Vikan


Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 17

Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 17
í Hollywood spá menn því að Carol litla Lynley muni verða arftaki Monroe, Taylor og Garbo. Þessi unga kona með barnsandlitið er tuttugu og tveggja ára gömul, giftist sextán ára og er ný skilin. Ávöxturinn af því hjónabandi er Jill dóttir þeirra eins árs gömul. Carol Lynley hefur þegar leikið í fjölda mynda t. d. ,,Under the Yum Yum Tree4 og ,,The Cardinal“ sem talið er að séu þær beztu. Óskahlut- verk hennar er að fá að leika hlutverk á borð við Önnu Frank og Saint Joan. Æska hennar var mjög erfið móðir hennar giítist fimm sinnum og skildi jafn oft og var því Carol alltaf á flakki. Carol var snemma mikið pilta- gull einu sinni þegar hún var í skól- anum réðust að henni strákar tættu utan af henni fötin og reyndu að nauðga henni. Carol segir að þessu atviki muni hún aldrei gleyma. Hún er katólsk og er á móti svertingjum. Hennar aðal félagi um þessar mundir er Aga Khan og Carol þrætir ekki fyrir að eitthvr.ð muni kannski verða úr þessu hjá þeim. A Ameríska stúlkan Sue Lyon, sem lék eitt aðalhlutverkið í kvikmyndinni Lolita er ósköp venjuleg ung stúlka hún býr í Lcs Angeles ásamt móður sinni og bróður sem einnig er henn- ar bezti vinur, en faðir -hennar dó þegar hú.n var barn. Sue fer á fætur kl. átta á hverjum morgni gerir þá nokkrar leikfimisæfingar og fær sér síðan morgunmat. Síðan les hún yfir rullurnar sem hún á síðar um daginn að leika í kvikmynda- verinu.svo sendist hún gjarnan út í búðir fyrri mömmu sína og stundum straujar hún jafnvel af sér blússur og pils. Henn- ar uppáhalds íþrótt er að bregða sér á hestbak og fara í hjól- reiðatúra þegar tækifæri gefst frá kvikmyndavélunum. Hún fer sjaldan út að skemmta sér og kvöldstundunum ver hún gjarnan til lesturs. Tliomas Fritsc er aðal átrúnaðargoð ungu stúlknanna í Þýzkalandi um þessar mundir. Hann fær fjölda ástarbréfa daglega svo mörg að það liggur við að hann kafni í hvert skipti og pósturinn kemur. Thomas er nítján ára gamall og ákaflega fríður, ungur maður. Fæddur og uppalinn í Þýzkalandi, en hyggur á ferð til Hollywood von bráðar. Hann hefur leikið í nokkrum kvikmynd- um og þrjár þeirra eru þegar orðnar frægar þær heita: „DER GROSSE LIEBESREIGEN", „VOLLES HERZ UND LAUSBUBENGESCHICHTEN“ og „SCHWARZ-WEISSROTEN HIMM- ELBETT“. Hér sést hann ásamt Daliah Lavi sem lék með honum í kvikmyndinni „DER GROSSE LIEBESREIGEN”. Stella Stevens byrjaði stiörnugöngu sína árið 1953 en þá var fyrst tekið eftir henni því fólki fannst hún svo lík Harlow og Monroe. Hún giftist fimmtán ára gömul og varð móðir sextán ára og skildi sautján ára gömul, því hún sá að hún gæti haft gagn af sinni Monroe fegurð. Stella lítur ekki á hjónaband sitt neitt bitur, heldur aðeins sem mistök. Sonur hennar Andy er nú sex ára gamall. Stella hefur leikið í fjölda mörgum kvikmyndum, og nú sem stendur er hún að leika í kvikmyndinni „The Jean Harlow Story“, þar sem hún leikur aðalhlutverkið og næsta mynd hennar verður ,,70 Park Avenue“. Ég held segir Stella að mér muni takast að' gerast kvikmyndaleikkona. Mundu, segir Stella að nafn mitt er Stella og það þýðir stjarna, segir hún og hlær. A Franski leikarinn Garner Mac Kay, sem lék kaptein Troy í „Arabíu Lawrence“ er mjög eftirsóttur leikari um þessar mundir. Kvikmyndir, sem hann leikur í renna út eins og heitar lummur. Kvenþjóðin dáir hann og líkir honum við Apollo. Garner Mac Kay er sérkennilegur, ungur maður hann er 29 ára gamall með dökkt hár og brún aðlaðandi augu. Hann er 1,95 á hæð og grannur. Hann er ógiftur og lifir mjög reglubundnu lífi. Hann á cina dóttur sem er tveggja ára gömul og er hjá for- eldrum hans og bróður. Sjálfur býr Garner á hótel Ritz í París ásamt einkaritara sínum ungfrú Lee Hanne. Garner segir að það geti vel komið til greina að hann fari til Hollywood til að leika í Kvikmynd en það sé ekki fastákveð- ið ennþá. Uppáhalds bók hans er „Sjö ár í Tíbet".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.