Vikan


Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 43

Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 43
Snyrtivörudeild Snyrtivörur frá viÖurkenndum verksmiðjum: INNOXA ORLANE CUTEX SAN SOUCIS REVLON * Síella Dömudeild Undirfatnaður Blússur Sloppar Nælonsokkar Bankastræti 3 CORD FRAMHALD AF BLS. 38. telur sig ekki geta staðið undir því að hafa viðgerðaþjónustu hér og þar um öll Bandaríkin, né heldur varahlutaþjónustu. Hann telur því mikilvægt, að eigendur Cord geti auðveldlega fengið varahluti frá stærstu bílafyrirtækjunum, sem hvort sem er hafa varahlutaþjónustu um allt, og hverjum bíl mun fylgja pési með upplýsingum um það, hvað sé frá hverjum, en þar að auki verður hægt að fá vara- hluti frá Aubum-Cord-Dusen- berg með hraðflugi hvert á land sem þarf — innan Bandarikj- anna. Náttúrlega er ekki hægt að fá varahluti í boddýið hjá GM- sölum né öðrum. En það á ekki að þurfa svo mikið af slíku. Að v:su gerir Pray ráð fyrir því, að Cord geti or'ðið fyrir einhverju skakkafalli eins og aðrir bílar, en til þess að rétta það þarf ekki annað en heitt loft, og komi gat, er gert við það með sérstöku efni. Yfirbyggingin er nefnilega gerð úr plasti. En hugsið nú ekki strax til þeirra frægu bíla P-70 og snúið þar með bakinu við Cord. Það er nefnilega alls ekki sama plastið á ferðinni. Þetta er eins konar kross-plastik (myndað á sama hátt og kross-viður), fram- leitt hjá U.S. Rubber Co., og ég játa það hreinskilnislega, að ég skil hvorki upp né niður 5 efna- fræðilýsingunni á þessu plasti, en það er fullyrt, að þetta sé fyrirmyndar efni í bílaiðnaði. Bandaríkjamenn eru farnir að nota þetta plast í samstæður á ýmsum trukkum, og Ford Motor Company er að gera tilraunir með bíl úr þessu plasti, og á sá bíll að vera án samskeyta. Það á nefnilega hvaða klaufi sem er að geta rétt þetta og bætt eítir þörfum. Og það á að vera svo auðvelt að gera við Cord, að það sé flestum fært, sem hafa nóg tækniiegt vit til þess til dæmis að skipta um peru í skrifborðslampanum sínum. Til þess að gera þetta enn auðveldara, er t. d. öllum leiðsl- um tvískipt. Framan við hval- bakinn er einföld tenging á öll- um rafleiðslum, og þar eru sam- tengingar á benzínleiðslum, bremsurörum og öðru slíku. Þar að auki eru flestir boltar og rær í bílnum af sömu stærð, %" með grófum skrúfgangi. Á þessu eru aðeins fáar undantekningar. Og til þess að auðvelt sé að komast að vél og drifi, er hægþ.að taka grindina í tvennt á örskömmurn tíma, ef maður hefur skrúflykil og skrúfjárn við höndina. Já, Pray vill ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur af bílnum, eftir að hann hefur framleitt hann. Áætlað er, að framleiða að- eins 2000 bíla á ári, og fyrsti hluti framleiðslunnar fer beint til þeirra, sem komnir voru á biðlista í júní þetta ár. Síðan verða pantanir afgreiddar í þeirri röð, sem þær berast. En verðið er líka ekki við hæfi okk- ar íslendinga, Cord Sportsman 8/10 kostar frá verksmiðju 4000 til 5000$, eftir því, hve mikið af aukaútbúnaði er tekið með hon- um. Það mundi gera eitthvað nálægt 700 þús. kr. ísl. hingað kominn. Og þetta er tveggja sæta bíll. Svo líklega fáum við ekki að sjá Cord Sportsman 8/10 ‘64 á íslenzkum vegum. Og þó — það er aldrei að vita. * ARABÍU LAWRANCE FRAMHALD AF BLS. 12. í her hans hátignar, var -nú allt í einu drifinn í herinn, kennd herfræði í snarheitum og gerð- ur að liðsforingja. Bretar töldu sér mikinn hag í því, að Arabar tækju að berja Tyrkjana frá sér. Ef þeir hefðu nógu að sinna á þeim vígstöðv- um, yrði Þjóðverjum minni styrkur að þeim. Þeir ákváðu að senda Lawrance til Arabíu og láta hann koma Aröbunum í skilning um, að þeir þyrftu endi- lega að berja á Tyrkjanum. Og Lawrance brást ekki skyldu sinni. Með sömu eiju, og hann hafði áður lagt við hugðar- efni sitt, lærði hann nú eins mik- ið og hann gat um herkænsku, fór svo til Arabíu og tók sér nokkurn tíma til þess að semja sig enn betur að lifnaðarhátturn Araba og öðlast enn betri skiln- ing á lífsviðhorfum þeirra. Síðan hófst hann handa um ætlunar- verk sitt. Hann komst fljótlega í kynni við Hassan, föður Feisal prins, en Hassan var þá einn æðsti maður meðal Araba, og þess var ekki lengi að bíða, að Arabar réðust á Tyrkja. Feisal prins var hinn opinberi herforingi í þessu stríði, en í rauninni var það Arabíu Lawrance, sem stóð bak við tjöldin og kippti í spottana. Aröbum tókst að ná landi sínu undan yfirráðum Tyrkja, en létu ekki þar við sitja, heldur sóttu inn í Jórdaníu og allt norður í Sýrland og náðu Damaskus á sitt vald. Að því loknu settu Bretar Feisal yfir Sýrland, en Frökkum líkaði það stórilla, vegna ítaka þeirra í Austur- löndum, og að lokum fluttu VIKAN 48. tbl. — 43 .Vivea inniheldur Eucerit — efni ikylt húðlitunni — frá því stafa hin góðu áhrif þess. ÉG NOTA NIVEA EN ÞÉR? Núið Nivea á andlitið að kveldi: I>á verður morgunraksturinn þægilegri og auðveldari. Og eftir raksturinn hefur Nivea dásamleg áhrif. GOTT ER AÐ TIL ER NIVEA! Látið NIVEA fullkomna raksturinn. V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.