Vikan


Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 47

Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 47
fara út úr herberginu og loka hurðinni, og hún fann einmitt þessa þægilegu tilfinningu, þegar svefninn er að ná tökum á lík- amanum, þegar orðið kom aftur, eins og það hefði verið hrópað í eyrað á henni: Drepa! Einhver féll, hné hljóðlaust til jarðar. Hurð var skellt. Hún fékk hjartslátt af skelf- ingu eins og áður, og hún vissi, að hún yrði að flýja, forða sér. Hún opnaði augun snögglega og litaðist um, en rauður sársaukinn nísti brjóst hennar. Svo sá hún herbergið greinilega, og þegar henni skildist, hvar hún var, lok- aði hún augunum aftur. Jafn- skjótt virtist henni, að hún svifi í lausu lofti, og hún vissi, að hún var að sofna. Þrettándi kafli. Eftir tveggja daga kyrrð og hvíld leið Blanche miklu betur. Hið raunverulega var farið að greinast frá hinu óraunverulega. Jane hafði löngum setið hjá henni þessa tvo daga. Stundum hafði herbergið virzt fullt af kveinstöfum hennar. Hún var haldin þvílíkri iðrun, að Blanche skildi það naumast. Og Jane sinnti henni af þvílíkri um- hyggju, að Bianche undraðist það. Blanche lagði handleggina á rúmið beggja vegna við sig og reyndi að lyfta sér og setjast upp, en henni tókst það ekki. Hun hafði ekki þrek til þess. Þá gerði hún aðra tilraun, með því að seilast eftir lyftistönginni fyrir ofan rúmið, en það bar að sama brunni. Hún hafði enn ekki þrek til þess. Hún yrði sennilega að bíða í einn eða tvo daga. Henni kom í hug að hringja bjöllunni, til að fá Jane til að koma upp, en svo kom einhver einkennileg tilfinning yfir hana, og hún hætti við þetta. Hún lá andartak og hugleiddi, hvað hafði fengið hana til að hætta við þetta. Hún reyndi að rifja það upp en gat það ekki. Það var enn svo margt, sem hún gat ekki munað. En svo afréð hún að láta þetta allt lönd og leið. Það var fyrir mestu, að nú var það versta að baki. Jane var ekki reið leng- ur og hún var hætt að drekka. Nú mundi allt verða eins og áður. En samt var eitthvað að narta í hana, einhver kvíði, sem hún þurfti endilega að átta sig á. Það var eitthvað... Nú heyrði hún hljóð, og þegar hún leit við, sá hún Jane koma inn með morg- unverðinn á bakka. Henni skild- ist með undrun, að hún hafði hugsað svo ákaft, að hún hafði ekki heyrt fótatak systur sinnar. Einhver spenna náði tökum á Blanche, þegar hún kom auga á matarbakkann, en hún neyddi sjálfa sig til að vera róleg. Svo sá hún, að Jane var heldur hrein- legri en venjulega. Hún var ekki í sóðalegum fötum eins og venju- lega, hafði greitt hár sitt og þveg- ið, og hún var jafnvel óeðlilega róleg. Þegar hún hafði látið bakkann á borðið og tekið dúk- inn af honum, sá Blanche, að á honum var venjulegur morgun- verður. „Þú ert betri?“ sagði Jane og forðaðist að horfast í augu við Blanche. Blanche kinkaði kolli. „Já.“ Jane hjálpaði henni til að setj- ast upp, en að því búnu færði hún hana í slopp. Þegar því var lokið, fór hún fram í baðherberg- ið, tók þar votan klút og þó Blanche í framan. Þegar hún hafði látið matarbakkann hjá Blanche, gekk hún til dyra, nam þá staðar og leit við. „Ég kem aftur, þegar þú verð- ur búin — til að taka til.“ Blanche kinkaði kolli. „Þakka þér, Jane.“ „Það gleður mig, að þér skuli líða betur.“ Blanche horfði á eftir Jane, þegar hún fór út úr herberginu, og hún var í senn áhyggjufull og hugsi á svip. Henni fannst Jane óeðlileg í framkomu í alla staði. Sakleysissvipurinn og látleysið virtust uppgerð. En Blanche hug- leiddi þetta ekki frekar, heldur tók til matar síns. Jane kom aft- ur hálfri stundu síðar, til að taka til í herberginu, og þá mundi Blanche eftir því, að hún hafði ætlað að biðja hana að draga frá gluggunum. En hún hafði að- eins nefnt nafn Jane, þegar henni varð litið fram á ganginn gegn- um dyrnar og' sá blettinn á gólf- ábreiðunni þar. Þá mátti hún ekki mæla frekar. „Já?“ spurði Jane og sneri við í dyragættinni. „Hvað er það? Hvað er það-“ Blanche hafði lamazt svo við að sjá blettinn á gólfábreiðunni. að hún mátti ekki mæla. Það, sem leynzt hafði í undirvitund hannar, kom nú allt í einu upp á yfirborðið, og hún sá liðinn at- burð í skæru ljósi. Reiðilegar raddir heyrðust, svo var hurð hrundið upp, og einhver birtist í dyragættinni. Svo sást þar önnur vera, sem hélt einhverju í hend- inni, lyfti því og sló því harka- lesa í höfuð hinnar. Það, sem á eftir gerðist, hafði hún munað áður. „Blanche? Hvað er að?“ Blanche neyddi sig til að líta upp. „Ekkert," sagði hún í skyndi. Hún gat varla stunið þessu upp. „Ég — ég fann bara allt í einu fjrrir svima. Það er ekkert. Nú er allt í lagi.“ Jane hikaði aðeins í dyragætt- inni og fór svo leiðar sinnar. Blanche sat eftir oe stai'ði á skuggana, og það rifjaðist upp fyrir henni, hvernig skelfingin hafði farið um allar taugar henn- ar eins og organdi, svartir púkar. Framhald á bls. 55 VIKAN 48. tbl. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.