Vikan


Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 26

Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 26
 cc o < oc V) < h" 1- LL 111 < □ eo UL < O Z tc < Xí z 0 UJ CQ 1- ÞEGAR ÞEIR LITU VIÐ, SÁU ÞEIR KOLS Menn urðu margir þreyttir og slæpptir, þegar fór að líða fram á morgun- inn, enda höfðu allir staðið í stanzlausu erfiði, vosi og lífsháska í fleiri klukkutíma, flestir rennblautir allan tímann, aðrir skrámaðir og meidd- ir, allir skítugir upp fyrir haus, og enginn þeirra hafði fengið vott eða þurrt — alla vega ekki þurrt — frá því þeir hoppuðu fram úr rúmun- um hjá kellum sínum. Það var því engin furða, þótt sumir færu að hugsa örlítið um líkam- lega líðan sína undir morguninn, og draga sig að þeim stöðum, þar sem von var til að fá kaffisopa eða eitthvað lítilsháttar í svanginn. Á þeim tíma þekktust svo til allir bæjarbúar, og fáir voru þeir, sem ekki könnuðust við einhverja gestrisna húsfreyju nálægt miðbænum, sem þeir höfðu stundum þegið kaffitár hjá. Stundum læddist líka eitthvað sterkara í kaffibollann en eintómt nær- buxnavatn, því að allir vita, að ekkert eykur hlýjuna innanborðs og hressir hugann betur en dálítið tár, þegar svo ber við- Verst var, þegar tárin urðu að flóði, sem stundum vildi verða, og hressingin tók bakslag og hafði þveröfug áhrif á neytandann. Því ber sem sagt ekki að neita, að til voru þeir menn - — bæði í slökkvi- liðinu og utan þess — sem urðu dálítið þungir í kollinum, þegar leið á sunnudagsmorguninn, en hvergi er þess getið, né hafa heyrzt um það sög- ur, að það hafi orðið til trafala né tafar, og engin áhrif hafði það á slökkvistarfið í heild. Á einum stað sást maður standa ■— eða öllu heldur liggja — uppi í slökkvistiga, sem reistur hafði verið upp við hús, en vegna þess að eng- inn eldur var í húsinu og það úr allri hættu, höfðu allir horfið frá því, nema þessi eini maður. Stigann þurfti ekki lengur að nota annarsstaðar, svo að hann var látinn eiga sig. Maðurinn var þarna í stiganum með ekta slökkvislöngu milli handanna, en stútnum hafði hann stungið milli rimla og lafði hann máttlaus niður og vætlaði aðeins úr honum. Einhver kom þarna að og fór að forvitnast um manninn, því enga hreyf- ingu sá hann á honum. Hann var ekki hátt í stiganum, svo hinn klifraði upp til hans, eftir að hafa kallað nokkrum sinnum á hann árangurslaust. Maðurinn var steinsofandi. Eitt sinn um morguninn kom slökkviliðsstjóri að manni, sem stóð uppi á skúr, og lét mikið til sín taka. Hann hrópaði skipanir í allar áttir, eins og ætti hann allan heiminn og töluvert í viðbót, en gallinn var bara sá, að enginn var þar nálægur til að hlýða honum. Hann skipaði mönnum að slökkva í þessu húsi og hinu, skammaðist og reifst við allt og alla, en án árangurs. Guðmundur reif í hár sér, leit til himins og sagði: „Guð minn almáttugur, að þú skulir hafa skapað svona menn!“ Þegar mest hættan var á því, að pósthúsið mundi verða eldinum að bráð voru slökkviliðsmenn að vonurri á hlaupum þar fram og aftur, bæði innanhúss og utan. Fóru þeir þá um stiga hússins, til að fylgjast með því, að eldurinn næði hvergi tökum að innan. Maður nokkur, sem ekki var í slökkviliðinu, vildi endilega hjálpa eitthvað til, og. þrábað einn slökkviliðsmanninn að lána sér stút, því hann skyldi sko aldeilis sjá um það, að pósthúsið brynni ekki. Slökkviliðsmaðurinn fékk honurn þá stút, og sagði honum að fara með hann upp í stigann inni í húsinu, og með það hvarf maðurinn. Skömmu síðar bar þar að annan mann í stigann, og sá þá manninn með stútinn, þar sem hann lá í stiganum, með alla vöðva spennta, beindi stútn- um beint upp í loftið, og pírði á einhvern blett þar uppi. IflGSPE NNA VARTAN KOLAREYK LIÐAST DFSHfl ettaI Nótt eina fyrir tæpum 50 árum kom upp eldur i einu stærsta og veglegasta gisti- húsi Reykjavíkur, - Hótel Reykjavík - viff Austur- stræti 12. Þetta var timburhús og fuðraSi upp í einni svipan, en eldurinn hreiddist óð- fluga út til næstu húsa beggja vegna Austurstrætis og Hafnarstrætis. Samtais brunnu 10 hús til kaldra koSa, önnur skemmdust mikið. í eldinum fórust tveir menn. Þessi hús voru í aðal- verzlunarhverfi bæjarins, full af vörum og tækjum, en af því varð næstum engu bjargað, svo að tjónið varð gífurlegt, enda er þetta stærsti og mesti bruni, sem orðið hefur hér á landi. Slökkviliðið hafði lítið af tækjum til að berjast við eldinn og fastir starfsmenn voru aðeins tveir, en allir verkfærir menn í bænum voru skyldugir til starfa þegar svo stóð á. í bók sinni um þennan eldsvoða - ,,í björtu báli“, sem kemur út fyrir jólin - lýsir G. K. atburðum næt- urinnar og starfi slökkvi- liðsins og hefur viðtöl við marga þá, sem þar komu við sögu og eru lifandi enn í dag. Kaflinn hér á eftir er úr bókinni og lýsir á- standinu þegar lýsa tók af degi og mesti eldurinn hafði verið slökktur. HÁTT í LOFT UPP — VIKAN 46. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.