Vikan


Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 19

Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 19
UNDIR FJDGUR — Ég er alveg að springa af fróðleik í dag —- Þær ættu ekki að vera í vand- ræðum með undirföt, allar konurnar hans Hassans annars í Marokkó, því það er óhætt að segja að Hassan hafi haft með sér kassann, þegar hann kom til New York núna fyrir skömmu. Hann fór í stutta heimsókn til Bandaríkjanna ásamt fylgdarliði, sem samanstóð aðeins af 25 nánustu vildarvinum og 45 öðrum vinum, sem fengu að fara með. Kóngur var að- eins ellefu daga í Nýju Jórvík og tókst á þeim tíma að eyða 780 þúsund döl- um, eða um 43 milljónum íslenzkra króna. Ein dýrasta og fínasta verzlunin þar í borg, „Saks“ á Fifth Avenue opnaði verzlunina sérstaklega fyrir hann og fylgdarlið á sunnudegi, og þar tókst honum að eyða 750 þúsund krónum á stuttum tíma, fyrir föt, kjóla, sportföt, ferðatöskur, undirföt og barnaföt. Síðan kom hann þangað aftur og aftur dag eftir dag, og verzlunin varð að Játa prenta fleiri pöntunarseðla í grænum hvelli. í bílaverzlun einni pantaði hann strax fimm kadiljáka af dýrustu gerð. „Fimm kadiljáka, yðar hátign?" spurði afgreiðslumaðurinn- „A-hem. . . já, fimm“ sagði kóngsi og strunsaði áfram. Þegar Hassan fór heim aftur, þurfti þrjá stóra vörubíla undir nauð- synlegan farangur — vörupantanirnar komu síðar. Einn blaðafulltrúi Hassans skýrði blöðunum frá því að þetta hefði verið „virðingarverð tilraun konungs til að endurgreiða hluta af fjárhagsaðstoð Bandaríkjanna til Marokkó, með ein- stakl ingsf r amtaki' ‘. Fínt fólk í Marokkó! En við erum engir eftirbátar á því sviði, frekar en öðrum. Að vísu kunnum við okkur hóf í öllum hlutum, og það er gott og vel. Látum okkur nægja eitt og eitt kokkteilpartý, og ég kann prýðilega vel við þau. Mun- ið eftir mér næst, þegar þið startið einhverju slíku. Það skeður líka oft margt skrýtið í kokkteilpartýum, eins og t. d. núna rétt fyrir helgina, þegar einn af betri borgurum bæjarins bauð til sín dáltlum hóp kunningja — hvort sem hann hafði nú löglegt tilefni eða ekki. Þegar allir voru mættir, þá gekk hann um og hellti óspart í glösin, og sagði svo stundarhátt, að þegar menn væru búnir úr glösunum, þá skyldu þeir bara kalla á meira, því nóg væri til. Hann hafði varla lokið við setn- inguna, þegar heyrðist kallað: „Valgarð, það er tómt glas hérna!“ Og hvað var í því?“ O— ég held nú bara að það hafi aðallega verið vatn . . . V‘ Hún er dagsönn, þessi. Og úr því að ég fór að minnast á vatn, — sem er leiðindadrykkur, þá dettur mér í hug ein, sem gerðist niðri á vatni: Þau voru á litlum árabát, þegar óveðrið skall á. Þrumur og eldingar gengu yfir og hann varð viti sínu fjær af skelfingu. „Guð minn góður!“ hrópaði hann „Ég lofa að hætta að reykja og drekka ef ég bjargast úr þessu. Ég lofa að hætta að blóta, lofa að. • „Þegiðu, Jón, og farðu að róa!“ hrópaði stúlkan snögglega „ef þú hættir ekki að lofa, lofa ég þér að lofa þér aldrei!" Ja — þetta kvenfólk. „Það er þó alltaf hægt að segja eitt gott um hana Jónínu", sagði karlinn „og það er að hún gerir mann glaðan hvert sem hún fer. . . fyrirgefðu, ég meina . . . hvenær, sem hún fer“. Ég gæti sagt ykkur sögur um kvenfólk stanzlaust í allan dag, ef ég fengi bara meira pláss. En það eru þessi endemis plássvandræði í Vik- unni, alltaf, að maður kemur hreint engu að. Við stækkum og stækkum en alltaf er sama sagan. . . Jæja, við verðum víst að bíða þangað til næst. „Ég vann einu sinni á Grettis- götunni ásamt nokkrum öðrum strák- um, sem voru alveg stórkostlegir prakkarar. Þetta var á annarri hæð í húsi, en beint á móti var skósmiður í kjallaranum. Síminn hjá honum var í glugganum, svo við gátum alltaf séð þegar hann var að tala í símann. Einu sinni hringdi einn strák- anna til hans: „Já, þetta er á Póst- húsinu. Er hann Þorvaldur staddur þarna?“ „Það er enginn Þorvaldur hér.“ „Ef hann kemur þarna, viltu þá segja honum að hringja hingað niður- eftir?“ „Ha ... já. Ég skal gera það.“ Nokkru síðar hringdi annar, og við sáum þegar skósmiðurinn svaraði í símann. „Er hann Þorvaldur þarna?“ „Nei, Þorvaldur er ekki hér.“ „Ef hann Þorvaldur kemur, viltu þá segja honum að ég hafi hringt. Ég hringi aftur seinna." — og skellti á. Enn síðar hringdi ég og sagði: ,,Já, þetta er Busi. Er hann Þorvaldur staddur þarna ... ?“ Nei, hvaða ...“ „Viltu biðja hann um að taka skóna mína hjá þér, þegar hann kem- ur .. . ? — og hringdi af. Svo hringdi einn enn: „Já, þétta er Þorvaldur. Hefur nokkur hringt til mín á meðan ég var úti?“ „Já, komdu blessaður. Það hef- ur ekki staðið síminn. . . HVAÐA HELVÍTIS ÞORVALDUR ER ÞETTA EIGINLEGA?!!!“ „Öðru sinni —- sagði Ragnar „vissum við að verkstjórinn hjá okk- ur ætlaði í ægilega fínt selskap um kvöldið, í kjól og hvítt og fínt, fínt. Svörtu skórnir hans voru orðnir sóla- lausir og hann fór með þá til skó- smiðsins til að láta sóla þá. Skósmið- urinn var ekki við, svo hann festi miða á skóna: „Viltu sóla þá fyrir mig í.hvelli. Kem og sæki þá klukkan 5.“ Verkstjórinn var varla farinn út, þegar einn strákanna fór niður, tók miðann og setti annan í staðinn: „Viltu setja fótboltatappa undir skóna fyrir mig. Sæki þá klukkan 5.“ Ég læt ykkur eftir að gera ykk- ur í hugarlund svipinn á þeim báðum klukkan 5, þegar allt komst upp. VIKAN 48, tb). — JQj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.