Vikan


Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 2

Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 2
Ánspleg reynsln fjölmnrgrfl tiúsmœðrn eru beztu meömslin með þessum ELDAVELA- SAMSTÆÐUR AEG glssilegu heimilis- tshjum ÚTSÖLUSTAÐIR UM LAND ALLT INNFL YTJENDUR: BRÆÐURNIR ORMSSON HF. VESTURGÖTU 3 RVÍK SÍMI 1U67 UMSAGNIR UM BÆKUR Bókaútgáfan Fróði hefur sent frá sér fimm bækur á þessu hausti, allar vandaðar að frá- gangi eins og reyndar er nú orð- um flest það sem gefið er út í bókarformi. Það er ekki sízt í bókaskápunum, sem geisileg framför hefur orðið. Þó reyna flestir káputeiknarar að fá fram það útlit, að æpi sem hæst og sjáist sem lengst að eða öllu heldur: Skeri sig sem mest úr bókaflóðinu. En þegar allir hugsa á sama veg verður útkoman sú, að bækurnar æpa hver á aðra. Allir þessir sterku litir eru fyrir bragðið tilgangslausir. Nú mundi það líklega skera sig mest úr, sem látlausast væri og einfald- ast. Mörgum finnst skáldsagan vera sorglega vanrækt í bókaútgáf- unni og útgefendurættuaðleggja meiri stund á hinar snjöllustu erlendar skáldsögur, sem völ er á. Það er rétt, að fremur er fátt um fína drætti, hvað snertir er- lendar skáldsögur á jólamark- aðnum í ár. Bókaútgáfan Fróði hefur reynt að bæta úr þessu með því að fá Svein Víking til að þýða þá frægu sögu, Brúna á Drinu, eftir Nóbelsverðlaunaskáldið Ivo Andric. Þetta er ein af þessum merkilegu sögum um brýr og þau örlög, sem slík mannvirki geta valdið. Þetta er naumast skáld- saga í venjulegri merkingu þess orðs, enda kallar Andric hana annál. Efnið er tekið úr lífi hans sjálfs. Hann ólst upp við ána Drinu, lék sér með jafnöldrum sínum á brúnni og hlustaði á sagnir um hana og þá örlaga- þætti, sem þar með höfðu ofizt. Þetta varð honum efniviður í skáldsögu, sem í þýðingu Sveins Víkings hefur orðið 344 bls. Það var fyrst og fremst þessi bók, sem aflaði höfundinum Nóbels- verðlaunanna. Bókakápan er eft- ir Asgeir Júlíusson; skemmtilega stílfærð og með því bezta, sem sézt hefur í þessari listgrein eftir innlenda menn. Það hefur verið gagnrýnt tals- vert að undanförnu, hvílíka feikna rækt við höfum lagt á hinar svonefndu dulrænu bók- menntir. Hver miðillinn af öðr- um hefur verið dreginn fram í löngum bókum um hina sérstöku andlegu reynslu. Þetta hefur með- al annars orðið til þess, að grín hefur verið gert að fslendingum á erlendum vettvangi, einkum vegna þess að Marilyn sáluga Monroe var komin í spilið. Framhald á hls. 51.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.