Vikan


Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 51

Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 51
sinn hrópa til Raven, að hann skyldi reina að stökkva, og svo heyrði hann skellinn þegar hann hlýddi því og lioppaði út í ána. Áður en Davið gat snúið sér við til að lijálpa honum, hafði Matt rét't út ór — Það kom Davíð á óvart að hún skyldi vera í bátnum — og Raven synti með niiklu átaki á móti straumn- um og náði haldi á henni. Þá fékk Matt Davíð árina og teygði sig eins langt og hann gat fram með árinni, þar til hann náði í hendi Ravens —, og dró hann um borð. Raven féll örmagna niður, en Joan kastaði sér niður við hlið hans og hélt höfði hans í skauti sér, án þess að sjá eða heyra annað. Matt dró nú bátinn inn að bakkanum. Davið starði á Joan og Raven. Raven opnaði aug- un og brosti til hennar — það bros var ekki háðslegt. Og þegar hann áá hvernig hún horfði á Raven, skildi hann, að til voru tilfinningar, sem hann ekki þekkti, og enginn fimfiitán ára drengur gat þekkt. Hann vissi að hann hafði hagað sér heimskulega. En hann vissi líka, að liann gat verið glaður og stoltur -— að hann hafði nálgazt það í kvöld, að verða maður. * ÞAÐ ER VANBAVERK AÐ KAUPA TILBÚIN FÖT FRAMHALD AF BLS. 15. rétt að máta næstu stærð fyrir neðan eða ofan, en fyrir alla muni, látið ekki fara að breyta fötum, sem fara illa frá byrjun. Þá cr rétt að fara að skoða sig vandlega í hinum þrískipta spegli. Það er raunalega stað- reynd, að margir menn, hversu skynsamir og' ákveðnir sem jieir eru í öðrum sökum, eru vilja- lausir í höndunum á sölumann- inm. Hafi þeir ekki eitthvað á- kveðið íil þess að styðjast við, vita þeir varla að hverju þeir eru að leita, hvað þeir eiga að gagnrýna og livers að krefjast. Myndirnar með þessari grein, ættu að geta orðið þeim hand- hægur leiðarvisir. Meðan verið er að máta, eig- raBEaW.-.-, í*SÍBf.Bíé fe' , 1 LW iW ! —■** m ; —j ‘ kikÉP .ÍrsiíiíiiÍ L J' y Wbim |Í!Í Við framleiðum á börn og fullorSna: Terrylene og teygjubuxur, sportskyrtur, náttföt og okkar vinsælu Toledo-úlpur á börn. Þær eru hlýjar, sterkar og ódýrar. !H Verksmiöjan | TOLEDO H.F. Reykjavík ið þér að standa eins og yður er eiginlégt, en flestum mönnum hættir við að vera stífir og þráöbeinir qg árangurinn verður föt. sem aðeins fara vel í óeðli- legum Stellingum. Reynið að stilla yður um að draga inn magann, svo að buxnastrengur- inn verði ekki of þröngur. Þótt klæðskeranum þyki e. t. v. þægi- legast að þér slandið grafkyrr meðaií á mátun stendur, er það mikilvægara að ganga lir skugga um, að fötin fari vel og séu þægileg í öllum þeim stellingum, sem yður eru eðlilcgar við dag- Jeg störf og allar venjulegar lireyfingar. Fullvissið yður um, að þau fari vel þegar ]iér gang- ið, beygið yður og sitjið með krosslagða fætur. Lyftið hand- leggjunum. Ef stórar fellingar myndast við axlirnar og niður eftir ermunum, fyrir utan eðli- legar hrukkur við olnbogann, er það tákn þess að handvegur- inn sé of neðarlega og að hann verði að færast upp, ef fötin eigi að fara vel. Takið líka eftir því, livort ermarnar lialdast í liæfilegri sídd þegar handlegg- urinn er beygður og rétt er úr lionum, en af ermalíningunni á að sjást u. þ. b. 1,25 cm. fram- undan jakkaermunum, eins og sýnt er á einni myndinni Jiér. En þar eð um misstórar skyrtur getur verið rð ræða, er ágætt að nota „þumalfingursregluna“: Þegar staðið er með handleggi eðlilega niður meðfram hliðun- um, á hrúnin á jakkaermunum að vera nákvæmlega 4Vi frá þumalfingri. í viðbót við þau atriði, sem myndir eru af hér, er rétt að athuga hvernig jakkinn fellur. Virðist hann falla ójafnt, önnur hliðin örlítið síðari en Jiin og jafnvel að annar boðungurinn gúlpi dálítið þegar jakkinn er hnepptur, getur verið að önnur öxlin sé svolítið lægri en hin. Það er liægt að laga með því að stoppa lægri öxlina upp í sömu liæð og þá liærri. Hrukki efnið ofan á ermastoppinu, má taka svolítið úr axlarsaumunum. Herðabreiðir menn með grannt mitti eiga oft í mestu vandræð- um með að finna jakka, sem ekki er of víður í mittið ef hann er nógu breiður á herðar; það má benda klæðskeranum ú að taka dálítið úr baksaumnum og jafnvel lika af hliðarsaum- um svo að mittið verði liæfi- legt, en það má miða við það, að svolítil ljósrönd komist á milli erma og mittis, ef hand- leggir eru i eðlilegum stelling- um niður með síðum. Sé lárétt hrukka á bakinu upp við krag- ann, getur liún komið af þvi, að kraginn eða axlasaumar séu aðeins of háir, en það er auð- velt að laga, en það getur lika stafað af þvi, að jakkinn sé of þröngur yfir axlirnar, en þá er réttara að taka stærra númer. Það verður ekki uógsamlega brýnt fy'rir viðskiptavininum, að klæðskerinn getur ekki gert kraftaverk og það eru takmörk VIKAN 48. tbl. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.