Vikan


Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 23

Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 23
skiptið með flórsykrinum. Síðan er möndlu- massinn settur í mortél og steyttur þar með svolítilli eggjahvítu, en síðan hnoðaður vel. Verði hendurnar klístrugar má setia svo- lítið meiri flórsykur. Úr þessu má gera alls konar myndir, jólasveina, dýr og stjörnur og meira að segja heil hús og búslóð. Notað er þá bragðefni, ávextir, möndlur og skraut- sykur og súkkulaði, eftir því sem við á .og óskað er eftir. # # Hart nougat 125 gr. sykur, 50 gr. saxaðar möndlur. Sykurinn brúnaður Ijósbrúnn á pönnu, möndlunum bætt í og hrært í þar til það hefur samlagazt vel yfir mjög litlum hita. Hellt á smurða plötu og jafnað út. Þegar það byrjar að stífna, eru skornir litlir fer- hyrningar með votum hníf. Þegar það er alveg kalt, má þekja það með hjúpsúkkulaði, en það er brætt í vatnsbaði undir loki, svo að gufa komizt ekki að því (við gufu verður það grátt og litlaust) og stykkjunum velt upp úr því, þegar það er aðeins volgt. Þurrkað í kulda en ekki í trekk eða úti, þvi að þá verður það grátt og mislitt. # jft. # Döðlukúlur Döðlur, heilhveitikex, hnetukjarnar, e.t.v. svolítill rjómi. Nota á jafnt af döðlum, kexi og hnetu- kjörnum. Kexið mulið með kökukefli, döðl- urnar og hnetukjarnarnir hakkað og öllu blandað vel saman. Ef það samlagast ekki vel, má setja svolítið af rjóma saman við. Rúllað í lengju og skornir bitar, sem gerð- ar eru litlar kúlur úr. # .5$. # Ódýrar súkkulaðikúlur 175. gr. sykur, 2 dl. mjólk, 50 gr. suðu- súkkulaði, 1 matsk. smjör, Vi tsk kartöflu- mjöl. Blandað saman í pott og soðið við mjög lítinn hita í 15 mín. Stífni deigið fyrir þann tíma, verður að setja skálina um stund í kalt vatn, en eftir 15 mín. suðu er því hellt á smurða plötu og skorið í ferhyrninga, sem svo er rúllað í litlar kúlur. Fallegast er að setja þær í lítil, plisseruð bréfhulstur, sem ætluð eru fyrir konfekt. # jfc. ■* Hrökkkúlur 1% bolli þykkur rjómi, 1 bolli sýróp, l bolli sykur, 14 bolli fínn rasp, 50 gr. möndlur. Sjoðið saman rjómann, sýrópið og syk- urinn þar til það stífnar strax, sé dropa af því hellt í kalt vatn. Bætið raspinum í og sjóðið áfram nokkrar mínútur. Hrærið gróft söxuðum möndlum í og hellið í lítil konfektmót og látið það stífna. Appelsínubörkur í súkkulaði Skerið sykraðan appelsínubörk í ræmur og dýfið í hjúpsúkkulaði og leggið á smjör- pappír meðan það harðnar. Kryddkökur með glasúr V-i bolli smjör, 1 bolli ljós púður- sykur, 1 egg, 1 % bolli • hveiti, Vi tsk. sódsduft, Vi tsk. sált, Vs bolli súr rjómi, % bolli steinlausar döðl- ur, 1 bolli sykraðir, blandaðir ávextir, % bolli saxaðar hnetur, 1 tsk. rommbragðefni. Glassúrinn: 1 eggjahvíta, lVt bolli flórsj'kur, 1 tsk. sítrónusafi, rauð og græn kokkteilber. Kakan: Sykur og smjör hrært vel og eggið sett í, síðan hveiti, sódaduft og salt, en því er hellt í með súra rjómanum. Ávextir og hnetur sett í og hrært vel. Sett með teskeið á smurða plötu og bakað í 10—12 mín. í heitum ofni. Glassúr- inn settur á meðan þær eru volgar. Þegar hann er búinn til, á eggja- hvítan að vera þeytt og sykurinn settur smám saman í og síðast sítónusafinn. Glassúrinn er settur með teskeið á kökurnar og ekki látinn ná alveg út á barma. Skrevtt með kirsuberjum. Gerir u.þ.b. 5 dúsín kökur . Myndakökur Vi bolli smjörlíki, Vi bolli sykur, % bolli dökkt sýróp, 1 egg, 2% bolli hveiti, 3 matsk. lyftiduft, Vi tsk. salt, 11 'i tsk. allrahanda. Bræðið smjörið og kælið, bætið sykrinum í og dökka sýrópinu, síðan hveitinu, lyftiduftinu, salt- inu og allrahanda. Gerið lengju og vefjið í smjör- pappír og geymið í ísskáp þar til það er vel kalt. Flatt út og skornar myndir, sem svo eru skreytt- ar með skrautsykri, möndlum, rúsínum, brjóstsykri og kirsiberjum. Bakað í meðalheitum ofni í 10— 12 mín. Tekið af plötunni, meðan kökurnar eru volgar og þær kældar á vírgrind. # ^. # Ávaxtakökur Vi bolli smjör, 1 bolli púðursykur, 3 egg, 2 boll- ar hveiti, 14 tsk. salt, 14 tsk. múskat, 3 matsk. mjólk, 114 bolli flysjaðar heslihnetur, skornar í tvennt, % bolli sykraður ananas, % bolli rauð kirskiber (kokkteilber) skorin í hálft, Vi bolli rúsínur, 1 tsk. vanilludropar, 1 tsk. konjakessnse, 14' bolli sykur. Púðursykur og smjör hrært vel, einu egginu bætt í. Hveiti, salti og múskati bætt í með mjólk- inni og hrært vel. Sett í ílangt, grunnt form og bakað við meðalhita í 10 mín. Á meðan er hnet- unum, ávöxtúnum, vanillunni og konjakbragðefn- inu blandað saman. Hin tvö eggin eru þeytt laus- lega og hvíta sykrinum bætt í þau og því hellt í ávaxtablönduna og öllu smurt yfir heita kök- una. Þá er hún sett aftur inn í ofn og bökuð í 20 mín í viðbót í meðalheitum ofni. Skorin í lengjur meðan kakan er volg og uppskriftin ætti að verða að 50 lengjum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.