Vikan


Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 57

Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 57
Allt fyrir yngstu kynslóíina FORELDRAR! BÖRN! KOMIÐ, SKOÐIÐ OG VELJIÐ Á MEÐAN ÚRVALIÐ ER MEST ALLS KONAR BARNALEIKFÖNG Dúkkuhúsgögn í ELDHLJS, BAÐ, SVEFNHERBERGI, BAÐSTOFU, DAGSTOFU OG DÚKKUVERZLANIR með öllu tilheyrandi. Ennfremur mikið úrval af jóla- skrauti. SÍMI 12631 F A FNIR SKÓLAYÖRÐUSTÍG 10 dropa í fjóra daga —ekki dropa. En eftir það, sem gerzt hafði uppi hjá Blanche, eftir að hún hafði séð dýrslegan óttann í aug- um hennar . . . Hún spennti greip- ar til að reyna að stöðva handa- skjálftann. Svo lagði hún hend- urnar á borðið í sama tilgangi, en jafnvel þótt hendurnar hættu að skjálfa, gat hún ekki stöðvað skjálftann hið innra með sér. Augu hennar mændu á skáp- inn, þótt hún vildi það ekki. Hluti af refsingunni hafði verið að hætta að drekka. Það hafði verið erfitt í fyrstu, en svo sá hún, að Blanche fór óðum fram, virtist fá traust á henni aftur, og það hafði verið þess virði. Þær höfðu staðið saman, alveg eins og pabbi hafði hvatt þær til . . . En nú — nú var hún ein aftur. Einmana og yfirgefin. Hún var glötuð í helvíti, sagði hún við sjálfa sig með snöggri skelfingu, glötuð og dæmd að eilífu. Vitfirring hennar hafði átt rót sína í óttanum við að missa Blanche, glata fyrirgefningu hennar. Og það hafði einmitt ka 1- að það yfir hana, sem hún hafði óttast mest. Hvaða máli skipti þetta þá allt nú? Nú yrði ekki aftur snúið, hvorki nú né síðar. Hún stóð hægt á fætur og gekk þvert yfir eldhúsgólfið með spenntar greipar. Hún nam staðar fyrir framan skápinn, leit á hann . . . Leit . . . Hvaða gagn var að þessu? Var það ekki allt tilgangslaust? Svo sleit hún hendurnar snögglega sundur, seildist upp að skáphurð- inni og opnaði hana . . . Um leið og Edwin fór úr stræt- isvagninum og leit upp eftir brekkunni, var kveikt á götuljós- unum. Sólin var gengin til við- ar, en þó ekki orðið aldimmt. Edwin hélt af stað upp brekkuna. Hann hafði loks ákeðið að fara frá Del, því að hann þoldi ekki lengur við í návist hennar. Hann þoldi ekki einu sinni tilhugsun- ina um hana. Hann varð að halda lífi, og þetta átti að vera tilraun hans til að rættlæta sig. Hver maður varð að bjargast af eigin rammeik. Það var lögmál heims- ins. Hann hafði hugsað þetta í tvo daga, unz honum varð ljóst, að þetta var eina leiðin. Jane Hudson átti peninga, eða hafði að minnsta kosti aðgang að pen- ingum, svo að hún gæti hjálpað honum áleiðis. Hún hafði jafn- vel lofað honum peningum og starfi líka, og hún var honum skuldbundin að þessu leyti. Hann var staðráðinn í að neyða hana til að borga. En þegar hann var kominn að heimkeyrslunni á Hudson-húsinu. var einbeitni hans næstum öll rokin út í veður og vind. Kjark- urinn var að bila. Hann sagði við sjálfan sig, að hann gæti enn hætt við þetta. Del mundi fegin taka við honum. Hann hikaði. Svo gekk hann að hurðinni og hringdi bjöllunni; Del mundi alltaf vera fegin að fá hnan aftur. Jane hrökk svo við, þegar bjallan hringdi, að hún velti glas' inu um koll. Hún greip um borð- röndina og gægðist fram í gang- inn. Hún varð gripin skelfingu. Þeir voru komnir til að sækja hana. Hún þyldi það ekki . . . Bjallan hringdi aftur og aftur, og Jane stóð þá á fætur og gekk hægt fram í ganginn. Hún rakst á dyrastafinn og reyndi svo að jafna sig. Hún mátti ekki láta þá vita, að hún væri heima, því að þá mundu þeir bráðlega fara. Og þá mundi hún forða sér . . . Hún fór inn í setustofuna og reyndi að ganga gegnum hana á tánum, en rakst á einn stólinn og reyndi þá að stilla sig af. ,,Ég er mjög, mjög drukkin,“ hvíslaði hún að sjálfri sér, eins og um leyndarmál væri að ræða, „svo að ég verð að vera mjög, mjög gætin“. Enn heyrðist í bjöllunni, og þá gekk Jane að útskotsglugga í stofunni, þar sem sá til útidyr- anna. Hún dró gluggatjaldið frá og kannaðist samstundis við stór- vaxinn mann, sem þar stóð. Hann vra kominn aftur! Einmitt þegar hún var farin að halda, að hún mundi aldrei sjá hann framar, einmitt þegar hún taldi sig al- gjörlega yfirgefna og eina í heiminum, hafði hann snúið aft- ur! Hún rak upp gleðióp og hrað- aði sér til dyra. En svo stað- næmdist hún. Hún gæti ekki hleypt honum inn. Hún mátti það ekki. Það var alltof hættu- legt. Hún mætti ekki einu sinni láta hann vita, að hún væri heima. VI KAN 48. tbl. — rjy
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.