Vikan


Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 19

Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 19
> Markaðurinn v. Laugaveg. Tvær enskar kápur með refaskinnum. T.v. er ákaflega fín og dýr kápa úr brúnu faUegu ullarefni. Stór kragi úr platínurefaskinni og hleypir svo dýrt skinn verðinu auðvitað upp, en hún kostar kr. 8985.00. Sú t.h. er úr svörtu, mjúku efni með hvítu refaskinni í háls og niður annan boðunginn og verð hennar er kr. 4995.00. Feldurinn í Austurstræti. Sérstaklega fallegur svart-hvítur Tweedkjóll með nýja sniðinu, sem fellur jafnt, en ekki þétt að líkamanum. Efnið er lausofið og mjúkt, en á faldi neðan á kraga er svart ullarkögur. Á skásaumunum opnast vas- ar. Stuttar ermar Verðið er kr. 1785,00. > Guðrúnarbúð v. Klapparstíg. Kápa úr vönduðu tweedefni í svörtum og brúnum lit. Svartur skinn- kragi, sem taka má af, því að heill kragi er undir. Beltið er úr grófri silki- snúru með svörtum skinndúskum á endunum, og hnapparnir eru haglega gerðir úr sömu grófu skilkisnúrunni. Kápan er svissnesk og kostar kr. 4985.00. lO — VIKAN 50. tbl. I verzlunum borgarinnar Markaðurinn v. Laugaveg. A Mjög falleg slákápa með grænum og bláum köflum. Kraginn er úr svörtu flaueli, hnappamir svartir og skásettir vasar. Verðið er kr. 2985.00. Svartur bowlerhattur er hafður með henni á þess- ari mynd, en hann kostar kr. 695.00 og fæst líka í Markaðnum. < Parísartízkan í Hafnarstræti. Síðdegiskjóll úr gylltu silkicrepe efni, upphleyptu, sem mikið er í tízku núna, en þennan kjóll má kuðla saman í lófa sínum, þvo og rennbleyta ef vill, og verð- ur efnið sem nýtt aftur. „Upplagður fyrir þær, sem vildu kasta sér í sundlaug- ar“, sagði Ijósmyndarinn og hafði Hollywoodstjörnur í huga. Kjóllinn er fisléttur og mjúkur. Ermalínan er liátt upp á axlirnar, eins og mest ber á núna, fleginn í bakið, en líningin í hálsinn mynd ar hlíra aftur fyrir, sem festir eru á með litlum slaufum. Verðið er kr. 5000.00 Ljósm.: Kristján Magnússon. V I KAN 50. tbl. — J9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.