Vikan


Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 21

Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 21
Frostaveturinn 1918 var frostið svo mikið5 að jörðin sprakk_________________________ víða og hólar mynduðust. Þá______________ mældist 18Sstiga frost inni í svefnherbergi. Viðtal við Sigmund í Hælavík,____________ síðan hluti._____________________________ Eftir Guðbrand Gíslason lífinu. Byljirnir og snjókoman eru verstu veður, sem yfir okkur dundu. Frostið var svo mikið, að jörðin sprakk við, og hólar mynduðust. Á ísafirði var veturinn 1918 sérstaklega harður. í timburhúsi þar í þorpinu mældist 18 stiga frost í svefnherbergi eina nóttina. Svo hef ég heyrt, að sængur hafi frosið fastar við veggi þar líka. Það finnst mér trúlegt. Frostið var gífurlegt. — Leika draugar ekki lausum hala á Hornströndum? — Það má vel vera, en ég hefi aldrei orðið þeirra var utan einu sinni, að fyrir mig kom atvik, sem ekki verður útskýrt á venjulegan hátt. Það var á aðventu árið 1918, að við Guðmundur bróðir minn og ég erum að spá í veður um morgun, og ætlum að setja féð út á fjöruna, — en fjörubeit er ágæt í Hælavík. Þá sjáum við hvar maður kemur gangandi eftir túninu og gengur upp eftir til fjárhúsa, sem bóndinn í hinum bænum, Sigurður Sigurðsson, átti. Héldum við að þarna væri kominn vinnumaður Sigurðar, Baldvin að nafni. Þótti okkur það all skrýtið, því Bald- - Hælavíkin. Þarna í þessari litlu, afskckktu vík bjuggu þau Sigmar og Bjargey í nær þrjátíu ár. vin var hinn mesti rúmletingi og fór gjarna á fætur tveimur tímum á eftir öllum öðrum. En um það var ekki að villast, þetta gat enginn annar verið en Baldvin. Guðmundur bróðir minn var hinn mesti ær- ingi á þeim árum, og sagði hann við mig: Baldvin kominn á fætur núna, svo snemma! Þetta hlýtur að vita á vondan byl! Förum við svo í fjárhúsin og setjum út féð, en göngum svo heim undir bæ aftur. Mættum við þá Sigurði bónda Sigurðssyni, og hafði Guðmundur orð á því við hann, að Baldvin væri snemma á fótum núna. — Nú skil ég ekki, sagði Sigurður, — hann var uppí þegar ég gekk ofan af slánni. Trúðum við ekki orðum Sigurðar og fórum upp á skörina, en sáum Baldvin sofandi í koju sinni. Þótti okkur undarlegt allt þetta, hlupum út aftur og fórum leið þá, sem við höfðum séð hinn dularfulla mann fara. Laus snjór var, og markaði greinilega fyrir sporum okkar, en aftur á móti voru engin spor sjáanleg eftir hinn ókunna mann. Hann hlýtur að hafa verið mjög léttstígur. Ég held, að þessi maður hafi ekki verið í lifenda tölu. Á öðrum bæjum kannaðist enginn við þennan mann, og enginn, sem ég hefi síðan hitt. —- En nú eru Strandirnar óbyggðar. Þar reikar enginn nema vofur. Þykir þér það ekki sárt? — Það hefur verið gerð ein tilraun til þess að setjast að á Aðalvík og Horni og Hælavík, en ég var feginn að sú tilraun misheppnaðist. Bandaríski herinn hér á landi ætlaði að leggja þessa staði undir sig og vera með skotmennsku og ólæti upp um allar hlíðar. Þeir voru á herskipum stórum og með vígdreka marga og margmennir, þegar ráðast átti til landgöngu. En sem þeir eru að ieggja að landi, kemur á móti þeim þoka mikil og óveður, svo þeir sáu þann kost vænstan að hörfa hið skjótasta. Komu þeir aldrei aftur, og hafa aldrei reynt að ráðast með væpni sitt upp á Hornstrandir. Þetta var seinast í sept- ember árið 1953, sem þessi tilraun var gerð. Það var ekki örgramt um, að sumir af dátunum bandarísku hafi verið hjátrúarfullir eftir þessa misheppnuðu innrás, því þeim hafði borizt til eyrna sá kvittur, að kona ein í Mývatnssveit, ættuð af Ströndum, hefði ort kvæði eitt biturt gegn uppgöngu þeirra á Strandir. Töldu þeir víst síðar, að orð kerlingar hefðu orðið að áhrínsorðum, er hún bannaði þeim að fara í land; og hafa jafnan sagt þá sögu heima hjá sér síðan, að þeim hafi með fjölkynngi verið meinuð uppganga á ís- hafsstrandir norður í Atlantshafi þar sem heitir ísland. Sé þar kvikt af konum, sem vita jafnlangt nefi sínu eða lengra, og hafi ekki mikið fyrir að galdra þokur um nánes þessi norður, ef þess þykir þurfa. Þessi kona, sem skaut dátunum svo skelk í bringu heitir Jakobína Sigurðardóttir og er hagyrðingur góður. Hún er uppalin á Hornströnd- um og ást hennar til þess héraðs er æ mikil, þótt hún dvelji ekki þar lengur. Og kvæðið, sem hún orti gegn hersetu á Hornströndum, heitir: Hugsað til Hornstranda og hljóðar svona: Víða liggja „verndaranna" brautir. Vart mun sagt um þá, að þeir hafi óttast mennskar þrautir, eða hvarflað frá, þótt þeim enga auðnu muni hyggja íslandströllin forn. Mér er sagt þeir ætli að endurbyggja Aðalvík og Horn. Framhald á bls. 30. VIKAN 46. tbl. — 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.