Vikan


Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 44

Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 44
EFNAGERD reyk J A V i K U R H. F. ^7 óvenjuleg orsök þessara vand- ræða er. Hver húsráðandi verður að gera sínar eigin varúðarráð- stafanir, og þar sem margir búa saman í íbúðum og húsum, verð- ur hver og einn, að gera sitt ýtr- asta til þess að varna fuglunum inngöngu. Það er alveg frum- skilyrði, að allir, hver einasti maður sé innandyra í nótt og að enginn sé á götunum, vegun- um eða nokkursstaðar annars staðar utanhúss. Fuglarnir ráð- ast í risastórum hópum á hvern, sem verður á vegi þeirra, og nú eru þeir líka teknir að gera á- rásir á byggingar; en með nægi- legum varúðarráðstöfunum, má gera þær öruggar. íbúarnir eru beðnir að sýna ró og láta ekki stjórnast af hræðslu. Vegna þess, hve óvenjulegt þetta neyð- arástand er, verður ekki útvarp- að aftur fyrr en klukkan sjö í fyrramálið." Þjóðsöngurinn var spilaður. Ekkert heyrðist eftir það. Nat leit á konuna sína. Hún horfði orðlaus á hann. ,,Hvað þýddi þetta?“ spurði Jill. „Hvað var í fréttunum?“ „Það verða ekki fleiri útsend ingar í kvöld,“ sagði Nat. „Það er einhver bilun á stöðinni." „Eru það fuglarnir?" sagði Jill. „Hafa fuglarnir eyðilagt hana?“ „Nei,“ sagði Nat, „ætli að það sé ekki frekar af því að allir eru svo uppteknir við að reka fugl- ana burt. Þeir skemma allt þarna inni í borginni. Jæja, við komumst af án útvarps eitt kvöld.“ „Ég vildi að við ættum grammófón," sagði Jill, „það væri betra en ekkert." Hún leit á skápinn fyrir glugganum. Þau reyndu öll að láta sem þau heyrðu ekki þrusk- ið, höggin og vængjaslögin. „Við skulum borða snemma í kvöld," stakk Nat upp á, „eitt- hvað gott. Spyrjum mömmu. Hvernig væri brauð með steikt- um osti? Eitthvað, sem okkur þykir öllum gott?“ Hann leit á konu sína. Hann vildi með einhverju móti losa Jill við óttann. Hann hjálpaði henni að laga matinn, blístraði, söng og gerði eins mikinn hávaða og hægt var, og nú fannst honum, sem þrusk- ið og höggin væru ekki eins áköf og þau voru áður. Hann fór upp í svefnherbergin og hlust- aði og hann heyrði ekki lengur hnjaskið á þakinu. „Þeir hafa einhverja ályktun- argáfu," hugsaði hann, „þeir hafa gert sér ljóst, að það er ekki auðvelt að brjótast hér inn. Þeir reyna einhvers staðar ann- ars staðar. Þeir eyða ekki leng- ur tíma á okkur." Þau borðuðu án þess að nokk- uð kæmi fyrir, en svo, þegar þau voru að taka af borðinu, heyrðu — VIKAN 46. tbl. þau nýtt hljóð, þekktar drunur, hljóð, sem þau könnuðust öll við og skildu. Konan leit á hann og bjart var yfir svip hennar. „Það eru flugvélar,“ sagði hún, „þeir hafa loksins sent flugvélar á móti fuglunum. Það var það, sem ég sagði allan tímann að þeir ættu að gera. Þær vinna á þeim. Eru þetta hríðskotabyssur? Heyrirðu í byssum?“ Það gat verið skothríð, sem heyrðist utan frá sjónum. Nat gat ekki dæmt um það. Stórar byssur sjóhersins kynnu að hafa einhver áhrif á fuglana á sjón- um, en mávarnir voru allir yfir landi núna. Þeir gátu ekki skotið á land vegna íbúanna. „Það er dásamlegt, finnst þér það ekki,“ sagði konan, „að heyra flugvélahljóðið?" Jill smitaðist af gleði hennar og hoppaði upp og niður með Johnny í fanginu. „Flugvélarnar ráða við fuglana. Flugvélarnar skjóta fuglana." „Hvað var þetta?“ spurði kon- an hans. „Eru þeir að kasta sprengjum á fuglana?" „Ég veit það ekki,“ svaraði Nat. „Ég held ekki.“ Hann vildi ekki segja henni, að hljóðið, sem þau höfðu heyrt, kom frá flugvél, sem var að hrapa. Þetta var áhættusöm ráð- stöfun frá hendi yfirvaldanna í því skyni að kanna ástandið, gerði hann ráð fyrir, en þeir hefðu mátt vita, að þetta var vonlaust, sama og senda menn- ina í opinn dauðann. Hvað máttu flugvélar sín gegn fuglum, sem flugu beint í hreyflana, hvað beið þeirra annað en að hrapa? Hann vissi að flugvélar mundu vera yfir öllu landinu, eins og hér. Þvílík bíræfni. Einhver á- hrifamaður hlaut að hafa misst alla dómgreind. „Hvert eru flugvélarnar fam- ar, pabbi?“ spurði Jill. „Aftur á flugvöllinn,“ sagði hann. Komið nú, það er kominn tími til að hátta.“ Það hafði ofan af fyrir kon- unni, að hátta börnin við eldinn, laga sængurfötin og hitt og þetta, meðan hann gekk aftur í öll herbergi hússins, til þess að full- vissa sig um að ekkert hefði losnað. Það heyrðist ekki leng- ur í flugvélum og engin skot- hríð glumdi við. „Hvílík sóun á mannslífum og vinnu,“ sagði Nat við sjálfan sig. „Það er ekki hægt að útrýma þeim með þessu. Það kostar of mikið. En það er þó til gas. Kannski reyna þeir að úða með gasi, sinnepsgasi. Okkur verður þá auðvitað gert viðvart fyrst. Allir fremstu sér- fræðingar hljóta að vera leggja á ráðin í kvöld.“ Þessi hugsun róaði hann. Hann sá fyrir sér vísindamenn, eðlis- fræðinga og verkfræðinga, alla þessa sem í stríðinu voru kall-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.