Vikan


Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 34

Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 34
INNOXA snyrtivörurnar fást í fjölbreyttu úrvali í eftirtöldum snyrtivöruverzlunum: Bcykjavík: Oculus h. f. Austurstræti, Sápuhúsið h. f. Austurstræti, Stella Bankastræti, Regnboginn s. f. Banka- stræti, Gyðjan Laugavegi. Akureyri: Amaro h.f. Keflavik: Verzlunin Edda, Akranesi: Verzlunin Drangey, Kópavogi: Kópavogsapótek, Vestmannaeyjum; Silfurbúðin, ísafirði: Verzlunin Straumur, Sauðárkróki: Sauðár- króksapótek, Neskaupstað: Apótek Neskaupstaðar, Seyðisfirði Apótek Austurlands. j ist þér. Það ætlaði nú bara að líða yfir hana um daginn, þegar hún spurði hvað ég vildi eigin- lega með piltgrey, sem var að eltast við mig, og ég svaraði að auðvitað ætlaði ég að sofa hjá honum. Hún er mikið búin að almáttugast yfir mér“. Frú Elísabet leit hvasst á stúlkuna. „Ætlarðu að segja mér“, mælti hún, „að þú svona ung sért farin að —-?“ „Biddu fyrir þér, ég sem byrj- aði þrettán ára gömul“. „Að þú skulir ekki blygðast þín barn!“ sagði frú Elísabet alveg dolfallin. En allt í einu hvessti hún aftur augun á stúlk- una og horfði á hana lengi og rannsakandi. „Hm“, sagði hún loks. „Hefurðu kannske verið með honum Herjólfi — svoleið- is?“ „Það verðurðu að spyrja hann um“, anzaði stúlkan sakleysis- lega. „Ég kem aldrei upp um vini mína“. „Ég veit svosem að honum er til alls trúandi“, sagði frúin í- hugsandi. „En einhvern veginn finnst mér nú samt — jaeja, það er kannske bezt ég þegi, það leggst bara í mig að þú sért ekki eins bölvuð og þú lætur, telpa mín“. „Herri er náttúrulega ágætur strákur á sinn hátt“, sagði Lóa Dalberg eins og ekkert hefði í skorizt. „En þó get ég ekki skilið hvers vegna þú endilega vilt fá hann — því ekki einhvern ráð- settann og reglusamann dugnað- armann, sem myndi hæfa þér betur?‘ „Góðir eiginmenn liggja ekki á lausu, telpa mín —. Þú þekkir kannske gamla máltækið er hljóðar svo: Góður eiginmaður er riddaralegur við konuna sina, lítur ekki á aðrar konur, drekk- ur ekki, reykir ekki — og fyrir- finnst ekki“. „Þetta hefur mig lengi grun- að“, sagði Lóa Dalberg. En dóttir spákonunnar lagði ekki orð í belg að þessu sinni. Hún horfði á vanga og hnakka- svip Bergs Þorsteinssonar og henni rann í hug að hann yrði þó að minnsta kosti vænn við konuna sína:, hann líktist svo góðum og hreinhjörtuðum litlum strák. Á Akureyri lentu þau öll á balli. Þar var fjör og fíf í tusk- unum, og þau voru öll í góðu skapi eftir indælan sólskinsdag og góðan kvöldverð. Allt virtist falla í ljúfa löð: Herjólfur B. Hansson dansaði við Elísabetu, Bergur Þorsteinsson við Lóu Dalberg, og kaupsýslumaðurinn við Ásu. Bílstj órarnir sátu aftur á móti við borðið og fengu sér neðan í því, því að þeir áttu ekki að aka daginn eftir. En Adam var ekki lengi í Para- dís. Sálfræðingurinn hafði feng- ið sér duglega neðan í því með Kvöldmatnum en því kuimx Elísabet illa, og allt í einu gekk hann frá henni í fússi, á miðju gólfinu. Þeim hafði annars sam- ið sæmilega á ferðalaginu, enda þótt Herjólfur gæfi það fyllilega í skyn, dag hvern, að hann væri henni á engann hátt háður, og myndi aldrei giftast henni. Nei, hann ætlaði sér Ásu Sigurlinna- dóttur! Þessu hafði verið tekið sem gamni af hinum ferðafélög- unum, en nú gekk hann rakleitt þangað, sem Sigtryggur Háfells var að dansa við dóttur spákon- unnar, og reif hana úr fangi hans. Kunni kaupsýslumaðurinn þessu að vonum illa, og kvaðst myndu berja hann í klessu, ef hann sleppti ekki stúlkunni. En sálfræðingurinn dansaði af stað með Ásu, og sagði fyrirlitlega að hann hlustaði ekki á grobb auðvaldsbullu og braskara. SUMAR VIÐ SÆINN. Framhald af bls. 17. liann öðru sinni. „Vertu sæl, Silvía. Vertu sæl á meðan, Myr- iam.“ Það var í fyrsta skiptið, sem hann ávarpaði liana með nafni. Og liann virti liana fyrir sér í síðasta skiptið. Vertu sæl Silvia. Vertu sæl fyrsta ástin mín. Vertu sæl, óverðug. Hún leit undan. Við liöfum rænt liann æsku sinni, liugs- aði hún. Guð fyrirgefi okkur. „Þú ert fölur,“ sagði móðir hans. „Og sveittur. Ertu eitt- livað lasinn?“ „líg lief borðað of mikið al' nestinu minu,“ sagði hann, og livarf niður einstigið. Myriam og stúlkan litu livor á aðra, og jafnskjótt livor al' annarri aftur. „Farið heim, Myriam,“ sagði stúlkan. „Ég býst við að mað- urinn yðar íari að koma lieim. En hann liittir mig ekki hér. Ég verð farin að stundu liðinni." Hún reis á fætur og sveipaði þreytulega að sér baðslánni. „Þða er langt frá þvi, að mér faili við yður, Myriam. Og mér fellur ekki heldur við manninn yðar, enda þótt að ég elski hann. Og mér fellur ekki heldur við sjálfa mig. Renato er sá eini, sem mér geðjast að. Ég vildi óska ...“ Hún lauk ekki setning- unni, hristi höluðið og hvari' inn i búningsklefann. Fyrsta manneskjan, sem Ren- ato mætti á ströndinni, var Anna, sem kom til móts við hann, og það leit út fyrir að harðneskj- an hefði orðið að þoka fyrir felmtrinu úr svip hennar um stundarsakir. „Pabbi þinn er kominn,“ kall- aði hún til lians. „Ég sá bílinn, og liljóp hingað til að gera ykk- ur viðvart.“ Hann kreppti hendurnar að plastpokanum og hljóp framlijá lienni án þess að svara henni eða yrða á hana. „Renato,“ lcallaði liún á eftir honum. Hann leit til liennar um öxl. „Farðu til fjandans,“ kallaði liann á hlaupunum. — VIKAN 46. tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.