Vikan


Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 40

Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 40
nuddtækin margeftirspurSu eru komin aftur Fást hjá: Tízkuskólinn, Laugavegi 133 Snyrtivöruverzlunin Eymundssonarhúsi Raftækjastöðin h.f. Laugavegi 64 Raforka Vesturgötu 2, og Laugavegi 10 Verzlun Yaldimar Long Hafnarfirði KEA Akureyri. Heildsölubirgðir: BJÖRN G. BJÖRNSSON, heiidverzlun Skólavörðustíg 3A III. hæð Sími 17685. ættarmótið leyndi sér ekki. For- eldrarnir námu staSar og þeir Renato og gamti skipstjórinn, náinu líka staðar. Andartak var það einungis glaðklakkalegt gjamm hundsins, sem rauf þögnina, þar sem hann þeyttist á harðahlaupum á milli þeirra, eins og Iiann vildi bera sættarorð. Verð ég að leysa öll vctndamál þessarar fjölskyldu? Renato horfði yfir Iiærugráan koll afa sins á þau, föður sinn og móður sína, og það var eins og hann horfði á þau gegnum smásjá, lítinn mann og litla konu. Andartak hataði hann þau hæði meira en nokkru sinni fyrr, en í næstu andrá unni hann þeim heitara og af meiri innileik en áður, án þess að sjá þau í nokkrum ímynduðum dýrðarljóma, heldur af með- aumkun og ástúð. „Hæ, kafari,“ sagði faðir hans, en varaðist að líta i augu honum. „Hefurðu meitt þig á hnénu, Rauður?“ spurði móðir hans og horfði á hnéð á honum. Ver- öld þeirra var full af hlutum, sem maður biygðaðist sín fyrir. „Nei,“ sagði hann. „Það var ckki neitt.“ Þegar lokið var kvöldverði, tók móðir hans til máls.' „Ég hef ákveðið,“ en tók sig á og liyrjaði aftur: „Við höfum á- kveðið að við förum liéðan á morgun um ellefuleytið. Þeir eru orðnir leiðir á einverunni, faðir þinn og Grunt.“ Renato veitti þvi athygli, að þau héldust í hendur undir horðinu, rétt eins og þau óttuð- ust að missa hvort af öðru ann- ars. „Hefur þú nokkuð á móti því, Renato?“ Þetta var í fyrsta skiptið, sem þau leituðu álits hans þegar ein- hverjar ákvarðanir voru tekn- ar. En það vakti ekki neina gleði né stolt með honum. „Það er allt í lagi hvað mig snertir,“ svaraði hann. „Ég verð því feginn.“ Grunt kom hlaupandi með boltann í inunni sér og neri trýninu við hönd honum. Hann fann skyndilega hjá sér löngun til að koma í leik og haltraði á eftir Grunt, sem lézt ekki vilja láta lionum lausan boltann, en lét hann svo allt í einu detta, og þannig hlupu þeir um og léku sér þangað til myrkt var orðið, og Grunt lét boltann lönd og leið, en hljóp gjammandi út að garðshliðinu. Renato veitti honum efíirför, og það mátti ekki seinna vera, að hann kæmi auga á upplitaða pilsið, sem flaksaðist um dökkhrúna, granna fótleggi á harðahlaupum. „Louis- anna!“ kallaði hann. Hún nam staðar, en leit ekki við. Renato opnaði hliðið og hljóp til hennar. „Halló,“ sagði hann og þrcif til líennar. „Því ertu að laumast í burtu?“ „Ég er ekki neitt að laumast,“ sagði Louisanna. „Þú gleymdir peysunni þinni,” sagði hann. „Ég gleymdi lienni ekki,“ sagði hún. Hann kyngdi munnvatninu. „Við förum á morgun,“ sagði hann. „Um ellefu leytið.“ Það brá fyrir söknuði í röddinni. „Það getur varla heitið, að við höfum sézt í sumar.“ „Ég lief séð þig,“ varð henni að orði. Og nú sá hann liana lika. Helzt af öllu hefði liann kosið að vefja hana örmum og sleppa henni aldrei. „Við höfum enn allan morgun- daginn fyrir okkur," sagði hann. „Það er sunnudagur á morgun. Viltu koma með mér niður á ströndina? Þú skalt fá að reyna nýju köfunargrímuna mína. Það var engu likara en að hún tæki hamskiptuin á einni andrá. Hún gerhreyttist, bros hennar varð heitt, augu hennar dimm og djúp, eins og særinn. Renato kyngdi enn. „Giza þvoði vasaklútinn þinn. Ég kem með liann á morgun,“ sagði hann. „Bíddu, ég þarf að ná i peysuna þína.“ Hún hristi höfuðið. „Þú lcem- ur með hana á morgun," sagði hún og tók til fótanna. „Þú get- ur haft hana í nótt.“ „Á morgun,“ endurtók Ren- ato. Hann liélt aftur inn i garð- inn, en nú langaði hann ekki til að leika sér lengur. Faðir hans og móðir héldust enn í hendur; það var dapurlegt að hugsa til þess, að verða nú að þola þetta allt einu sinni enn af hálfu hinna fullorðnu — breizkleikann, sjálfselskuna, hé- gómagirndina og metnaðinn •— ef maður yieti bara látið eins og maður vissi ekki af þvi, liugsaði hann. „Farðu nú að hátta,“ sagði afi hans. „Þú ert þreyttur.“ „Góða nótt, kafari,“ sagði faðir hans. „Góða nótt, Rauður,“ sagði móðir hans. „Er allt í lagi með þig?“ „Ég er syfjaður,“ sagði Ren- ato. „Góða nótt.“ Hann fór þó ekki strax að hátta. Fyrst tíndi liann allar bréftætlurnar úr vasa sínum, raðaði þeim saman, límdi þær á pappírsörk, hverja við aðra, þangað til liann gat lesið þar síðustu setningu þess: „Reyndu að komast hjá því i lengstu lög að verða fullorðinn.“ Honum varð litið á sjálfan sig i spegl- inum, fölt og holdskarpt and- litið undir eldrauðum hárlubb- anum. ,,Ég hafði lika eldrautt Iiár.“ „Silvía,“ hvíslaði hann, næstum því sársaukalaust. „Silv- ía.“ Þá er þessu lokið, liugsaði hann feginn. Þránni, hatrinu, öllu lokið. Ég er orðinn syfjaður. Það var eins og hann sæi hana mást út i fjarska, aleina og ein- mana á löngum vegi, og kannski langaði hana líka að hverfa til baka, en gæti það ekki. Það gat enginn. Renato tók rauðu peysuna hennar Louisönnu af stólnum og hafði hana hjá sér, svo að hann væri ekki einn. Hann hátt- aði, lagðist út af og lokaði aug- unum. Á morgun ætla ég að lofa henni að reyna köfunar- grímuna mína, hugsaði hann. Það verður gaman að sjá hana. Hann sofnaði með rauðu peysuna hennar undir vangan- um. * FUGLARNIR. Framhald af bls. 13. fór hann að litast í kringum sig. Fuglarnir voru enn á sveimi yf- ir engjunum. Það voru mest- megnis . silfurmávar en töluvert af svartbak inn á milli. Venju- lega héldu þeir sig sitt í hvoru lagi. Nú voru þeir sameinaðir. Eitthvert afl tengdi þá saman. Það var svartbakurinn, sem réð- ist á minni fugla, meira að segja stundum á nýfædd lömb, eða svo hafði hann heyrt. Sjálfur hafði hann aldrei séð það. Þetta rifjaðist upp fyrir honum, með- an hann horfði á þá uppi yfir sér. Þeir voru á leið til búgarðs- ins. Þeir höfðu lækkað flugið og svartbakurinn var í farar- broddi. Þeir voru foringjarnir. Markið var búgarðurinn. Nat hljóp í átt að sinu húsi. Hann sá bóndann snúa bílnum við og koma á móti sér. Hann stanzaði bílinn hjá honum. — VIKAN 46. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.