Vikan


Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 49

Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 49
FRAMLEIÐUM: INNIHURÐIR ÚR: Eik Mahogany Tekki Oliveraski Hvítaski Frado Rósaviði (indverskum. Avodire ÚTIHURÐIR ÚR: Tekki Afromosia Afzelia Oregon Pine Þyljur með álímdum spæni á harðplötur og striga. Tökum að okkur innréttingar íbúða, stórverk og minni framkvæmdir. BYGGIR h.f. Sími 34069. — Reykjavík. var mild og róleg, þegar liann svaraði. „Ég gcri ráð fyrir þvi, já.“ „Þið — þið æfðuð?“ „Uhu.“ „Sagði hún, hvað hún ætlaði að borga þér?“ Edwin leit upp snögglega. Hafði hún einhvern veginn kom- izt að þvi, sem Jane Hudson liafði lofað honum um peninga? En það gat ekki verið .. . „Nei, nei, hún gerði það ekki.“ Við þetta kom bros fram á varir Del, óljóst, falskt bros. „Það er einkennilegt — að vita ekki, hvað maður á að fá borg- að — eða hvort maður á yfir- leitt nokkru sinni að fá ein- livern pening eða ekki. Spurðir þú hana ekki um það?“ „Mamma — Jesús minn! — ég er þreyttur.“ Brosið hvarf af andliti iienn- ar. „Ég fæ ekki skilið, hvers- vegna þú vilt ekki einu sinni ræða þetta við mig.“ „Ræða það! Ó, djöfullinn sjálf- ur!“ „Nei, heyrðu nú, engin blóts- yrði. Ég hef ekki kennt þér að blóta í uppeldinu.“ Edwin opnaði munninn en lokaði honum svo snögglega aft- ur eftir andartaks umhugsun. Del bandaði frá sér með hend- inni eins og í óvissu. „Ég lield, að þú ættir alls ekki að fara aftur til hennar.“ Jæja, nú byrjar hún aftur sama sönginn, sagði Edwin við sjálfan sig. Nú kemur það, sem hún hefur verið að geyma sér. Hann stundi þungan. „Hversvegna ekki?“ spurði haíin. „Þetta er atvinna, er það ekki?“ Nú varð þögn, meðan Del lagði hendurnar á borðbrúnina og strauk dúkinn þétt niður fyrir hana. „Þú manst, að ég hafði orð á því, að nafnið kæmi mér kunnuglega fyrir sjónir — Jane Hudson?“ „Já, livað um það?“ „Ég liafði vitanlega átt að muna þetta strax, en ]>að var ,<5v,o langt liðið, þú skilur. Jæja, ég skrapp fram í dag — heim- sótti hana Hazel — og ég nefndi :if tilviljun, svona meðan við vorum að rabba saman, að þú liefðir fengið vinnu hjá þessari íeikkonu. Og ég nefndi nafn hennar — .Tane Hudson. Jæja, þú hefðir átt að sjá andlitið á Hazel, þegar ég nefndi hana.“ Del leit á hann andartak, en svo leit hún undan aftur. „Jæja, ég spurði liana, livað að væri, og þá fór hún að rifja það upp fyrir okkur —- þú veizt, ])að var i þá daga, þegar við voruni báðar starfandi við kvikmynd- irnar — hún rifjaði upp allt, sem þá gerðist. . .“ Hún þagnaði, strauk dúkinn cnn fastar ei'tir borðbrúninni og horfði á, livern- ig brúnin markaðist i dúkinn. „Ég býst ekki við, að þú liafir hugmynd um, hver hún er í raun réttri, er það?“ Edwin starði á liana undr- andi. Þetta átti bersýnilega að vera enn meiri rosafrétt, en hann liafði gert ráð fyrir. „Jane Hudr son,“ sagði hann afdráttarlaust. „Hún er Jane Hudson. Það er að minnsta kosti áreiðanlegt, að hún kallar sig það.“ „Ó-já, sei-sei,“ sagði Del al- vörugefin, „en hún er systir Blanche Hudson líka — Blanchc Hudson, sem var svo mikil kvik- myndastjarna. Sagði hún þér það? Edwin gætti þess aftur, að engin svipbrigði sæi á andliti hans. „Þú veizt — hún er systir þessarar, sem varð fyrir svo ó- skaplegu slysi, þegar ferill henn- ar var i hámarki.“ „... Þegar ferill hennar var i hámarld.“ Edwin leit til himna i anda. Miskunnsami Guð, hvers- vegna þurfti liún alltaf að tala eins og blekbullari í ómerkilegu kvikmyndatimariti ? Blainclie Hudson — hann gerði ráð fyrir, að hann hefði einhvers staðar heyrt það nafn; það hljómaði falleg blússu og kjólaefni óvalt fyrirliggjandi Kr Þorvaldsson&Co Grettisgötu 6 Simi 24478 24730 eitthvað kunnuglega. „Nú, það var hún, sem gerði það •— sem gerði Blanche að aumingja. Jane Hudson, á ég við. Það var hún, sem gerði systur sína að máttlausum aum- ingja!“ Edwin starði á hana og undr- un hans var engin uppgerð. „Þetta var allt þaggað niður um þær mundir. Þeir hafa kann- ske lialdið, að einhver skurð- aðgerðanna, sem þeir reyndu við Blanche, gæti haft þau áhrif, að liún gæti gengið aftur — svo að liún gæti byrjað að leika á ný — og þeir vildu vitanlega ekki láta það komasl upp, að það hefði vcrið sjálf systir henn- ar, sem reyndi að drepa hana.“ „Drepa hana?“ spurði Edwin. „Þú átt við myrða hana?“ „Já, ég geri ráð fyrir, að það sé réttara," svaraði Del. „Það er raunar hið sama.“ „Hvað kom fyrir?“ Del liorfðist í augu við hann yfir borðið, og hún var harla ánægð yfir þvi, að henni hafði tekizt að vekja athygli hans svo fullkomlega. „Nú þetta byrjaði allt i einu af þessum stóru sam- kvæmum, þú veizt einu af þeim miklu Hollywood-samkvæmum, þar sein allt er fullt af kvik- myndafólki. Það var haldið heima lijá einhverjum voldug- um kvikmyndaframleiðanda, og það var mikið af fólki og allir fengu nóg að drekka og hvað eina. Svo mikið er víst, að Jane Hudson varð ofurölvi og fór strax að hegða sér eins og fif! — eins og hún gerði alltaf — hún var raunar fræg fyrir það —- en í þetta skipti fór víst þannig, geri ég ráð fyrir, aö Blanche komst að þeirri niður- stöðu, að nú gengi þetta ekki lengur svona, hún þyldi ekki að horfa lengur upp á systur sina þannig. Þeir segja, að liún liafi þrifið til hennar fyrir fram- an alla — að Blanche liafi grip- ið til Jane — og lnin hafi sagt henni að fara i kápuna, þvi að nú liéldu þær heim. Jæja, þetta var nógu illt út af fyrir sig. Þú getur bara hugs- að þér það. Þær fóru vitanlega í hár saman, rifust einhver ó- sköp, og þegar þær voru loks- ins komnar út úr húsinu og inn i bilinn, byrjuðu þær að rif- ast aftur. Jane var staðráðin i þvi að liún æki sjálf heim, og Blanche var staðráðin í því, að hún gerði það ekki. Svo fór þó um síðir, að Blanche lét undan — ég geri ráð fyrir, að það hafi einungis verið af þvi, að iienni þótti þetta svo leiðinlegt fyrir framan alla þessa áhorf- endur og hún hafi viljað kom- ast heim sem fyrst. Og svo — menn fréttu svo ekkert frekar til þeirra fyrr en næsta morg- VIKAN 46. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.