Vikan


Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 54

Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 54
hana bæði. En nú tjáir ekki um það að fást, þessu verður ekki breytt; við verðum bara að koma fram við hana eins og mann- eskjur/* ,,Já“, sagði kaupsýslumaðurinn, og var enn utan við sig, andlit hans í einum ljóma eftir koss- ana mjúku og heitu, sem hún hafði gefið honum. ,,Já, auðvit- að verðum við að fara til henn- ar — bezt að við förum strax. Eina bótin að ég held — já, ég held að hún hafi ekki verið neitt sérlega hrifin af mér“. Klukkan var liðlega níu þegar þau óku heim að steinbænum. Þau hikuðu eilítið og litu hvort, á annað, en Lóa Dalberg kinkaði koili ákveðin og festuleg. „Við segjum bara eins og er/‘, sagði hún. Frú Guðríður Methúsalems- dóttir mætti þeim í forstofunni. Hún var mjög alvarleg og leit meðaumkunaraugum á kaup- sýslumanninn. „Mér þykir það ákaflega leitt, Sigtryggur minn“, sagði hún lág- róma. „Ása er farin — upp að Reykjum býst ég við. Hún bað mig að segja þér að hún gæti ekki gifst þér — og bað þig að fyrirgefa sér og Bergi“. Hjartað var þungt í henni, að þurfa að segja þessi orð, en á næsta augna- bliki gerðist það sem hún vænti sízt af öllu. Sigtryggur Háfells tók utan um hana lyfti henni upp sneri henni í hring og kyssti hana síðan beint á munninn. „Guð blessi hana, og ykkur báð- ar!“ sagði hann og það var líkt og ekki í rödd hans. .Hamingj unni sé lof — og hvern skyldi hafa grunað þetta! Sjáið þið bara hann Berg litla; það er ekki alltaf betri sú músin sem læðist en hin sem stekkur!“ Því næst faðmaði hann að sér unnustu sína, kastaði brosandi kveðju á spákonuna og dró Lóu Dalberg með sér út úr húsinu. „Við förum beint upp að Reykjum og óskum þeim til hamingju!/' sagði hann og gleð- in gerði rödd hans slitrótta. „Brúðkaupið höldum við saman — og það skal sannarlega verða brúðkaup í lagi! Við giftum okk- ur strax á morgun; þetta tilhuga- líf okkar er orðið nógu langt“. SÖGULOK. ÁRNI OG ORÐABÓKIN FRAMHALD AF BLS. 10. einkum við skólafólk. Og það hefur ráðizt, að ég tæki þessa alfræðibók að mér. — Fleiri járn í eldinum? — Nei. Ég geri ráð fyrir, að þetta verði nóg handa mér fyrst um sinn, ekki hvað sízt þar sem ég hef ekki haft manndóm í mér til þess að byrja á þessu verki eftir allan prófarkalesturinn að orðabókinni. Svo komu dagblöðin með frétt- ir af nýju orðabókinni, og töldu þar upp allt þetta þurra, sem Arni að vísu sagði mér líka, en ástæðulaust er að tyggja upp hér. Ég ætla frekar að reyna að lýsa bókinni eitthvað. Hún er 852 bls. að stærð, og hefur, sem fyrr segir, um 70 þús- und uppflettiorð. Flest þessara orða eru mjög greinilega útskýrð, og tekur útskýring sumra þeirra hátt í blaðsíðu. Letrið á henni er smátt en læsilegt, og yfirleitt er bókin mjög aðgengileg. Einn vondur galli þykir mér á henni: Biblíupappírinn, sem í hana er notaður, er væflulegur og þunn- ur, vondur að fletta og lætur fljótt á sjá, ef ekki er farið um hann næmum fingrum. Hins veg- ar er bókin prýðilega prentuð og þeim Oddaverjum til sóma. í formála gerir ritstjóri grein fyrir gerð og tilkomu bókarinnar, og er þar talið upp hvaða gögn voru notuð við samningu henn- ar, hverjir lögðu henni lið og þess háttar. Þá kemur kafli um breytingar og tilfærslur milli fornmáls og nýmáls, og loks eru nokkrar skýringar fyrir notend- ur bókarinnar, svo hún geti bet- ur komið þeim að gagni. Þar á meðal eru skýringar á merkjum, sem sýna til hvaða fræðigreinar viðkomandi orð telst. Þessi merki eru mjög skemmtileg. T.d. er 8 á hliðinni — merki óendanleik- ans, —■ tákn stærðfræðiinnar, £ táknar verzlun og hagfræði, þrír sambyggðir turnar byggingarlist og svo framvegis. Aðeins á einum stað finnst mér höfundum bók- arinnar hafa skotizt í merking- unum, (stjarna) táknar skálda- mál, gamalt og nýtt, en einhver annarlegur krans stjörnufræði og landafræði. Þessum merkjum finnst mér, að hefði átt að víxla. En tvær hliðar eru á hverju máli, og þessu svaraði Árni þannig: t— „Kransinn er skínandi sól! Stjarnan er algeng í orðabókum til að tákna skáldamál. Hörður Ágústsson gerði káp- una á íslenzka orðabók, einfalda og smekklega. Hann hefur fengið dálítið af próförkum af bókinni, klippt þær til og raðað þeim upp, svo kápan ef eins og að sjá í próf- arkabunka á róstulegu skrif- borði. Ofan í þetta er svo smeygt gráum borðum með hvítum stöf- um, nafn bókarinnar og útgef- anda. Einhverjir eru að víla það fyrir sér, að bókin kostar 700 krónur. Það held ég að sé óþarfi. Að minnsta kosti er hún fljót að borga sig fyrir þá, sem vilja skilja það sem þeir lesa og ein- skorða sig ekki alveg við að lesa það sem þeir skilja, og ekki er hún síður ómissandi fyrir þá, sem vilja skrifa áæmilega rétt og safamikið mál. í FULLRI ALVÖRU FRAMHALD AF BLS. 2. þyki og enginn er óánægður með sitt, meðan liann þekkir ekki annað betra. Stundum hafa þær raddir heyrzt, að islenzk blöð hafi spennt bogann of hátt; þau berjist yfirleitt i bökkum með að halda uppi þeim „stand- ard“ sem þau hafi „komið fólk- inu á“. Þó er hitt jafnvel enn verra, að þessi harði bardagi við að halda úti góðum blöðúm, kostar svo mikla og erfiða vinnu, að menn virðast ekki þola hana UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ORKIN HANS NOA1 Það er alltaf sami lclkurinn í hénnl Ynd- isfrlð okkar. Hún hefur fallð örklna hans Nóa einhvers staðar í hlaðlnu og heitir góðum verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verðlaunin cru stór kon- fektkassi, fullur af bezta konfckti, og framleiðandinn er auðvitað Sælgætisgerð- ln Nól. Síðast er dreglð var hlaut verBIaunln: Guðný Valgeirsdóttir, Álftamýri 54, Reykjavík Vinninganna má vitja á skrifstofu Vikunnar. — VIKAN 48. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.