Vikan


Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 20

Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 20
Parísartízkan í Hafnarstræti. Kjóll úr rauðbrúnu alullarefni, hentugur í skólann eða skrifstofuna. Köflóttur kragi og líning aðeins niður fyrir mitti, sem hneppt er með litlum gylltum hnöppum, sömu- leiðis uppslög á ermum. Mjótt bund- ið belti og verðiff er kr. 1985.00. V etrartízkan í verzlunum borgarinnar Hjá Báru í Austurstræti. Síður, vatteraður heimasloppur, bleikur með daufum rósum. Síða tízkan nær ekki eingöngu til kjóla, heldur tíðkast síðir sloppar mikið núna og eru þeir þá ætlaðir sem heima- búningur að kvöldi til og fullfram- bærileg flík þótt gesti beri að garði. Kvartermar og klaufir í báðum hliðum. Síðir sloppar kosta kr. 1585.00, en séu þeir stuttir er verðið kr. 795.00. 20 VIKAN 50. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.