Vikan


Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 46

Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 46
máltíð, heldur aðeins láta hana falia á borðið eða á stólinn, er þér standið upp. Orðið „serví- etta“ ætti að vera algjörlega bannfært. f hreinskilni sagt, ætti kaval- erinn aldrei að sjá yður taka neitt upp af gólfinu. Hafi skeið, gaffall eða munnþurrka o.s.frv. fallið á gólfið, þá er það að réttu lagi þjónninn, sem á að taka það upp, fara með hlutinn á brott og færa yður annan (að sjálf- sögðu á þeim forsendum að hann sé ekki lengur hreinn og boð- legur, og það er rétt). En gerum nú ráð fyrir að arm- bandið yðar hafi runnið niður á gólf, án þess að nokkur veiti því athygli. Ættuð þér þá, þegar þér verðið þessa vör, að beygja yður og taka það upp? Alls ekki. Reynið að setja upp kvenlegan vandræðasvip, er þér lítið á ka- valera yðar, um leið og þér seg- ið: „Ó, þetta var slysalegt! . . . Ég hef víst misst ... „Og áður en þér hafið lokið setningunni, hefur hann, það getið þér verið viss um, staðið upp af stól sín- um og beygt sig eftir armband- inu. Reynið þetta, að yfirlögðu ráði. við heppilegt tækifæri. Gætið þess að sitja fallega til borðs. Ekkert er eins sárgrætilegt og að sjá stúlku gegnt sér við borð, alla í einum keng yfir diski sínum og borða eins og hún hefði ekki séð matarbita í heila viku. Samræður ættu að vera mjög í hðfi, á meðan verið er að borða. Það er allt annað en gaman að uppgötva, að þér ein sitjið yfir lítt snertum mat, þegar aðrir hafa lokið af sínum diskum, og þjónn- inn stendur reiðubúinn með næsta rétt. Ef þér sjáið að þetta hendir kavalera yðar, þá gætuð þér með lagni yfirtekið samræð- urnar, eða beðið með að ljúka af yðar diski. Eigi þetta við yður, forðizt þá að þiggja stóran skammt á disk- inn, eða viðbót, og eins mat, sem erfitt er að vinna. Forðizt þá fyrir alla muni, að velja þann rétt. Komizt að raun um það síðar, eða ef aðrir velja hann, veitið þá athygii hvernig þeir bera sig að, og öðlazt vit- neskju á þann hátt. Ef þér samt sem áður hafið fengið rétt á diskinn, sem er vð- ur nýnæmi, og þér eruð ekki viss um, hvernig eigi að bera sig að, tefjið þá tímann við að bera vín- glas yðar að vörunum eða brjóta brauðið, þar til þér sjáið aðra byrja. Ef þetta er ekki gerlegt, berið yður þá að samkvæmt því sem heilbrigð skynsemi ræður yður til og eftir því sem yður finnst ánægjulegast, og væntan- lega ratið þér þá, „næstum rétta leið.“ Stundum er ,,asparagus“ hafð- ur sem milliréttur, og þá borinn fram í heilum stönglum ásamt bráðnu smjöri til ídýfu. Við þennan rétt má nota fingurna. Þér takið um stöngulinn með hægri hendi og veltið toppendan- um í bráðna smjörinu á diski yð- ar og borðið eins mikinn hluta stöngulsins frá toppi, og yður finnst hæfilegt. Sannast sagt er það einkum græni toppurinn á „asparagusnum", sem talinn er lostætið. Þegar „asparagus“-topp- ar eru bornir fram, sem græn- meti til uppbótar, þá eru þeir borðaðir á sama hátt og hvert annað kálmeti. í sambandi við kjúklinga og annað fuglakjöt má segja, að gagnstæðar skoðanir ríkja um það, hvort það hæfi að taka upp bein méð fingrunum, til að ,,naga“ það. Sumir hirðsiðameist- arar fullyrða, að það sé „ekki hægt“. Aðrir fullyrða að slíkt sé eðlilegt. Mitt ráð er það, að þér getið leyft yður þetta, ef þér er- uð örugg um, að þér getið gert það svo eðlilega og faglega, að engum finnist það tiltakanlegt eða ókvenlegt. Undanskilin eru þau bein, sem smita af feiti eða eru á annan hátt óaðgengileg. Grænmetisneytanda, eins og mér, finnst þetta að sjálfsögðu alltaf óskemmtilegt tiltæki. Lokaorð min um þetta, og reyndar um marga aðra umdeilda siði, erú þau, að þér skylduð jafnan minnast þess að það er ekki alltaf, „hvað þér gerið“, sem skiptir máli, heldur, „hvernig þér gerið það“. LÁGSPENNA - LÍFS- HÆTTA. Framhald af bls. 27. inni. Að þessu sinni urðu allir verkfærir slökkviliðsmenn að taka sinn þátt í því, vegna þess að eldsvæðið var svo stórt og í mörg horn að líta, og margt að athuga og rannsaka. Fyrsta atriðið var að sjálfsögðu að slökkva til fullnustu í rúst- unum, en jafnframt höfðu menn augun opin til að bjarga þeim verðmætum, sem enn kynnu þar að leynast. Margir peningaskáp- ar höfðu verið í eldinum, og eigendur þeirra vonuðust til, að eitthvað væri í þeim heillegt ennþá. Það varð því að kæla þá, koma þeim á öruggan stað og afhenda réttum aðila, sem sá um að láta opna þá. Stundum fundust heilir eða heillegir hlutir undir föllnum húsum, sam höfðu af einhverjum ást'æðum sloppið við eyðandi mátt eldsins. Eitthvað hafði fall- ið ofan á þá og skýlt þeim, eða að þeir höfðu verio niðri í kjall- ara, sem fylltist af vatni áður en eldurinn náði þangað. Og svo var að leita að leifum Runólfs Steingrímssonar. Það er aldrei skemmtilegt verk að leita að líki í brunarúst- um. í þetta sinn var vitað, að lítil von væri að finna annað en brunnin bein, því eldurinn hafði lekið svo lengi og heitt um lík hans, áður en það féll með ris- hæðinni niður í glóðina fyrir neð- an. Þessvegna varð að fara mjög varlega að leitinni, skoða hvern brunninn hlut, sigta öskuna, þar sem von var á leifum hans, en það var í rauninni hvar sem var í rústum gisthússins. Og áður en hægt væri að hefja það verk, varð að kæla allt, og drepa hverja glóð, sem mundi áreiðanlega taka nokkra daga. Það getur líka verið hættu- legt verk að „ganga frá“. Hálf- brunnir veggir geta allt í einu tekið upp á því að hrynja, reyk- háfar standa einir og óstuddir hátt uppúr rústunum og gnæfa við himin. Þá þarf að fella, áður en þeir detta ofan á ein- hvern. Og hlaðnir eða steyptir veggir hafa misst allt hald og viðspyrnu, og geta fyrirvaralaust dreift sér yfir næsta nágrenni. Stundum detta menn ofan um hálfbrunnin gólf, niður kolaða stiga, og dæmi er þess, að mað- ur hafi dottið ofan í tunnu fulla af rauðri málningu upp undir hendur. Sá gat ekki farið út fyrir dyr í hálfan mánuð á eftir. í húsi Gunnars Gunnarssonar að Austurstræti 9 hafði verið kjötverzlun. Það var vestasta húsið, sem brann norðan við þá götu. Á sunnudagsmorguninn tóku menn eftir því, að einkennilega og sterka fýlu lagði úr kjallara þess, svo að varla var líft þar í næsta nágrenni. Húsið hafði hrunið ofan á kjallarann, en neðsta gólfið ekki fallið alveg, svo að hægt var að skríða inn í kjallarann inn um gluggaop. En það, sem bjargaði því, að eldurinn læsti sig lengra vestur í næsta hús, var að hlaðinn eldvarnarveggur var á gaflinum á þessu húsi, fast utan á stein- gafli næsta húss. Þessi hlaðni veggur stóð nú einn uppi og var farinn að hallast töluvert frá steinveggnum, sem hann hafði stuðzt við. Sigurbjörn Þorkelsson var staddur þarna nálægt, þegar Pétur Ingimundarson vara- slökkviliðsstjóra bar þar að. „Hvaða bölvuð fýla er þetta, sem kemur úr kjallaranum, Bjössi?“ — VIKAN 46. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.