Vikan


Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 53

Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 53
honum fyrir síðast og þá ánægju er ferðalagið norður um land hafði veitt henni. Hann tók þeg- ar að ganga um gólf, þöull og brúnaþungur. Hún settist í sóf- ann, enn dálítið undrandi, og ekki laust við hræðslublik í stór- um, bláum augum hennar. Þeg- ar henni varð ljóst að ekkert þýddi að halda uppi samræðum, gekk hún inn í eldhúskytruna, sem herberginu fylgdi, og' bjó til te handa þeim. Hún setti bakkann á borðið við sófann og settist aftur. „Viltu ekki gera svo vel og fá þér heitan sopa?“ sagði hún. „Nei," sagði hann og hristi höfuðið, en tók sig brátt á og leit á hana. „Jú annars, þakka þér kærlega fyrir — og fyrir- gefðu hvað ég er asnalegur“. Hann settist við hlið hennar og tók við bol’anum, sem hún rétti honum. En hann smakkaði ekki á teinu, og þannig leið enn löng stund í þögn. „Þetta verður kalt“, sagði stúlkan og rödd hennar titraði eilítið. „Gengur annars nokkuð að þér, Sigtryggur?/1 Hann hrökk eilítið við, og það var sem hann vaknaði af draumi. Þau horfðust í augu stundarkorn, en svo hristi hann höfuðið. „Það gengur allur andskotinn að mér!“ sagði hann mæðulega. „Hvað helzt, góði?“ „Sérðu til — hún Ása —/‘. Hann þagnaði í miðri setningu og hristi höfuðið vandaræðalega. „Meinið er“, hélt hann áfram hrjúfri röddu, „að ég er ekki al- veg viss um að ég sé með öllu viti lengur“. Þá lagði stúlkan hönd sína langa og granna á öxl hans og sagði lágt og blítt: „Þetta lagast, skaltu sjá, þetta lagast. Hún Ása neitar þér ekkk*. „Hún ætlar að svara mér klukkan níu í kvöld, segja af eða á“, tautaði hann líkt og við sjálfan sig. „Og ég er að verða vitlaus úr óþreyju — sjálfsagt fæ ég nei? — Og þetta er svo einkennilegt allt saman - mér finnst ég vera búinn að vera í tilhugalífi við hana langa lengi, og svo - í dag — eða kannski var það í gær —“. Hann sneri sér allt í einu hvatskeytlega að stúikunni, tck utan um hana og kyssti hana umsvifalaust á munninn. Hann fann að hún titr- aði í örmum hans, og í sama bili glemdi hann öllu: Óróleika sín- um, Ásu og ást sinni til hennar; mótþrói stúlkunnar kveikti bál í blóði hans og hann beygði hana aftur á bak, lagði hana upp í sóf- ann og lagðist yfir hana. „Þú getur róað mig — róað migÚ1 tautaði hann annarlegum rómi. En hún streittist á móti af öllu afli sínu. „Nei! — Nei! — Nei!“ sagði hún og það var gráthljóð í röddinni. „Gerðu þetta ekki, Sigtryggur ■ - þú veizt ekki hvað En hann heyrði naumast til hennar, blóð hans brann, hann varð að fá þessa stúlku, hvað sem það kostaði. Og allt í einu hætti hún að veita mótstöðu, hætti svo snöggt og algjör- lega að æðið rann af honum, og hann vaknaði til meðvitundar um hvað var að gerast. „Æ, fyrirgefðu/', sagði hann felmtraður. „Fyrirgefðu mér Lóa; ég misst snöggvast vald yfir mér“. í sama bili mættust augu þeirra, hennar full af tárum, op- in og blá og svipurinn heiður, hreinn eins og á saklausu barni. Það var líkt og svalur heiðablær tæki að leika um enni hans, og eitthvað gullið snerti hjartað, eitthvað áður óþekkt, fullt af fegurð og gleði. „Hvað — ha — hvað?/‘ stamaði hann bljúgur eins og drengur sem hefur búist við refsingu, en fær ástúðlegt klapp á vangann í staðinn. „Ég hef aldrei — aldrei faðm- að karlmann“, sagði hún kjökr- andi, en röddin var lík svip henn- ur: hrein og tær af sakleysi. „Þú hefur — hvaff hefui'ðu aldrei — aldrei —?“ Nokkur augnablik liðu í djúpri þögn. Hann horfði í kringum sig í herberginu, skynjaði hreinleika þess, hreinleika vistarveru ungr- ar og óspilltrar stúlku. Svo kraup hann á kné við sófann og tók hönd hennar. „Lóa/‘, sagði hann stamandi. „Viltu reyna að fyrirgefa mér —- elsku stelpan mín — ég er fífl og ruddi, sem ekkert gott á skilið. — En samt er ég feginn að þetta skyldi koma fyrir; nú veit ég hver þú ert. Og nú veit ég líka, ég fann það alltaf undir niðri að ég var að gera rangt með Ásu, fann það eftir að þú komst. — Lóa þú veizt að ég kann ekki að segja það sem innifyrir býr hjá mér, en nú veit ég samt að það ert þú sem ég elska. Og þúsund sinnum bið ég þig að fyrirgefa óþokkaskapinn, þótt ég eigi það ekki skilið. Og nú skal ég fara“. Iiann bjóst til að rísa á fætur, en stúlkan vildi ekki sleppa hönd hans. „Nei!“ hvíslaði hún veik- um rómi. „Farðu ekki!/‘ Og er hann hikaði við, hélt hún áfram: „Ég veit að það er rangt vegna hennar Ásu vinkonu minnar, en eftir það sem þú hefur sagt, get ég ekki látið þig fara svona frá mér. Ég var að vona að þú yrð- ir þess aldrei var — en, hvert sinn er ég sá þig, fór hjartað að berjast í brjóstinu á mér. Mér hefur aldrei þótt vænt um neinn karlmann nema þig — og kysstu mig að minnsta kosti áður en að þú ferð“. Ástin er sá leyndardómur sem gerir alla hluti fagra, og henn- ar vegna hafa Guðirnir enn ekki yfirgefið þessa svínastíu, sem við köllum Jörð. Innst inni vitum við öll að hún er það eina, sem getur frelsað okkur frá hinu illa; þess vegna leitum við hennar í blindni, jafnvel þeir sem efast um tilveru hennar, og aðeins snertingin við hana getur veitt okkur frið. Það leið löng stund áður en Lóa og Sigtryggur vöknuðu til hins svonefnda veruleika. Hún áttaði sig fyrst, lyfti höfði hans og leit framan í hann brosandi „Við verðum að fara til Ásu og biðja hana fyrirgefningar“, sagði hún. „Þetta er alveg hræðilegt, hvernig við höfum farið með þú gerir!“ AEG STRAUJÁRNIN Fást hjá: Júlíusi Björnssyni, Húsbúnaði - og víða um land. AEG BRÆÐURNIR ORMSSON Vesturgötu 3 Sími 11467 VIKA'N 48. töl. — gg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.