Vikan


Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 34

Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 34
■hgttftJMfe ÉitÍPPlv ^ :; \ \> |ÉÉlSraN f(ͧÉ< á|ll||l| ÍfflIPI WW$* ^0mmm %-f-Wí MHffiÍÍÍ^ lllllllálik 'íéMy mmmm P$M^MWWí&. mMymmsm 'pMMM, W^gMUi Nú er rétti tíniiitn FRAKKAR * HRTTRR ORVALSVORUR til að kaupa hátíðafötin Nýjustu sniðin - Beztu efnin Giæsilegra úrval en nokkru sinni fyrr. * PEYSUR SKYRTUR LÓÐRÉTTI RIMLASTIGINN FRAMHALD AF BLS. 22. karir.ur á fyrstu hæð húss — þegar hann fór sér hægar, hætti að hlaupa, tók fastar í rimlana fyrir ofan sig og setti fæturna varlegar á ósýnilega rimlana fvr- ir neðan. Þó að hann væri ekki enh farinn að sjá, hve langt hann var frá jörðinni, fann hann það ósjálfrátt að hann var kominn úr eðlilegri hæð og að milli hans og jarðarinnar, sem fjarlægðist smátt og smátt, var nú ekkert annað en veikbyggðar trétröpp- ur. Honum fannst hann ekki hafa neitt stöðugt til að halda sér að, en þó hefði hann aiveg eins getað staðið á neðsta þrepi stigans hvað því viðvék, að hann horfði á járnplöturnar fyrir framan sig, eins og hann hafði gera í upphafi. Þessi hæðartil- finning varð svo sterk, að hann átti fullt í fangi með að halda jafnvæginu og hver vöðvi líkam- ans var óeðlilega strengdur. Þetta var ekki óþægileg tilfinn- ing, þvert á móti naut hann þess að glím,a við að hafa vald á hverri hreyfingu. Hann fetaði sig með jöfnum hraða að efsta þrepi tréstigans og var nú kominn að járnrimlunum. Hér hafði Flegg stanzað andar- tak. Hann hallaði hnjánum að síðustu þrepum tréstigans, sem nú virtist svo öruggur og þægi- legur, og greip með báðum hönd- um um járnstengurnar, sem lágu lóðrétt upp sítt hvorum megin. Hnén hvíldu notalega við hlý- legan viðinn, en hendurnar þreifuðu á köldu og hörðu járn- inu. Ryðið molnaði af og þyrlað- ist í rauðum mekki í kringum hann; stór skella losnaði og datt niður á andlit hans, þegar hann leit upp. Hann ætlaði að þurrka hana burt, en honum til undr- unar varð sú ákvörðun að lúta í læ^ra halda fyrir því ógnarafli, sem hélt höndum hans föstum við járnstengurnar. Höndin var eins og blýföst við járnið og hann varð að hrista af sér ryð- flöguna með því að kasta t;l höfðinu. Meira að segja þessi litla hreyfing var nærri búin að koma honum úr jafnvægi og ma?i hans kipptist saman af hræðslu. Hann þrýsti hnjánum fastar að viðnum, og þótt ha.nn þvingaði sjálfan sig til að hlæja að þessari skyndilegu hræðslu, svo að hann næði aftur nokkru jafnvægi, þá vildu hnén ekki sleppa taki sínu á viðnum, þau hrópuðu á öryggi. Allt þetta hafði ekki tekið nema örstutta stund og nú tók hann föstu taki um járnkrókana og fann að þeir sátu tryggilega fastir. Að neðan heyrðust strjál hróp drengjanna.En stúlkan var hætt að kalla — að öllum líkindum horfði hún á hvert skref hans með aðdáun. Hann sá aftur fyrir sér þegar hún hrukkaði ennið og gerði stút á munninn, og við það jókst honum kraftur og hann tók fastar í slána. En nú fannst hon- um köllin fara að verða einkenni- lega ógréinileg, eins og þau kæmu úr fjarlægð. Hann vissi ekki hvers vegna, en í þessari hæð vaf hann kominn upp í kaldara loft og nú fann hann fyrst léttan andvara. Hann leit niður. Félagar hans virtust ein- kennilega litlir. Það var eins og líkamar þeirra væru horfnir og aðeins andlitin, sem horfðu upp, væru eftir. Hann langaði til að veifa til þess að sýna kæruleysi sitt, en fann sér til vonbrigða, að hendur hans neituðu að sleppa taki sínu. Hann sneri sér aftur að þrepunum, og nú hvarf bros- ið af vörum hans. Hann kyngdi munnvatmnu og hélt áfram að fikra sig hægt upp á við. Hann var kominn upp tíu rimla í járnstiganum, þegar hendurnar fóru að verða rakar, og þá fann hann skyndilega, að hann var dauðhræddur. Hræðsl- an hafði ekki komið yfir hann smám saman, heldur allt í einu og ofsalega. Hann gat ekki lokað augunum fyrir því lengur, allur líkami hans játaði það. Hendurn- ar gripu um teinana með krampakenndu taki, þær voru svo krepptar, að þær titruðu, eins og taugarnar í þeim hefðu verið svo lengi strengdar að loks hefðu þær brostið. Fæturnir stigu ekki lengur rólega á rimlana, heldur þreifuðu sig hræðslulega eftir þeim og svo var eins og þeir límdust við járnið. Á þennan hátt missti líkaminn mikið af jafn- vægi sínu; taugarnar og vöðv- arnir í þessum tveimur fótum og tveimur höndum virtust vinna óháðar hvort öðru, hreyfingarn- ar voru ekki lengur í samræmi við hreyfingar líkamans, heldur einhverjir ólögulegir kippir eins og frá vansköpuðum limum. Stutta stund stóð honum ljós- lifandi fyrir hugskotsjónum kvöldstund í barnaherberginu endur fyrir löngu. Hann hafði vaknað og séð, að gluggarnir voru uppljómaðir, eins og þeir endurköstuðu einhverju af kaldri birtu mánans. En þeir lýstu ekki aðeins af birtu, heldur af ein- hverri víðáttu. Gluggarúðurnar virtust spegla eilífðina. Hann hafði klifrað upp úr rúminu og upp í stól, sem stóð við glugg- ann. Úti fyrir var víðáttan og ekkert annað, endalaus geimur; en samt var þetta ekki óeðlilegt, því að rökrétt hugsun hans hafði brátt sett vissa mynd á þennan óhugsandi óendanleika — hann hafði gert hann að óendanlegu vatni. Undarlegur, kyrr vatns- flötur svo langt sem augað eygði. — V I K A N 48. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.