Vikan


Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 22

Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 22
Það var mollulegur vordagur, og hitinn var allt í einu orðinn eins og um mitt sumar Sólin hellti brennheitum geislum yfir garða og götur. — Flegg og vinum hans fannst þeir vera að kafna í þykkum vetrarfötunum. Nýútsprungið lauf- ið var svo skærgrænt, að glýju sló á augu þeirra, loftið virtist næstum klístrugt af sterkum ilmi brumsins. Frosnar vetrartilfinningar byrjuðu að þiðna — stúlkurnar kvörtuðu um höfuðverk — og hugsanirnar urðu eirðarlausar og óþægilegar eins og ullarfötin við húðina. Þau höfðu gengið út úr skemmtigarð- inum gegnum hlið á bakhliðinni og út í borgarhluta með þröngum götum. Húsin voru gömul og lítil, nokkur þeirra komin að hruni, göturnar stuttar og steinlagðar, gangstéttarn- ar mjóar, en benzíntankur og nokkr- ar tóbaksbúðir gáfu umhverfinu svolítinn lit — þetta var jaðar iðn- aðarhverfis lengra í burtu. f fyrstu var eins og þöglar og auðar göturn- ar veittu þeim meiri hvíld en skemmtigarðurinn, en brátt varð loftið, mettað af tígulsteinsryki, skrælnuð steinþrepin og allur þurrkurinn óþolandi. Svo komu þau út úr húsaþyrpingunni og bak- grunnurinn opnaðist skyndilega út að auðu svæði í kringum gamla gasstöð, sem ekki var lengur í notkun, og Flegg og vinir hans urðu því fegnir að sjá aftur grænan lit á brenninetlum og þistlum, sem uxu þar innan um járnarusl og tígul- steinabrot. Þau gengu út á autt svæðið, stúlk- urnar tvær og Flegg og tveir aðrir piltar, og brátt voru þau komin að gasgeyminum. Hann var eina heila byggingin innan um rústirnar í kring, og hann gnæfði hátt yfir öll hús í margra metra fjarlægð. Þau fóru að kasta tígulsteinum á ryðg- aðar hliðar hans Ryðið flagnaði af í stórum flög- um og það buldi drungalega í járn- inu. Flegg, sem langaði til að ganga í augun, á dökkhærðu stúlkunni, byrjaði að kasta steinum hærra en hinir. Hann kastaði þeim líka í boga, til að sýna að hann þekkti dálítið til handsprengjukasta og reyndi að láta einkennisbúninginn, sem hann aldrei hafði átt eða búizt, varpa ljóma á sig. Hann fann að stúlkan horfði á axlir hans og rétti um leið úr þeim. Hún var með svört augu, óskyggð undir stuttum, gal- opnum augnalokum, snör eins og 22 — VIKAN 48. tbl. stráksaugu; varirnar náðu varla yfir stórar og óreglulegar tennumar, svo að venjulega virtist hún vera brosandi; hún hrukkaði ennið sífellt. — Flegg líkaði vel við alvar- legan og hugsandi svip hennar. Yfirleitt virt- ist hún vera alvarleg stúlka, sem kynni að meta duglegan mann. Nú hnyklaði hún augnabrúnirnar og hrópaði: -— En ef þú getur ekki klifrað jafn hátt og þú kastar! Nú hófust alls konar ertingar og ögranir, sem í byrjun eru meinlaust gaman, en geta orðið að þrjózkufullum æsingi, ef tekið er alvarlega. — Það liggur í augum uppi, að hann get- ur það ekki, hann getur ekki klifrað hæð sína! öskraði þriðji pilturinn. Flegg sneri sér þóttalega frá honum og sá þá, að stúlkan endurtók ögrunina og hló og benti upp eftir geyminum. Öllum leið orðið illa. Svo kallaði þriðji pilturinn strax aftur: — Það liggur í augum uppi að hann getur það ekki, fjárinn hafi það! Flegg hafði svarað: — Get hæglega klifrað hvert sem vera skal. Það hafði stúlkan sagt: — Klifraðu þá upp á gasgeyminn. Og hann hafði svarað: —• Ekkert er auðveldara. Stúlkan hélt áfram, eins og það væri henni óviðráðanlegt, og nú -kom hún allt í einu fram með þá uppástungu, sem gerði þetta allt að alvöru. — Nú, klifraðu þá upp! Hérna, hnýttu vasaklútnum mínum á toppinn! Dragðu fána minn að hún þarna uppi! Hingað til, og jafnvel ennþá, hafði Flegg verið undankomu auðið. Honum datt í hug, að hann gæti slegið þessu öllu frá sér með hlátri, eins og hverju öðru gamni, en andlit stúlkunnar var móðursjúkt af æsingu — hún reri fram og aftur og klappaði saman hönd- unum — og þetta gerði Flegg ringlaðan. Hann fór að stama í leit að réttum orðum, en gat ekki fundið þau. Hann mátti ekki láta þau verða vör við hikið. Þess vegna sagði hann: Þá er að leggja á brattann! Og svo sneri hann sér að gasgeyminum. Þegar á allt var litið var hann ekki svo ýkjahár. Þetta gat varla talizt með hærri gasgeymum, pallurinn efst uppi var í svip- aðri hæð og þakrennan á fimm eða sex hæða húsi. Hingað til hafði Flegg séð geym- inn sem hrúgu af járnarusli, en nú birtist honum hvert smáatriði í skörpu Ijósi. Hann athugaði hann gaumgæfilega, stærðina og hve öruggur hann gæti talizt, skoðaði brúnar og ryðgaðar járnplöturnar, dældirnar hér og þar og rimlastigana, sem læstu sig upp eftir rauðum járnhliðunum. Stigarnir voru tveir, annar var ekkert ann- að en þrep, sem lágu lóðrétt upp hliðina, aðeins fest með klossum á endunum, og svo hinn, sem lá eins og krákustígur og hafði hand- fang við aðra hliðina. Sá hlaut að hafa verið settur síðar í stað lóðrétta rimlastigans, sem var óþarflega erfiður uppgöngu, enda sást að hann var ekki lengur notaður, því að neðstu fimm eða sex metrarnir voru brotnir frá. Það var augsjáanlega verið að mála geyminn, því að laus stigi stóð upp með veggnum að lóðrétta rimlastiganum og náði að neðri enda hans. Flegg rannsakaði í skyndi hvort tréstiginn stæði ör- uggur á jörðinni, leit svo á efri enda hans —- og síðan á rimlastigann alla leið upp og reyndi að koma auga á hvort rimlarnir væru nokkurs staðar ónýtir. Meðan hann renndi augunum yfir þetta allt saman, hélt hann áfram að færa sig nær geym- inum. Hann var neyddur til þess, og þótt hann með vilja gengi mjög hægt til þess að sýnast áhyggjulaus, visái hann að hann mátti ekki hika. Piltarnir tveir og stúlkan hans hrópuðu eggj- unarorð bak við hann. Hin stúlkan hafði allan tímann þangað, hún var þegar orðin hrædd og henni fannst sökin vera sín — þó að hún hefði ekkert gért til þess og ekki sagt orð. Nú tuggði hún tyggigúmmí af mikilli ástríðu, en það kom í veg fyrir að kjálkarnir færu að titra. Allt í einu urðu hrópin hærri og æstari. Flegg hafði aðeins beygt á leið að krákustiganum. — Hvað hugsarðu þér? Þú ætlar þó ekki upp þessi barnalega auðveldu þrep? Flegg beygði aftur það litla sem því nam að leið hans lægi beint að lóðrétta stiganum. — Hver hefur hugsað sér að fara upp hinn stigann? öskraði hann. Bak við hann glumdu köllin enn við. Nú gerði Flegg sér loks Ijóst, að hér varð engrar undankomu auðið. Hann varð að klifra upp eftir gasgeyminum eftir lóðrétta rimlastig- anum. Þegar þessu var nú slegið föstu, hvarf honum allur ótti. Hann rétti úr bakinu og fannst nú allt í einu að þetta væri ekki svo stórkost- leg raun. Þegar allt kemur til alls, er þetta alls ekki svo hátt. Þetta er ekkert til að vera hræddur við. Á hverjum einasta degi fara hundruð manna upp slíka rimlastiga og enginn þeirra dettur, stigamir eru sjálfsagt eins vand- lega gerðir og húsin? Innra með sér fór hann að hlæja að því, hve hræddur hann hafði ver- ið áðan. Nú hljóp líka stúlkan fram með vasa- klútinn og rétti honum. Þegar augu hennar kipruðust saman í brosi, sá hann að brosið var ekki lengur illkvitnislegt og háðslegt, heldur blíðlega með votti af uppörvun og jafnvel að- dáun. — Hér er fáninn, sagði hún. Svo bætti hún við: — Heyrðu — þú þarft reyndar ekki að gera þetta. Ég trúi þér samt. En þetta kom of seint. Flegg hafði ákveðið að klifra upp, það var þegar orðin staðreynd og hann fann orðið til eggjandi hita sigursins. Hann tók við vasaklútnum, kastaði fingurkossi til stúlkunnar og hljóp upp neðstu þrep stigans. Málarastiginn stóð með þægilegum halla, en engu að síður var Flegg ekki kominn hærra en um þrjá metra, — svipað og efri glugga- Framhald á bls. 34.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.