Vikan


Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 51

Vikan - 07.11.1963, Blaðsíða 51
HVERNIG DÆMIR ÞÚ? Braut lögin, en verður ekki dæmdur Jón Jónsson var kjörinn á Alþing. Sat hann í efri deild þingsins. Jón tók mjög virkan þátt í þingstörfum og var á mælenda- skrá svo að segja í hverju því máli, er á dagskrá var tekið í þingdeildinni. Nú bar það til dag nokkurn, að Jón hafði staðið í hörku- deilum við andstæðinga sína frá því kl. 1% um daginn til kl. 6 um kvöldið. Var hann því nokkuð þreyttur og æstur í skapi, þegar hann steig út í bifreið sína að þingfundi loknum. Jón leit svo á, að hann myndi hressast bæði andlega og líkamlega við það að fara í stutta ökuferð rétt út fyrir borgina. Valhúsahæð varð fyrir valinu. Sem nú Jón situr í bifreið sinni þarna á hæðinni og virðir fyrir sér seiðmagnað útsýnið í tunglskininu, minntist hann þess, að hann átti heila rommflösku í tösku sinni. Þarf ekki að orðlengja það, að Jón greip til flöskunnar og naut inni- haldsins í ríkum mæli. Blasti nú hið fagra útsýni þessa bjarta vetrarkvölds við Jóni í rósrauðum bjarma. Áhyggjur þing- mannsins út af afgreiðslu fjárlaga og frumvarpi til jarðrækt- arlaga og öðrum þingstörfum hurfu nú eins og dögg fyrir sólu. Eftir nokkra dvöl á Valhúsahæðinni hugði Jón til heim- ferðar. Þegar hann sneri bifreið sinni við, gætti hann þess ekki, að annarri bifreið var um sama leyti ekið upp hæðina með þeim afleiðingum, að harður árekstur varð milli bifreið- anna. Skemmdir urðu talsverðar á báðum bílunum, en engin meiðsli á mönnum. Lögreglumenn komu á staðinn og urðu þess strax varir, að Jón var undir áhrifum áfengis, enda sýndi blóðrannsókn, að hann hafði í blóði sínu reducerandi efni, sem samsvarar 1.55%» af alkóhóli. í umferðarlögum segir, að nemi vínanda- magn í blóði ökumanns 1.20%» eða meira, þá teljist hann ó- hæfur til að stjórna vélknúnu ökutæki. Mál þetta kom til kasta ákæruvaldsins, sem ákærði Jón fyrir brot á nánar tilgreindum ákvæðum á áfengislögum, umferðar- lögum og lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Spurning Vikunnar: FINNAST VARNIR í MÁLI JÓNS? H. F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN Hafnarfirfii - Simnr: 50022, 5002:1 oij 50222. - Reykjavik - Si»»li 10222 - Vexturvcr

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.