Vikan


Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 27

Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 27
Giljagaur hafði fyrir sið að steLa froðurmi ofan af mjólkurfötunum í fjósunum. Nú er hann orðinn stórtækari og farinn að malla hana í sig í stórvirkum mjólkurbúum. kaupmönnunum sammerkt í því, að um jólaleytið er þeirra aflatími. Ekki vil ég þó halda því fram, að kaupmennirnir okkar góðu séu arftakar þeirra, því samkvæmt mannanna lögum og venjum var aflavegur jólasveinanna ekki heiðar- legur. Þeir fóru um með rupli og ránum, þótt fremur skæru þeir sér þröngan stakk og væru nægjusamir. Nöfn þeirra benda líká til þess, því þau enda mörg á -skefill, -krókur -sníkir og svo framvegis. Ekki ber heimildum heldur saman um fjölda þeirra. Mín trú er sú, að þeir hafi verið æði margir, líklega um 40 tals- ins, og skipt með sér landsvæðum og verkum. Það styður þessa trú mína, að ég hef fundið nöfn 40 jólasveina, og eins hitt, að sögum ber ekki saman um fjölda þann, sem leitar til byggða. Sums staðar komu þeir þrettán saman, en 'annars staðar níu. Það stafar náttúrlega af því, að þeir hafa skipt með sér héruðum og farið msimunandi margir á stað- ina hverju sinni, en þó ávallt þrettán eða níu. í báðum tilvikum hafa þeir haft sama siðinn á; sá fyrsti hefur farið til byggða nákvæmlega á réttum degi til þess, að síðan gæti komið einn á dag og sá síðasti á aðfangadagskvöld. Þannig hefur sá fyrsti af þrettán komið til byggða 12. desember, en af níu þann sextánda. Mest munu menn hafa orðið varir við þá, þegar þeir fóru þrettán saman. Oftast var fylkingin þá þannig skipuð, talið í réttri röð: Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleikir, Askasleikir, Faldafeykir, Skyrgámur, Bjúgnakræk- ir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir. Stekkjastaur sá sér einkum færi á því að laumast í fjárhúsin og gera sér gagn af ánum. Ekki er mér þó alveg ljóst, hvernig hann hefur farið að því. í heimildum er sagt, að hann hafi sótzt í að sjúga ærnar, en það var að minnsta kosti í minni sveit svo að ærnar voru orðnar snargeldar á jólaföstunni. En hann hefur þá haft eitthvert annað gagn af þeim. Giljagaur hafðist einkum við í fjósum. Þá voru þau ekki raflýst eins og fyrir myndatöku og hvítmáluð í hvern krók og kima, heldur bar víða skugga á og gott að leynast. Enda fól hann sig í þeim og sætti færi að veiða froðuna ofan af mjólkurfötunum, meðan fjósafólkið hafði öðru að sinna en líta eftir þeim kirnum. Fljótt á litið, og með tilliti til al- menns þrifnaðar á þessum tíma, virðist þetta hafa verið harmalitil iðja og greyinu varla of gott. Einstaka sinnum mun Froðusleikir hafa farið í stað Giljagaurs, sem trúlega hefur þá farið með bræðrum sínum á aðra staði. Stúfur lifði líka á litlu, eins og þeir bræðurnir yfirleitt. Hann laumaðist í pönnurnar hjá húsmæðrunum og gerði sér mat úr ögnunum, sem brunnið höfðu fastar við pönnuna. Hans í stað fóru stundum þeir Pönnuskuggi og Pönnusleik- ir, en þeir hafa átt erfiðara með að athafna sig í litlum og borulegum eldhúsum en hann, því eins og nafnið bendir FRAMHALD Á BLS. 36. — VXKAN 50. tbl. einn Svona kemur Faldafeykir að kvenfólkinu óvöru. Svona má ekki lengur ganga. Þjóðin verður að spyrna við fótum, afneita erlendum dýrlingum og hefja jólasvein- ana aftur í sinn forna sess. VIKAN leggur sitt af mörkum til þess, að jólasveinarnir íslenzku komi aftur sem fyrst og gangi af útlendum Nikulásum dauðum. Kjörorðið verður: Dýrlingar á stnum stað, jólasveinar á íslandi. Þær eru búnar að koma auga á Kjötkrók, stúlkurnar í Egilskjöri. — Nú ber vel í veiði. Þarna hafa þær náð Kjötkrók á sitt vald, og trúr eöli sínu verður hann <] að skila lærinu. VIKAN 50. tbl. 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.