Vikan


Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 21

Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 21
Kvöldið var unaðslegt, eilítil skýjadrög yfir Snæfellsnesi. KRISTMANN GUÐMUNDSSON son, brosti eilítið og sagði vin- gjarniega: „Heilsaðu Betu frá ' mér; ég vona að ég fái að koma í brúðkaupið ykkar; þú skalt fá ; heilan kassa af wiský frá mér í brúðargjöf.“ | Sálfræðinguirnn tautaði nokk- ur blótsyrði, en það var enginn safi í þeim. Sigtryggur Háfells gekk hratt eftir götunni, án þess að vita : hvert hann var að fara. Aður en varði var hann kominn alla leið vestur á Kvisthaga, og eins og ósjálfrátt nam hann staðar fyrir utan húsið, þar sem Lóa Dalberg bjó. „Ég skrepp inn til hennar,/1 sagði hann við sjálfan sig. „Það er alltaf hressandi að tala við stelpugreyið. Nú er ekki eftir nema hálfur' annar tími þangað til að ég get farið til Ásu, og á meðan er rétt að ég seti hjá heimsdömunni okkar“. XXXI. Ása Sigurlinnadóttir gekk líkt og í svefni þessa daga. Um nætur gat hún aftur á móti ekki sofið. Hún var svo þjáð af hugaróró að hún minntist þess ekki að henni hafði nokkru sinni á mv- inni liðið verr. Jafnvel Hannes bróðir hennar sem oftast virt- ist dálítið viðutan og lifði í sín- um eigin draumaheimi, varð þessa var. „Gengur eitthvað að þér, systir kær?/‘ sagði hann, er þau sátu yfir hádegisverðinum á föstudag. „Mér sýnist þú vera eitthvað öðruvísi en þú átt að þér?“ „Það er alit í lagi með mig“, svaraði Ása frekar spunastutt. „Jæja, það er gott að heyra/‘. Bróðrinn brosti til hennar, og eftir það þögðu þau bæði meðan á máltíðinni stóð. Tíminn var í senn lengi og fljótur að líða. Því nær sem kvöldið kom, því meira kveið hún því, sem ekki varð umflúið. Og þegar hún loks hafði lokað búðinni, þaut hún inn á herbergi sitt, læsti að sér og fleygði sér á grúfu í rúmið sitt. „Ég get það ekki — get það ekki — get það ekki!“ hvíslaði hún niður í kodd- ann, og það var ekki í röddinni. - - Henni þótti vænt um Sigtrygg Háfells og hún vildi ógjarnan missa hann sem vin. En að gift- ast honum, vera kona hans allt iífið til elliára, þar til dauðinn aðskildi þau — það var hræði- leg tilhugsun! „Hvers vegna — hvers vegna er það s.vona hræðilegt?“ spurði hún sjálfa sig í hálfum hljóðum. „Ég hef í rauninni ekkert á móti því að kyssa hann, og mér leið vel, þegar ég sat við hliðina á honum — hvað er það þá? Er ég bara svona mikill asni? Er ég kannski ekki einu sinni nor- mal kvenmaður? Hvað gengur að mér? Þetta er ágætis maður í alla staði, myndarlegur, hraust- ur, hreinn og beinn, hefur góða framkomu og er oft skemmti- legur —; hvers óska ég meir? Ég hlýt bara að vera eitthvað skrítin. — Segjum nú að þetta væri einhver annar — en hver? Gæti ég hugsað mér að giftast einhverjum öðrum — til dæmis honum Herjólfi B. Hanssyni?/* Það setti að henni krampakennd- an hlátur við tilhugsunina, sem endaði með því að augu hennar fylltust tárum. „Eða þá honum Bergi?“ hélt hún áfram. í sam bili losnaði gráturinn, sem hafði verið að brjótast um í brjósti hennar alla þessa daga, síðan hún kom heim. Hún grúfði sig niður í koddann, og grét sárt og lengi, með þungum ekka. Það var ósköp gott, það var blátt á- fram sæla. Og meðan hún grét, var sem heiðskýr morgunn tæki að ljóma yfir huga hennar. Það hreint og beint söng og ómaði gegnum hana alla: Já! Bergi Þorsteinssyni gæti hún vel hugs- að sér að giftast! Bergi Þorsteins- syni vildi hún giftast! Bergur Þorsteinsson var eini maðurinn í öllum heiminum, sem hún gat hugsað sér að giftast! En — hann var bezti vinur Sigtryggs Há- fells! Og að nýju setti að henni þungan grát. Loks var sem eitthvað tæki að hvísla í eyrað á henni: Hann fer að koma, hann getur komið á hverri stundu,' þú verður að taka ákvörðun strax! Og skyndilega þaut hún á fætur, strauk fram- an úr sér tárin, púðraði á sér nefið, setti ofurlítinnn lit á var- irnar, snaraðist í kápu og þaut fram í stofu til móður sinnar. Hún tók um hálsinn á spá- konunni, lagði vanga sinn við vanga hennar og hvíslaði: „Segðu honum Sigtryggi, þegar hann kemur, að ég biðji hann að fyrir- gefa mér — en ég geti það ekki, geti ekki gifst honum! Biddu hann að reyna að fyrirgefa okkur Bergi“. f sömu andrá var hún horfin, spákonan heyrði hurðina skella á eftir henni, glamrið í skóhæl- unum hennar á stéttinni og síð- an ekkert meir. En Ása Sigurlinnadóttir hljóp sem leið lá niður á næstu bif- reiðastöð og pantaði bíl. Bílstjór- inn hélt að hún væri kennd, því að hún talaði svo hratt og var svo undarleg á svipinn. „Upp að Reykjum í Mosfells- sveit!“ sagði hún andstutt af á- kafanum. „Akið eins hratt og þér getði — stanzið við bílið hans Bergs Þorsteinssonar!“ Kvöldið var unaðslegt, eilítil skýjadrög yfir Snæfellsnesi, sólin var vesturhallt yfir jökl- inum og átti langa leið ófarna í næturstað, speglar Faxaflóans ó- brotnir og lítilsháttar hillingar við hafsbrún í vestrinu. Bergur garðyrkjumaður hafði lokið starfi sínu og labbaði nú í hægðum sínum upp hæðina fyr- ir ofan býlið. Efst uppi settist hann á stein og tók að horfa vest- uryfir. Svipur hans var rósamur að vanda, en í augunum ofurlít- ill skuggi af hryggð. Hann sá ekki bílinn er stöðvaðist við hlið- ið hans, sá heldur ekki í fyrstu stúlkuna, er gekk hratt upp brekkuna til móts við hann. Hún átti bara nokkur skref ófarin til hans þegar hann varð henn- ar var. Þau horfðu hvort á ann- að litla stund, og ljóminn í aug- um þeirra beggja sagði allt, er segja þurfti, sagði miklu meir en nokkur orð geta túlkað. XXXII. Þegar Lóa Dalberg opnaði dyr sínar fyrir Sigtryggi Háfells, sá hann enn einu sinni það sam- bland af undrun, angurværð og tærum hreinleika, er auðkenndi svip þessarar stúlku, þegar hún- Framhald á bls. 52. VIKAN 48. tbl. — 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.