Vikan


Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 16

Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 16
SIÐARI HLUTI Renato er aðeins fimmtán ára gamall, og leiðist það að vera ekki eldri, — ekki sízt vegna þess að hann hefur hitt svo undursamlega fallega stúlku niðri á ströndinni, þar sem hún lá í sólbaði, en hún var tuttugu og sjö ára gömul. Þau hittust oft og syntu saman, ræddu um ýmsa hluti og þegar Renato fékk bréf frá pabba sínum, sem vann í banka í borginni, þá bað stúlkan hann um að Itesa það fyrir sig. Honum þótti vænt um foreldra sína, föður sinn, sem hafði verið í sjóhernum og fengið heiðursmerki, og móður sína sem sat heima í stofu og skrifaði kvæði og sögur. Hún var rithöfundur og hafði svo mikið að gera, að hún mátti sjaldan vera að því að sinna honum. Hún hafði líka góð laun fyrir það, og það var fyrir mestu. „Vertu blessaður, kafarinn minn,“ hafði pabbi hans skrifað. „Borðaðu eins og þú getur, en reyndu að komast hjá því í lengstu lög að verða fullcrðinn. Þinn pabbi.“ Svo fór hann inn í skýlið til að klæða sig, en sá þá að móðir hans kom niður að ströndinni til að leita að honum. Hún gekk til stúlkunnar, sem lá þar í sólbaði. Hann heyrði að móðir hans sagði: „Mætti ég kannski spyrja yður hvar sonur minn heldur sig?“ „Verið þér öldungis róleg,“ svaraði hún, „ekki hef ég étið hann.“ „Nei, það þarf vonandi ekki að óttast það, að þér leggizt á unglingsdrengi ... en það gegnir dálítið öðru máli um fullorðna menn. Ég geri ráð fyrir að yður þyki þeir safameiri á bragðið. Hvemig var bragðið af manninum mínum?“ „Ágætt,“ svaraði stúlkan. W'é- ~ir-r3c . Renato þótti sem allt umhverfis hann væri að hrynja i rúst. Að hann sjálfur mundi grafast í rústunum. En ekkert hrundi. Hann stóð þarna með lokuð augun og hendurnar máttvana að síðum, og hann hélt áfram að lieyra, sjá og skilja — stúlkan, sem talað hafði við föður hans, þegar þeir komu upp klettana forðum, sem hafði litið til þeirra af flekanum, þegar Grunt gelti um borð í hraðbátnum, sem hal'ði legið við hlið honum í sandin- um þessa fjórtán, undursamlegu daga, sem hafði alltaf legið þar, þegar hann bar að, rétt eins og hún væri að bíða eftir einhverju... nú fyrst vissi hann eftir hverju hún hafði verið að biða. Ekki eftir flóði eða fjöru, ekki eftir þokunni eða stjörn- unum eða honum sjálfum. Þegar hún brosti til lians, var liún í rauninni að brosa til föður hans. Þegar hún strauk lionum um hárið, var hún að slrjúka föður hans um hárið. Það var ckki um neitt undur að ræða og hafði aldrei verið. Allt var hversdags- legt og raunverulegt. Raunverulegt, ljótt og saurugt. Og hann sem hafði lesið henni bréfið frá föður sínum, og sagt, að hann væri dásamlegur maður. Ætli hún hafi ekki vitað það. Hann dró bréf föður síns upp úr vasa sínum, reif það i smá- tætlur, unz hann gat ekki rifið það smærra, leit svo á tætlurnar i lófa sér, tætlurnar af föður sínum, og lokaði augunum. Svo stakk hann sneplunum í vasa sinn og lét hallast upp að klefaveggnum. Hann lieyrði rólega rödd hennar inn um dyragættina. „Renato er þarna inni i klefanum að klæða sig.“ „Þetta virðist allt mjög svo fjölskyldulegt,“ sagði móðir hans. „Mætti ég kannski gerast svo djörf að spyrja, hvað þér hyggizt fyrir, ungfrú...“ „Silvía, heiti ég. En þeir hljóta að liafa sagt yður það. Það er ég viss um.“ Hann hafði aldrei ávarpað hana með nafni. Aldrei talið sig þess verðugan. 16 - „Ég hef ekki neinn áhuga á að vita hvað þér heitið,“ svaraði móðir hans reiðilega. „Ég hef ekki heldur neinn áliuga á því. .. þó að þér skemmtið yður við eiginmann minn, á meðan ...“ „Um hvað eruð þér eiginlega að tala?“ spurði stúlkan. „Viljið þér ekki segja mér það, áður en Renato kemur út úr klefanum. Ef hann hefur þá ekki heyrt allt það, sem okkur hefur farið á milli.“ „Eins og mér standi ekki á sama hvað hann heyrir,“ hrópaði móðir hans. „Ef marka má, það sem mér er sagt, veit liann þegar allt. Og það er einmitt þess vegna, sem ég er hingað komin .. . að gera drenginn samsekan og fá hann til að hylma yfir með ykkur. ..“ Renato tók höndum fyrir eyru og hristi höfuðið. Samsekan ... samsekan, slíkt hefði hún ekki átt að láta sér til hugar koma, hvað þá að segja það. Það orð mundi hann aldrei að eilífu geta fyrir- gefið henni. Með þvi að þrýsta lófum að eyrum tókst honum að sleppa við að heyra hverju Silvía svaraði, en móðir hans var aftur á móti svo hávær, að hann komst ekki hjá að heyra til hennar, þegar hún hóf atlögu. „Og þér ætlizt til að ég taki orð yðar trúanleg? Þér skuluð ekki reyna að blekkja mig. Finnst yður ekki að þið liafið þegar blekkt mig nóg? Kannski að það sé líka af mínum peningum, sem yður hefur verið greiddur kostnaðurinn af sumarleyfinu. ..“ „Það var einmitt spurningin, sem ég var að bíða eftir. Þér get- ið verið öldungis róleg þess vegna. Ég hef ekki þegið svo mikið sem eyri af peningum yðar.“ „Fórnfús ást, geri ég ráð fyrir.“ Rödd móður hans var þrung- in ískaldri hæðni. „Ekki af hans hálfu,“ svaraði stúlkan. „En að minnsta kosti ó- keypis ást...“ VIKAN 46. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.