Vikan


Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 2

Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 2
Dásamleg ilmefni, bundin í mildum smyrslum. Núið þeim létt á háls og arma... umvefjið yður Ijúfasta ilmi, sem endist klukkustundum saman. Um fimm unaðstöfrandi ilmkremategundir að velja;... dýrðlegan Topaz . ..ástljúfan Here is My Heart... æsandi Persian Wood... hressilegan Cotillion og seiðdulan To a Wild Rose. ★ KYNNIÐ YÐUR AÐRAR AVQN VÖRUR: VARALITI - MAKE-UP - PÚÐUR - NAGLALÖKK KREM - SHAMPOO - HÁRLÖKK - SÁPUR o. fl. cosmetics LONDON NEWYORK MONTREAL Einkaumboð: J. P. GUÐJÖNSSON H/F - P. 0. Box 1189. Sími 11740. Reykjuvik. [ fullri alvöru:, SLYSUNUM BOÐIÐ HEIM Eitt einkennilegasta fyrirbœri í vegamálum á íslandi — og er þá langt til jafnaS — er vegur- inn milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Þessi vegarspotti, tæplega 10 km. langur, er langsamlega mesta umferðaræð á þessu landi, liggur milli tveggja stærstu íbúðahverfa landsins, og um eitt mesta ibúða- hverfi landsins. Eftir því, sem sagt er, þá aka 10 þúsund bif- reiðar um þennan veg á hverjum degi. Þó er þetta einn ómerkilegasti og lélegasti vegarspotti í byggð landsins, illa lagður, illa haldið við, mishæðóttur, holóttur, mjór og stórhættulegur að flestu ieyti. Um veginn fara oft á hverjum degi, stórar og þungar vörubif- reiðar með ýmsan varning. Þess- ar bifreiðar eru fyrirferðar- miklar og fara mjög hægt yfir. En allar bifreiðar, sem aka i sömu átt, verða að halda sig fyrir aftan slíkan flutning, þvi að svo mjór er vegurinn, að stórhættulegt getur verið að taka fram úr öðrum bílum, enda víð- ast livar ekki hægt vegna um- ferðarinnar, sem á móti kemur, og sumsstaðar bannað með öllu. Það er því ekki óalgengt að sjá langar bílarunur sniglast eftir veginum í báðar áttir. Á þessum vegarspotta hafa sennilega orðið mun fleiri bana- slys undanfarin ár, en nokkurs- staðar annarsstaðar á landinu. Til þess eru líka ærnar ástæður. Yíða á þessum spotta hagar svo til, að gangandi fólki er nauð- synlegt að komast yfir veginn. Sumsstaðar þurfa börn að sækja skóla yfir hann, annarsstaðar eru strætisvagnastöðvar o. s. frv. — cn hvergi á öllum veginum eru til nein umferðarljós — eng- ar merktar gangbrautir — ekk- ert gert til að varna slysum. Einasta viðleitnin í þá átt er hjá bæjarfógeta Kópavogs, sem mun jafnframt vera þar lög- reglustjóri. Hann hefur bannað allan framúrakstur á hættuleg- asta kaflanum á Digranesinu, og lætur lögregluna þar halda uppi góðu og stöðugu eftirliti með þeim kafla og sérstaklega Framhald á bls. 50.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.