Vikan


Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 56

Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 56
. ry\ *%©«*■ \$y^° V <c^° ‘ v/l s ^£$^0 f4,„ . ^4 tk Metsölubólc o LEOPARDO um allan heim (Brazilía’ Portúgal) te c, (3. l'eti, an cj e°Þa ’ USA >C? ^ C’ o V, ^ 4 /‘tfö/í ^rj^, 1 6 c?NÍ »P wiiMíiaaaiBWKWiaaaMÆVi %?■ \ öffíí rsj öWo 'Pánn) ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ Tjarnargötu 16 - Pósthólf 9 - Sími 19707 ",45S“ W«si a^d; H svip hennar. Hönd greip um gluggatjöldin, hristi þau ákaft, svo að þau féllu aftur fyrir gluggann. Blanche lét fallast á stólinn, og leitaði æðislega að stafnum sínum ... Frú Bates hafði séð einhverju hvítu bregða fyrir, og þegar hún gáði betur, tók hún eftir mið- anum, svo að hún laut niður og tók hann upp. Henni fannst barnalegt krot á honum. En um leið og hún ætlaði að slétta úr honum og lesa hann,var kallað til hennar, og Harriett Palmer kom út úr húsinu og hraðaði sér til hennar með blað í hendi. „Hefurðu séð þetta?“ spurði Harriet og benti á mynd á ann- ari síðu í blaðinu. „Sjáðu bara!“ Frú Bates starði á myndina. Hún var af konu, miðaldra konu, geðslegri en þó ekki fallegri. En myndin hafði prentazt illa, og frú Bates fannst, að hún gæti verið af hverjum sem væri. En af því að Harriet virti hana svo ákaft fyrir sér, reyndi hún að átta sig á, af hvaða konu myndin væri. „Sérðu ekki, hver þetta er?“ Frú Bates hristi höfuðið hægt. „Ég — nei, það held ég ekki.“ Um leið og hún sagði þetta, kom hún auga á það, sem stóð undir myndinni, en það var að kona þessi hefði verið myrt. „Ó, nei!“ stundi hún eins og tilhugs- unin ein fyllti hana skelfingu. „Þetta — þetta er þó ekki ein- hver, sem við þekkjum?" „Jú,“ svaraði Harriet. „Líttu bara á hana. Sérðu það ekki? Þetta er konan, sem ræsti hjá Hudson-systrunum. Þarna stend- ur nafnið —• frú Edna Stitt. Hún heíur í þrjú ár komið á hverjum föstudegi hérna upp brekkuna." Frú Bates áttaði sig nú á myndinni og kinkaði kolli. „Ægi- legt,“ sagði hún lágri röddu, „ægilegt...“ Harriet kinkaði kolli í áttina til húss Hudson-systra. „Held- urðu, að þær viti þetta? Lögregl- an fann líkið í morgun. Það er sagt, að hún muni hafa verið myrt fyrir nokkrum dögum.“ Frú Bates hristi höfuðið. Henni fannst allt í einu, að henni væri svo kalt innvortis. Það var erfitt að trúa því, að fólk kæmi þannig fram hvert við annað. „Ég veit það ekki,“ sagði hún ógreinilega. „Ég hef aldrei tekið eftir því, hvort þær fá árdegisblöðin eða ekki.“ Harriet leit aftur á blaðið. „En hvað þetta er annars ein- kennilegt? Hún var ekkja, vesa- lingurinn.“ Frú Bates skellti í góm og leit um leið á hús Hudson-systra. Það var einkennilegt, en hún hafði á tilfinningunni, að glugginn uppi á Ioftinu hefði verið opinn rétt áður. En nú var hann lokað- ur. „Hvað er að?“ spurði Harriet. Frú Bates litaðist um. „Ekk- ert,“ svaraði hún. „Ekkert!“ Hún neyddi sig til að brosa. „Komdu inn fyrir. Við skulum fá okkur tesopa. Það er dálítið kalt.“ Harriet kinkaði kolli, og þær gengu saman inn í húsið. Um leið mundi frú Bates eftir miðanum, sem að hún hafði fundið úti í garðinum og hún hélt enn í hend- inni. Hún kriplaði hann saman og stakk honum í vasann, um leið og þær gengu inn í ’húsið. Fjórtándi kafli. Hún stóð frammi fyrir spegla- veggnum, rétt hjá gluggunum, þar sem birtan var skærust og virti sjálfa sig fyrir sér með nokkrum áhyggjusvip. Svo þok- aði hún sér heldur í skuggann, af því að hún var hrædd við myndina af sjálfri sér. Allt í einu sneri hún sér undan með hárri stunu. Hún gerði sér nú grein fyrir því, að morgundagurinn, er geymdi þá Jane Hudson, sem hún hafði alltaf hzldið, hún væri í rauninni, mundi aldrei renna upp. Allir komandi dag- ar mundu geyma skelfinguna, sem gerzt hafði í fortíðinni. Jane lyfti hendinni hægt og strauk bólgna blettinn, þar sem Blanche hafði slegið hana með stafnum. Svo fylltu tár augu hennar og hrundu niður vanga hennar. Hún hafði ekki verið með öll- um mjalla. Það var henni nú Ijóst. Hún hafði lifað í heimi fjarri veruleikanum. En þegar henni skildist til fullnustu, að hún hafði orðið manns bani, váknaði hún til veruleikans. Þetta gæti ekki gengið þannig til lengdar. Sá tími mundi koma, þegar hún mundi neyðast til að horfast í augu við veruleikann. En hún þoldi það ekki nú, ekki í dag. En hvað átti hún annars að gera varðandi Blanche? Hún gæti ekki varðveitt frelsi sitt, án þess að skerða frelsi Blanche. Ef hún gæti aðeins fengið Blanche til að skilja það; ef hún gæti aðeins komið henni í skihi ing um, að hættan væri liðin hjá, að nú væri aðeins að bíða þol- inmóð. . . . Iíún fór út úr stofunni, gekk fram í eldhús og settist þar á stól. Hún tók pappírspentudúk og strauk tárin af au'Uim sér. Hún litaðist um döpur í bragði. Það hafði allt í einu orðið mjög mikilvægt í hennar augum, að allt væri í röð og reglu í hús- inu. Það var eins og hún gæti með því móti losað sig við glund- roðann sem ríkti í sálu hennar. Samt varð henni litið aftur og aftur í áttina til skápsins með áfenginu. Það voru tvær flöskur þar, tvær fullar þriggja pela flöskur, alveg nýjar, óopnaðar. Hún leit á skjálfandi hendur sínar. Hún hafði ekki bragðað í hverjum mánuði. gg — VIKAN 48. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.