Vikan


Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 35

Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 35
Tennisvöllurinn og húsið í ná- grenninu voru horfin; þau voru sokkin í vatnið, allt í kring var slétt og hreyfingarlaust vatn, alla Ieið að sjóndeildarhringnum. Vatnið smaug þögult upp að veggjum hússins og gljáði og blikaði dökkt í ósýnilegu tungls- ljósi, það leyndi stóru, leyndar- dómsfullu spennunni undir svörtu og lygnu yfirborðinu. Þetta vatn seiddi hann til sín, hann ætlaði að hoppa niður í það frá glugganum, velta sér í því og láta höfuðið sökkva hægt í djúpið. En hann sat of hátt. Hann sat einmana og óendanlega hátt uppi, svo að vatnið var eins og lítil mynd fyrir neðan, eins og allt í herberginu hafði orðið svo lítið og fjarlægt stundu seinna, þegar hann var veikur og með óráðshita. Einmana í litlum glugganum hafði hann orðið hræddur af auðninni, sem um- lukti hann, ekkert nema himinn og vatn og brúnir steinveggir hússins; hann hafði verið hrædd- ur, en samt hafði óttinn og þrá- in togað hann niður á við. Þá hafoi flutningaskip siglt framhjá. Hann hafði vaknað, bjargazt þegar skipið birtist. Uppi í stiganum vonaði hann nú, að eitthvað álíka stórt og stöðugt kæmi og bjargaði honum. T'u rimlum hærra fór hann að svitna miklu meira. Vott ryðið rann af höndum hans, læri hans skulfu að innanverðu. Ryðskella datt aftur á enni hans og festist þar í svitanum. Hann var likam- lega örmagna. Angistin lamaði styrk hans og óeðlileg staða lík- amans krafðist mikillar orku og áreynslu. Á útréttum handleggj- unum hvíldi mestur líkamsþung- inn. Hver vöðvi var sár og aum- ur. Líkaminn varð þyngri við hvert skref upp á við, þungi, sem handleggirnir urðu að bera, eins og poka fullan af blýi. Fæt- urnir voru ekki lengur stöðugir, allir vöðvar þeirra virtust hafa nóg að gera við að þrýsta sér sem fastast að rimlunum. Það var snarpur vindur þarna uppi. Hann blés út jakkann hans, hann þaut óhugnanlsga í víðáttunni allt í kringum hann. Líttu ekki niður, hvíslaði blóðið í æðum gagnaug- ans, horfðu ekki niður, í guðs almáttugs bænum, horfðu ekki niður! Þegar Flegg hafði farið upp þrjá fjórðu hluta geymisins og meira en fimmtán metrar voru til jarðar, varð hann viti sínu fjær af skelfingu. hann gat ekki hugsað um annað en komast sem fyrst niður. Ekkert annað var nokkurs virði. Hann hætti að klifra og hélt sér dauðahaldi í stigann. Um leið leit hann var- lega niður, fyrst á næsta rimil fyrir neðan sig, svo að sýnin birtist honum ekki of snögglega, síðan á þann næsta og svo niður — alla leið niður á jörðina. Hann leit í flýti upp aftur. Hann þrýsti sér upp að rimlun- um. Augu hans. fylltust af tár- um og andartak svimaði hann ofsalega. Hann lokaði augunum og reyndi að útiloka umhverfið, en opnaði þau strax aftur af ótta við að eitthvað mundi koma fyr- ir. Hann varð að hafa gætur á höndunum, á rimlunum og meira að segja ryðguðum járnplötun- um, ekkert mátti fara framhjá honum, festingin gat bilað, bygg- ingin oltið um koll. Það sem hann átti eftir af heilbrigðri skynsemi. sagði honum þó, að gasgeymirinn hefði staðið þarna árum saman og hann væri sjálfsagt enn jafn- stöðugur, en honum fannst, að sú stund kynni að vera runnin upp á ævi- þessarar byggingar, að minnsta vindhviða gæti feykt henni um koll, eitthvað losnaði og allt mundi hrynja með braki og brestum niður á jörðina. Myndin varð svo lifandi fyrir hugskotssjónum hans, að honum fannst járnplatan þegar vera far- in að bogna undan öllum þunga geymisins. Jörðin var komin í órafjar- lægð, hæðin stóð ekki lengur í neinu hlutfalli við þá vegalencd, sem hann hafði klifrað. Það gat verið að frá jörðu séð væri hæð- in ekki stórkostleg. En þegar hann horfði niður, var hún marg- föld. Sjálfur virtist hann orðinn minni og hékk nú þarna eins og barn í óendanlegri ryðeyðimörk. Þessi undarlega tilfinning gerði hann óstyrkari en hræðsl- an við að hrapa. Einmanakennd- in varð yfirþyrmandi. Allt varð einkennilega torkennilegt. 1 tómu loftinu með vindinn blás- andi allt í kring fannst honum hann verða innilokaður. Skjálf- andi og móður, því að honum fannst hann vera að klofna, byrj- aði hann á niðurgöngunni.. . Einhver læti voru niðri á jörð- inni. Óp og köll bárust upp til hans. Skýrast heyrði hann rödd stúlkunnar, sem hingað til hafði verið þögul.Hún veinaði hátt, það var óp, sem smaug í gegnum merg og bein, eins og það kæmi frá særðum mávi. — Setjið hann aftur, setjið hann aftur, setjið hann aftur á sinn stað! heyrðist honum hún hrópa. Flegg hélt að hún væri að vara hann við ein- hverri hættu, sem aðeins sæist af jörðu. Hann tók föstu taki um slána og leit niður í brot úr sek- úndu — en á þeim tíma hafði hann séð nóg. Hann sá þöglu stúlkuna æpa og benda á enda járnstigans. Hann sá hin í kring- um hana, æst og talandi. Hann sá, að hún hafði í raun og veru kallað: „Setjið hann aftur“. Og nú sá hann hvað orðin þýddu — einhver hafði tekið burt mál- arastigann. Hann lá á jörðinni, hvítur eins og barn hefði teiknað hann þarna. Strákarnir hlutu að hafa séð hann stíga fyrsta skrefið niður, og þá höfðu þeir, annað og, [acir aer c)xc). eixix j:eg,anií Þrjú skref til að auka og vernda ungleika húðarinnar — eingöngu Yardley. — 1. Djúpt hreinsandi krem; 2. Frískandi andlitsvatn, sem gefur húðinni unglegan blæ; 3. Næringarkrem, sem gerir húðina heilbrigða og silkimjúka; Síðan — lítið í spegil og sjáið hinn undraverða árangur. Fyrlr venjulega og jnirra húð: Dry Skin Cleansing Cream. Skin Freshner. Vitamin Food. Fyrir feita húð: Liquefying Cleansing Cream. Astringent Lotion. Vitamin skin Food. YARDLEY TIL AUKINS YNDISÞOKKA GLOPIJS h.f. Vatnsstíg 3, - sími 11555 VXKAN 48. tbl. — gg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.