Vikan


Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 15

Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 15
Keflavík er mikill bær. Tveir bæir, fiskibær og flugvallarbær. Þetta er kannski frægasti blettur á íslandi í dag. Frægari en gatiS. Frægari en StapagatiS. Guðmundsson stýrim. Teikn: Annar í jólum. Það er blíðan og loftvogin stendur vel. Heiður himinn, slétt- ur sjór og dálítið frost. Það er mikil kyrrð yfir lífinu í Faxa- flóa í dag og það silast eins og þögul kvikmynd. Klukkan fjögur er létt akkeri. Spilið bryður inn keðjuna, eins og hestur, sem japlar á járn- méli. — Það er að færast líf í Flóann, segir einhver — bátarn- ir eru að koma út! Vélin fór í gang með hósta og hressilegum smellum og stýr.imaðurinn gerði sig ákveðinn á svip — full ferð. Það á að fara til Keflavíkur að véla út matvæli, til þess að mannskap- urinn þurfi ekki að svelta, eins og á jólunum. Keflavík er mikill bær. Tveir bæir, fisikbær og flugvallarbær. Þetta er kannski frægasti blett- ur á íslandi í dag. Frægari en gatið. Frægari en Stapagatið Það var nóg bryggjupláss í Keflavík, því stóru bátarnir voru farnir út að gá að síldinni. Ann- ars er höfnin helvítis bora, eins og það er kallað til sjós. Brim- brjótur, sem myndar skjól á vík- inni, sem merkilegt nokk heitir ekki Keflavík, heidur eitthvað annað og er meira að segja ekki í landi Keflavíkur, heldur þeirra Njarðvíkinga. Sjálf Keflavík er milli Vatnsness og Illunýpu. Það er sú salta Keflavík, þar sem þessir gömiu réru. Gömlu fant- arnir, sem engin leið er að lýsa. Kannske hafa þeir verið eins og hann Albert í Keflavík. Hann byrjaði á opnu skipi síðan á stærri og stærri mótorbátum. Þá var róið og róið og landað við Básaskersbryggju. Bátarnir flutu varla upp með henni nema á flóði. Olíu og vatn urðu þeir að taka með skrúfutógi. Bólinderinn þurfti vatn. Já, helvítis Bólind- erinn var oft nærri búinn að drepa þá með þessari vatnssótt. í rauninni skyldi heldur enginn hvernig hægt var að koma öllu bessu vatni á Bólinderana í Keflavík, því það var annað en gaman, að fást við tunnur lóða- stampa og drasl og flytja í smá- prömmum fram á leguna þar sem bátarnir lágu. Þetta gerði Albert í Keflavík. Þetta gerðu hinir og það er enginn leið að lýsa þeim, svo vel fari í bók. Til sjós segir maður, að svona menn séu eitilhörð kvikindi og æskan segir að þeir séu gamlir töffar- ar. Þeir eru handstórir, salt- brenndir og með hjarta úr gulli. Þegar búið var að binda og ganga frá var setzt inn í borð- sal, og farið að tala um fjöllin sem fuku. Vélstjórinn, sem var fæddur fyrir austan hélt því fram, að það hefði nú ekki ver- ið svona flatt á Skaganum þeg- ar hann var ungur. Hér voru einu sinni fjöll, sagði hann, há fjöll, en þau fuku flestöll í einu suðaustanbálinu. —- Annars var þetta mjög óvenjuleg saga hjá manninum, sem var fæddur fyr- ir austan, því venjulega var hann með vertíðarhlutinn á bakinu í sínum sögum. Já, það var ann- ars skrítið hvernig hann gat alltaf komið vertíðarhlutnum fyrir í sögunum og svo voru hans sögur líka einum betri, ein- um breiðari, einum dýpri og ein- um lengri en annarra manna sögur. Einu sinni var legið á Siglu- firði. Nokkrir fóru í land að horfa á stökkkeppni skíðalands- mótsins. Siglfirðingarnir voru auðvitað beztir. Þeir stukku 40—50 metra og svifu eins og fuglar fram af pallinum. Þegar þeir komu um borð var farið að segja manninum, sem var fædd- ur fyrir austan, að hann hefði misst af miklu að koma ekki. ■— Hann sagði fátt, en spurði með hægðinni: - - Hvað stukku þeir nú langt? — 60 metra minnst, var logið strax. — Það hefði ekki þótt mikið í Borgarfirði-eystra, sagði hann með hægðinni enn. Þeir göptu. — Já, þið gapið. Einu sinni var ég að koma heim af vertíð frá Seyðisfirði og gekk auðvitað á skíðum. Á fjallinu fór að snjóa og brátt sá ég ekki handaskil. Loksins fór að halla undan og mér fannst ég kannast við ákveðna brekku og lét slag standa að renna mér niður hana á fullri ferð. Hann þagnaði um stund. Þá, sagði hann andagtug- ur. Þá veit ég ekki fyrr en ég missi jörðina undan mér og ég svíf fram af einhverju — lengi, heila eilífð, en féll svo ofan í dúnmjúka mjöll. Ég hafði stokk- ið yfir Svartagil. Seinna fórum við í ungmenna- félaginu að athuga þetta nánar og sáum að ég hafði svifið yfir stórgrýtisurð — 146 metra, og lent á eina staðnum þar sem lífs- von var. Það var löng þögn, og þá bætti hann við: Þetta er lengsta skíða- stökk á fslandi — og með ver- tíðarhlutinn var ég á bakinu. Já, kunni því betur að vera með vertíðarhlutinn á bakinu í sín- um sögum. Á kvöldvaktinni var fegursta veður. Stilla og frost. Bátabylgj- an var löngu vöknuð og þeir höfðu sett í síld. Þetta var sýni- lega að verða metafladagur. FIMMTUDAGUR 27. DES. Ræstur klukkan 07.00. Við erum að fara frá Keflavík. Við erum fyrir. Það minnsta sem hægt er að gera á togara er að vera ekki fyrir. Það minnsta, sem hægt er að gera á varðskipi í Faxaflóa er að vera ekki fyrir — reyna heldur að greiða fyrir, ef hægt er. Já það er undarleg tilfinning — sektartilfinning, sem maður fær stundum á varð- skipi í rólegheitum. Það er lík- lega svipað og í slökkviliði, þeg- ar ekki hefur kviknað í í mörg ár. Þú þegir í talstöð, þú mátt ekki segja hvenær þú vilt koma, eða fara. Þú ert mjög ófrjáls. Þeir sem fóru í land urðu að skilja eftir miða hvert þeir hefðu farið — ef einhver kallar er náð í bíl og þotið af stað. Kannski ertu skilinn hreinlega eftir. Verst er þó hvað skipin eru gömul, lítil og illa búin. Það ligg- ur við að ekki sé i þeim almenni- legt útvarp og það er meira að segja bannað að hlusta á útvarp í brúnni. Það er eins og í Rúss- landi. Víst verra en í Rússlandi. Þeir mega þó hlusta á Moskvu verður maður að ætla. Verra en í Ameríku, þar sem þú mátt ekki kaupa pröfdur, án þess að vera tortryggilegur, en kaupir þær samt. — Já, stundum virðist sem varðskipsmaðurinn standi svo- lítið utan við það, Almennilegir menn þéna peninga á sjónum. Það gera varðskipsmenn ekki. Það er engin þénusta á varðskip- um. í rauninni minnir varðskip fremur á lítið, þægilegt fangelsi en skip. Þú hefur gott viðurværi, en ert fangi. Visinn lífstíðar- fangi. Bátarnir eru að koma inn, eins og stórir ljósormar í myrkrinu. Ljósin sveiflast til, rauð, græn og hvít. Hvíta ljósið í mastrinu ber hæzt það er í hausnum. Stundum koma mér í hug stórir drekar, sem synda virðulega með Við fórum undir Stapann. Vogareistan háls. stapa. Þar var iátið reka. Voga- stapi er dularfullur staður. Einu sinni var hann frægari en Kefla- vík. Það gerði draugagangurinn og Stapagöngin. Undir Vogastapa voru fín fiski- mið í gamla daga. Þægileg ver- stöð. Þeir kölluðu miðin Gull- kistuna. Það var þá, sem Stap- inn var frægari en Gullkistan á Keflavíkurflugvelli. Það var þá, sem menn streymdu í Hólmabúð- ' ir, til gömlu útvegsbændanna, sem voru hinir sameinuðu verk- takar. Þá. f rauninni skildu menn aldrei hvað það var, sem gerði svo fiski- sælt undir Stapa, og reyndar skilja menn það ekki heldur í dag, fremur en hversvegna aftur- göngurnar á Miðnesheiði hafa nú flutzt undir Stapann. Helzta kenningin er þó þessi fræga um Stapaeatið, Stapagöngin. í ferða- bók Eggerts og Bjarna stendur þetta: „Það er algeng sögn, að undir skagann liggi göng, og sérstak- lega séu víð göngin milli Voga- stapa og Grindavíkur, og á fisk- urinn að ganga í gegnum þau. Það er víst, að þegar þorskur- inn gengur austan með suður- ströndinni og sjómennirnir fylgj- ast með hversu hratt göngunni miðar milli verstöðvanna, þá er hann ekki fyrr kominn til Grindavíkur en hans verður vart undir Vogastapa, og þó er leið- Framhald á bls. 40. VIKAN 50. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.