Vikan


Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 4

Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 4
ÞÉR MUNUÐ STRAX F A L L A FYRIR HINU NÝJA í HVERJUM ÞRÆÐI Já, allsstaðar, um inittið, mjaðmir og bakið er Lycra, blandað Bri-nyloni. Það gerir yður grennri og fal- iegri og fjarlægir þessa óþörfu sentimetra. Iittle Xtra með Lycra er léttara, sléttara og mýkra viðkomu, svalara og cndingarbetra cn nokkru sinni fyrr. Það þvæst á augabragði í þvottavélinni og vatnið rennur úr því á stundinni. Yður hefur aldrei dreymt um að mjaðmabeiti gæti verið eins gott og þægi- lcgt og little Xtra með Lycra er. little Xtra er til í hvítum eða svörtum lit. Allar stærðir. — Komið, skoðið og reynið little Xtra strax í dag. Menning, ómenning ... Háttvirti Póstur! Mér líkar ekki þetta bölvað bull, sem þú ílytur frá hinum og þessum, um allskonar smá- málefni. Ég vil hafa bókmennta- legar umræður og karp um mál- aralist. Það er mikil nauðsyn að fara að karpa um íslenzka mál- aralist. Alveg sama svarthöfða- hrútamarkið er á mörgum þess- um klessumálurum, og á atóm- skáldunum. Svo eru nú kvikmyndirnar. Engin bíó á að reka hér á landi, nema fyrir ríkisins hönd, og und- ir umsjón háskólaráðs. Banna verður allar eða flestar Holly- wood-myndir og aðrar slíkar. Kvikmyndatæknin er dásamleg- asta tækifærið til að bæta heim- inn. í stað þess er hún notuð af samvizkulausum og ómennt- uðum vanhugsjónamönnum, til að afmennta mannkynið fyrir æsilegan gróða, sem spillir þeim svo sjálfum meir og meir unz að djöflum verða, fyrir andlátið og eftir það. Atómljóð, klessumálverk og nútíma ómenningarkvikmyndir verður að banna hér á landi. Einnig innflutning vasabrots- bóka um glsepi og ástavellu, nema snilldarmark beri, svo sem sögur um Ellery Queen og nokkrar fleiri. Þá eru tímarits- tuskur eins og Nýtt úrval, Sjón og Saga, Stjörnur (eða Stjarnan) og ýmiss fleiri eitt af því sem leggja verður niður með dóms- valdi. Ég sakna alltaf rits Vilhj. S. Vilhjálmssonar. Það var skyn- samlegt í efnisvali og þannig er líka ritið Satt. Einstaka sinnum kemur það að vísu fyrir, að þessi sorprit flytja greinar um merki- legt efni, en þær eru þá alltaf ófullnægjandi og lélega þýddar. Oftast hægt að fá miklu fyllri og betri fræðslu annarsstaðar. Viltu ekki, Póstur góður, fara með þetta bréf til hans Bjarna okkar Ben. Hann hefir fyrr sýnt lofsverðan áhuga, en virðist held- ur vera farinn að „dala“, gagn- vart sorpritunum og öðrum ómenningarvotti. Svo mætti taka til bæna rithöfundafélag hinna Moskvurauðu skrifmanna. Það verður að láta biskupinn og prestana biðja fyrir þeim á stóln- um og ef það dugar ekki, þá lögbjóða þeim reglur. Svo má gefa mönnum þessara stofnana gott hangiket að borða, með sósu út á og benda þeim á gott efni til að flytja. T.d. Uppruna teg- undanna eftir Darwin og sögur eftir Dickens, Scott og Marryat. Og svo er það Pósturinn í Vik- unni, hann gæti flutt meira af stökum, t.d. eftir mig, eða rit- stjóra sinn, eða Gísla Ástþórs- son og Helga Sæm. Og ætla ég að byrja: Lygnir meðan lengra gaf og leita að smáum munum, segir Magnús sögur af sjálfum afrekunum. Vísa þessi er um sjóhetjuna Magnús Lúðvíksson, eina mann- inn, sem líkist Cook sæfara hin- um enska, eður Robinson Krusoe. Sælir til jóla! Sfinx Ósíris. Faðir vor .. . Kæri Póstur! Ég er ekki vanur að skrifa blöðum, og skrifa raunar aldrei bréf til eins eða neins. En nú fannst mér, að ég yrði að fá svar og koma um leið ákveðinni spurningu á framfæri. Þannig er mál með vexti, að ég var að hlusta á messu í útvarpinu og presturinn var að fara með Fað- ir.vorið. Nú hef ég sjálfsagt heyrt farið með faðirvorið mörg þús- und sinnum, svo það var út af fyrir sig ekki neitt nýtt fyrir mig. En nú tók ég eftir einni setn- ingunni í þessari alkunnu bæn og fannst hún eitthvað skrýtin. Svo ég hafði hana yfir, aftur og aftur, en það er alveg sama. Ég skil ekki, hvað átt er við. Það er þessi setning: „Fyrirgef oss vorar skuldir — svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldu- nautum“. Nú er þetta bæn til guðs og mér er spurn: Er verið að segja guði almáttugum fyrir um það, hvernig hann eigi að fara að því að fyrirgefa. Að hann eigi nú að bera sig til við það „svo sem vér og fyrirgefum. Ég er ekki kirkjurækinn mað- ur, en það kemur fyrir, að ég fer með faðirvorið með krökk- unum mínum á kvöldin, þegar þau eiga að fara að sofa. Það er nú mín persónulega guðfræði, en síðan ég uppgötvaði þessa smekkleysu, hef ég blátt áfram sleppt þessum hluta setningar- innar og segi aðeins: „Fyrirgef oss vorar skuldir“ Nú langar

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.