stendur í vegi fyrir útgáfu ákæruskjals á hendur Jóni Jónssyni og refsidómi yfir honum, er ákvæðið um friðhelgi alþingismanna í 49. gr. stjórnarskrárinnar, þar sem bannað er að höfða mál á hendur alþingismanni, á meðan Alþingi stendur yfir, án samþykkis þeirrar þingdeiluar, er hann situr í, nema hann sé staðinn að glæp. En umrætt atferli Jóns feliur ekki undir hugtakið glæpur. Þar sem þannig skortir skilyrði til opinberrar málshöfð- unar á hendur Jóni, ber að vísa máli þessu frá dómi. Margur kann að segja eitthvað á þá leið, að atriði sem þessi hljóti að vera svo einföld fyrir löglærða menn, að ekki geti til þess komið, að þeir flaski á þeim. Reynsla sýnir hins vegar, að jafnvel þeim löglærðu getur sézt yfir slík réttaratriði. Þannig hefur það átt sér stað, að i ákæruskjali var ákveðinn verknaður ranglega færður til refsi- ákvæða sem brot á lögreglusamþykkt Gullbringusýslu, enda þótt brotið ætti sér stað innan marka Árnessýslu. Einnig var eitt sinn gefið út ákæruskjal á hendur alþingis- manni fyrir verðlagsbrot, meðan hann sat að þingstörfum, án þess að leitað hefði verið samþykkis þeirrar þingdeildar, er hann sat i. Svo vildi til, að bæði þessi mál voru í héraði dæmd af sama dómara, sem hafði talsverða reynslu í meðferð sakamála (fyrrverandi fulltrúi sakadómarans í Rvík). Bæði reyndust þessi atriði dómaranum ofraun, því að hann dæmdi sakborn- inginn eftir kröfum ákæruskjala, eins og ekkert væri þar athugavert. Auðvitað hratt Hæstiréttur þessum dómsniðurstöðum og dæmdi málin til samræmis við lög og rétt. Þessi dæmi sýna m. a., hve meðferð dómsmála er mikið nákvæmnisverk. Ályktunarorð: MÁLINU VERÐUR VÍSAÐ FRÁ DÓMI. „ J- P- E. ■ treyjan flakti frá barmi hennar. Hið sama tók við með krækj- urnar á nærbol hennar. Hún lá aftur á bak lémagna, eldurinn, sem læsti sig um hverja taug hennar brann heitar við hvern koss. „Nei, nei,“ tautaði hún lágt. En nú vissi hún, að nei hennar þýddi já, vissi að hún gat ekki risið gegn vilja Vals, því að hann hafði samþýðzt hennar eig- in vilja. Hún reyndi að hugsa til Böðvars og Svandísar, en það var sem þau flytu burt í vitund hennar, þau voru henni ekki einu sinni sú veika von um björgun, sem hálmstráið er drukknandi manni. Hún leitaði sér ekki halds í neinu, heldur sökk án teljandi viðnáms. Fingur Vals losuðu kunnáttu- samlega um bönd og krækjur í klæðnaði hennar, hún lét það ske og hreyfði sig eftir þörfum, meðan hann færði hana úr einni flíkinni eftir aðra. Þó var sem hún rankaði við sér og verðist því að vera afklædd alveg, en kossar hans og ástarorð brutu niður hina veiku vörn hennar, og þar að kom, að hún iá allsnakin fyrir framan hann. Yfirsængin lá í kuðli fyrir ofan hana. Hann færði flöskuna með kertinu fram á borðbrún, svo að skin þess félli betur á hana. Flöktandi kerta- Ijósið var sem pensill, sem skýr- ir línur lauslegrar dráttmyndar af æsilega fögrum konulíkama og setur Ijós og skugga á rétta staði. „Rétt eða rangt, hverju skiptir það okkur nú, — Anna?“ spurði Valur, en hann gaf henni ekki færi á að svara, heldur hélt áfram: „Þó að heimurinn væri að hrynja, og ég ætti mér enn undankomu, einum, mundi ég ekki vinna mér það til björg- unar, að skilja við þig á slíkri stundu, heldur mundi ég farast og grafast með þér.“ Hann slökkti á kertinu, af- klæddist í myrkrinu og hvarf til hennar. „Valur,“ hvíslaði hún um leið og varir þeirra, barmar og skaut snertust. Þetta eina orð, nafnið hans, rúmaði allt, sem hún hafði að tjá. Um hana brimaði slík al- gleymissæla, að hana hafði aldrei órað fyrir því, að neitt þvílíkt gæti átt sér stað. Var ekki einmitt þetta ástin milli karls og konu í alveldi sínu, frumhvötin án rómantískra um- búða, lífið ólgandi, straumþungt og blint, handan góðs og ills? ★ ÞÁ HOFMENN PRJÁLA SKARTIÐ SITT. Framhald af bls. 7. að skapa slikt tækifæri, hefur hann ákveðið að hefja sýningar á Hamlet í vetur. Það er að sjálfsögðu vitað mál, að enginn óvitlaus maður fer að horfa á á Hamlet, nema því aðeins að aðrar ástæður séu til þess. Og það er einmitt þarna, sem ástæð- an liggur fyrir því að menn fara í Þjóðleikhúsið við og við. Það hefur heyrzt sagt, að svo skiln- ingsríkur sé Þjóðleikhússtjóri á þarfir leikhúsgesta, að hann hafi hugsað um það í heila tvo daga, hvort ekki væri rétt að hafa tvær eða fleiri frumsýningar á Hamlet. Það er líka sagt að hann hafi hugsað of lengi og fengið snert af heilaþreytu, því að hann hætti svo við þetta, illu heilli. Nú þurfa menn að taka hönd- um saman til að ráða bót á þessu vandamáli. Þetta má ekki lengur við svo búið standa. Félög og aðr- ar stofnanir þurfa að hætta upp- teknum hætti, til þess að aðstoða við uppeldi þjóðarinnar og við- halda heilsu hennar. Það þarf að nota öll hugsanleg tæki- færi til viðreisnar, — til að leyfa mönnum að taka fram fötin, sem hanga inni í skáp öll- um til ama og leiðinda. Það þarf að breyta fundarsköpum og skylda alla til að mæta í sam- kvæmisfötum. Hugsið yður t. d. þá atmosferu, sem mundi skap- ast á stúkufundum, ef slíkt væri þar regla! Hugsið ykkur Thor- valdsensfélagið, Dýraverndunar- félagið, Félag íslenzkra dægur- lagahöfunda, Skógræktarfélagið, The Junior Chamber of Comm- erce og Skátafélagið — allt í samkvæmisfötum á fundum. Slíkt mundi smám saman leiða til þess að menn „fíluðu“ sig betur í kjól og hvítt, og færu smám saman að fara í því í vinn- una. Það mundi gera það að verk- um að rhaður gæti slitið fötunum vel og vandlega áður en þau verða of þröng um mittið. Tökum höndum saman og vinnum að því að skapa fleiri tækifæri, betri nýtingu á fatnaði, sparnað og heilbrigt sálarástand. R.S.V.P. G. K. TILHUGALÍF. Framhald af bls. 25. og leit aftur beint í augu lians, en nú var svipurinn breyttur. „Kannske við seum það?“ sagði kaupsýslumaðurinn vand- ræðalega. „Það væri nú reyndar nær að spyrja sálfræðingsræfil- inn okkar að þessu en mig, ég lief aldrei verið neinn djúp- hyggjumaður, eins og það er kallað — og þó, ég hef hugsað mitt eins og aðrir, en ég er ekki vanur að flíka þvi.“ Allt í einu hló hún, skærum, glöðum hlátri. „Nei, við skulum ekki vera hátíðleg! Sjáðu nú bara, Sigtryggur, hvað þetta er fallegt, líttu þarna ofan í byggð- ina, allt blátt — og þó ekki blátt, ég veit ekki hvaða litur þetta er. Og ef ég væri krakki, þá mætti vel telja mér trú um, að þarna úti i hafinu væri brú úr gulli —- kannske alla leið til Paradísar, hver veit? Hefurðu aldrei orðið rómantiskur, Sig- tryggur?“ Kaupsýslumaðurinn var orð- inn rjóður í kinnum, og ekki verulega upplitsdjarfur. „Hm, jú, ætli það ckki? Mér hefur fundizt — síðan ég fór að draga mig eftir henni Ásu — stund- um svona — æ, fjandinn hafi það! Hvað ertu að fá mig til að bulla þetta, stelpa!“ En Lóa Dalberg var allt i einu orðin grafalvarleg. „Haltu á- fram,“ sagði hún. „Ja, Ása, skilurðu — það er ekki gott að lýsa því. Ég hef oft verið i skitugum selskap, skal ég segja þér; ég hef komið inn í margar svínastiur á æfinni. En því fleira sem ég sé af slíku tæi, því meiri andstyggð fæ ég á því. Og hún Ása er hrein ■— það veiztu liklega, þó að þú sért eins og þú ert? Ef ég fengi hana, svona óspillta stúlku, þá myndi ég á einhvern hátt frels- ast frá því að þurfa að ata mig í óhreinindum —- eða það finnst mér. En þú skilur þetta sjálf- sagt ekki.“ „Ertu nú viss um það?“ sagði stúlkan og rödd liennar var ó- venjulega döpur. „Ha?“ Sigtryggur Háfells borfði enn á stúlkuna undrunaraug- um; eittlivað i málrómi liennar bafði snert hann lcynlega. Það hummaði eilítið í honum, en svo hló liann. „Það er bezt að ég segi þér alveg eins og er, Lóa mín,“ sagði hann glaðlega. „í — VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.