Vikan


Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 17

Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 17
 ••V'vV'*** • Vv^-V ••V.V;; V V ssssss 1 ■ , ,‘AVV % ■V.V'V ' ... ;,;•■•,:•• ■:;V: ■ . Í.1 y, 1 i®@íiÉS@fsÉS f;ÍÍ»í . * íifi': „Og þér ætlizt kannski til þess af mér, að ég þakki yður fyrir? Eða vorkenni yður?“ „Hvorugt. Aftur á móti er ég ein af þeim mörgu, sem vorkenna yður. Þér leggið hart að yður, og þér græðið mikið fé. Það cr ieitt, að þér skuluð ekki hafa tíma tii neins annars,“ sagði stúlkan. „Það cftirlæt ég yður, þakka yður fyrir,“ svaraði móðir hans. ..„Almáttugnr gtiti, gefðu að þær hætti þessu,“ bað hann[ í hljóði og þrýsti lófnm að hlustum. ,,Ég verð að komast héðan." Hann hratt upp dyrunum og ruddist út. Móðir hans var fyrri iil að koma auga á hann. Og að þessu sinni leit liún á hann. Hvort að hún sá hann var annað mál. Hafði hún í rauninni nokkurntíma séð hann? Hún var því vönust að líta á hann eins og livolp, kettling eða kálf, sem ekki væri gefið meira vit en brýnustu nauðsyn bar til. . . mundu að borða bitann þinn, mundu að fá þér hádegisblund, hafðu hljótt um þig, sérðu ekki að ég er önnum kafin .. . og nú leit hún á hann, eins og hún vissi hann fjandsamlegan sér. Það er ég líka, hugsaði hann. Ég hata ykkur — hata ykkur öll. „Komdu hingað andartak, Renato,“ sagði móðir hans. Þarna stóð hún, luraleg, ósmekklega klædd og með ógreitt hárið — augna- brúnirnar hnyklaðar af reiði, drembilát, drottnunargjörn og sjálfs- elsk. „Fljótur!" skipaði móðir hans, þegar hann stóð þarna í sömu sporunum. Hann hreyfði til fæturna, fannst cnn sem hann væri einskonar strengbrúða, sem kippt væri í. „Þú ættir ekki að lcalla svona hátt, Myriam sagði hann. „Þú ert búin að kalla nóg.“ Móðir hans roðnaði af reiði. ,,Á ég kannski að taka þessu með fögnuði? Á ég að samgleðjast ykkur vegna þess að ykkúr skuli hafa tekizt að fara svona á balc við mig? Að ykkur skuli hafa tek- izt að Ijúga svona að mér...“ „Ég hef ekki logið neinu að þér,“ sagði liann. „Hvað hefurðu lengi tekið þátt í þessu þokkalega samsæri með föður þínum?“ spurði hún hranalega. „En hann vissi ekki neitt,“ greip Silvia fram í, og það lá við sjálft að gráthreimur væri í röddinni. „Sjáið þér það ekki á lvon- um, að liann hafði ekki hugmynd um neitt?“ Og nú gerðist það fyrst, að Renáto leit á hana. „En nú veit ég það,“ sagði hann. Hún leit undan skærbláum augum hans. „Mér þykir fyrir þvi,“ tautaði hún. „Það var ekki meining mín....“ Nei, það var ekki meining hennar. Það er fljótt á sér, fullorðna fólkið. Það tekur fyrstu ást þína, dregur imaðsleik hennar og töfra- ljóma niður i svað fýsna og illkvittni, áður en hún er liðin hjá, og segir svo: „Það var ekki meining min.“ Aldrei mundi hún verða þess áskynja, hvað hún hafði frá honum tekið. Og hún skal ekki heldur fá að vita það, luigsaði hann. „Mig langaði aðeins til að hafa einhvern til að synda með mér,“ sagði hann. Þar skrökvaði hann fyrsta sinni. „Það var enginn eft- ir á ströndinni. Ég minntist á það við afa. Sjálf varstu alltaf önn- um kafin —• ég hélt að þú létir þig einu gilda hvar ég væri eða færi.“ Þegar hann hafði mælt þessi grimmúðlegu en sönnu orð, var sem hún sæi hann ailt i einu eins og hann var, þar sem liann stóð frammi fyrir henni, hár og grannur, ungur og einmana. Og það var sem gríma félli af andliti liennar. Renato virti liana fyrir sér, en nú hafði fyrsta hatrið blindað svo angu hans, að nú var það hann, scm fékk ekki greint hana nema í þoku. „Ég fer heim,“ sagði liann. „Einn,“ bætti hann við, þegar hann sá að móðir háns ætlaði að fylgjast með honuin. „Ég þarf að koma við í ljósmyndaverzluninni og ná i nokkrar myndir, sem þeir voru að gera fyrir mig.“ Þar skrökvaði Framh. á bls. 34. VIKAN 46. tbl. 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.