Vikan


Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 29

Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 29
Velrartízkan-i verzlunum horgarinnar BABY JANE FRAMIIALD AF BLS. 21. kinkaði kolli. „Drap hún líka ekki einhvern, ha?“ „Það er sagt, að hennar sé leitað, af því að hún er „grun- uð um morð“. Ég geri ráð fyrir að það tákni, að hún hafi gert það. Það var einhver kona, sem tók til hjá þeim“. Katherine hristi höfuðið. „Manstu, við sá- um hana í sjónvarpinu í vik- unni sem leið. — Blanche Hud- son“. Það rumdi eitthvað í Paul til samþykkis, og svo héldu bæði áfram að lesa í hljóði. Katherine sá, að Edwin nokkur Flagg hafði verið lagður í sjúkrahús, því að honum hafði verið sýnt banatilræði. Blaðið birti mynd af honum og móður hans, sem komið hafði í heimsókn til hans. Þá sagði blaðið einnig, að taska frú Stitt hefði fundizt í skáp í í húsi Hudson-systra. „Heldurðu, að hún hafi raun- verulega drepið hana?“ sagði Kath hugsi. Paul kinkaði kolli. „Ég býst við því“. „Hún hlýtur að hafa gert það. Ég á við, annars hefðu þær áreið-i anlega fundizt strax. Veslingur- inn hún Blanche Hudson — hún var sannarlega búin að þola nóg“. Hún lét blaðið detta á gólf- ið 03 teygði hressilega úr sér. „Hvenær koma Martin-hjón- in?“ spurði hún svo geispandi. „Ha?“ „Martin-hjónin, Stan og Glenna. Þú bauðst þeim. Hvenær sögðust þau ætla að koma?‘ , Klukkan þrjú, býst ég við, milli þrjú og hálf fjögur". Kath gretti sig. „Fá að drekka, ha?“ . „Já, ég býst við . . .“ „Nú, ef svo er, þá verður þú að skreppa í búðina á horninu, okkur vantar allt — brennivínið, m?.t, yfirleitt allt“. „Allt í lagi, þá það . . .“ „Nú, viltu ekki reyna að koma þér af stað“. „Ha?“ „Klukkan er næstum orðin tvö. Ef þau koma klukkan þrjú, verður þú að fara strax. Ég verð l!ka að taka til í húsinu“. „Ókei“. Þegar Paul Singer var búinn að raka sig tuttugu mínútum síðar, gekk hann út að bílskúrn- um, en varð þess þá var, að grái bíllinn. sem hann hafði séð áður, hafði verið skilinn þannig eftir, að hann gat ekki komið sínum bíl út á götuna. Það fauk dálítið í hann„ en þegar hann litaðist um, sá hann kerlingarn- ar hvergi, svo að hann afréð að grípa til sinna ráða, eins og hann hafði svo oft orðið að gera. Hann kallaði á Kath. og sagði henni að hjálpa sér. Hún kom iit, sett- ist upp i bílinn til að stýra, en Paul bjó sig undir að ýta. Með- an Paul stritaði við það, gerði Kath uppgötvun, sem hafði þau áhrif á hana, að hún stökk næst- um út úr bifreiðinni. „Hvað er að?“ spurði Paul. „Hvað . . .“ Kath gi'eip skelkuð um hand- legginn á hounm. „Hver heldur þú, að eigi þenn- an bíl!“ sagði hún og stóð á öndinni. „Hann er merktur Blanche Hudson!“ Hún hafði kastað upp, hún mundi það. Henni hafði orðið illt af mjólkinni, því að hún var svo köld. Maginn hafði skilað henni strax aftur. Hún hafði fengið ógurlegar kvalir, og svo kastaði hun upp. Hendur höfðu lyft henni og reynt að láta fara vel um hana. Þegar hún leit upp, sá hún að Jane virti hana fyrir sér með einkennilegum svip. ,Farðu með mig heim!“ hvísl- aði Blanche. „Ó, Jane — ég þoli þetta ekki lengur! Ég er hrædd . . . hrædd . . .“ En það var eins og í henni væri einhver önnur vera, sem hristi höfuðið og segði: Það skiptir ekki máli. Það skiptir engu máli, hvort þú ert hrædd eða ekki . Þú hefur kallað þetta yfir þig, og það er ekkert, sem þú getur gert til að stöðva það núna. En rödd hennar hélt áfram að kvarta: „Elsku Jane, lóttu mig ekki deyja . . . ekki hérna! Mér er svo ægilega heitt . . .“ Jane varð enn daprari á svip- inn, en hún hlustaði líka á ein- hverja innri rödd. „Ég hefði ekki átt að fara með þig“, sagði hún. „En ég — ég vildi ekki vera ein - þegar þeir fyndu mig. Ég ætlaði ekki að meiða neinn — aldrei — ég vissi ekki . . .“ Rödd hennar þagnaði. „Hjálpaðu mér“, hvíslaði Blanche. „Þú verður!“ Hún reyndi að seilast til systur sinn- ar, en gat ekki hreyft höndina. Hún varð að fá Jane til að skilia þetta. Hún varð, áður en það yrði um seinan. „Jane, hlust- aðu á mig . . .“ „Ég ætlaði ekki . . .“ tautaði Jane. „Farðu og sæktu hjálp“, sa?ði Blanche biðiandi. „Jane, perðu það . . .“ Jane starði aðeins á hana, og í svip hennar sást ekk- ert nema vakin angist. ..Jane, þú verður! Ef þða væri ekki þín vegna . . .“ Nei! Sá hluti hennar, sem und- ir hafði verið. brautzt nú allt í einu upp á yfirborðið og hróp- aði ofsalega: Nei, þú mátt ekki pkrökva að henna framar! Ekki núna. Þú verður að segja sann- leikann. Ekkert annað skiptir máli. Þú verður . . . Og þá var eins og hún rynni saman í eina heild í sjálfri sér. Hún var ekki lengur hrædd, og Framhald á bls. 30. Þau mistök áttu sér stað í myndafrásögn af vetrartízkunni í verzlunum borgarinnar (48. blað, 28. nóv.), að nöfn á við- komandi verzlunum féMu niður með þrem myndum. Það leiðrétt- > HJÁ BÁRU: Glæsilegur kvöldkjóll úr silkibrok- ade, alfóðra.ður mjúku silkiorgandi. Grunnur hvítur með rauðum og bleik- um rósum, efnið allt víroíið, gerð og litir svo íburðarmikið að minnir á austurlenzkt ævintýri. Klauf upp í pilsið á annarri hlið. Langt silkisjal fylgir, sterk rauðbleikt eins og einn af rósalitunum. Vinsældir síðra kjóla aukast ár frá ári. I>eir fást frá 4000.00 kr. en þessi kjóll er talsvert dýrari. Hanskar eins og á myndinni úr hvítu nyloni, fást líka í búðinni — verð kr. 295.00. > Markaðurinn, Laugavegi: Tveir stuttir kvöldkjólar. T.v. er brúnn með litlum blúndu-bolerojakka, aisaumuðum perlum og palliettum og kostar liann kr. 2295.00. T.h. er mjög íburðarmikill kjóll úr svörtu alsilki- chiffon, en á innra pilsinu cru rauð- ar og blcikar rósir, sem fá á sig dul- arfulian og töfrandi blæ í gegnum svart hálfgagnsætt ytra pilsið. Þessi kjóll kostar kr. 5485.00. ist hér með og vísast nm leið til þessa næst síðasta tölublaðs VIKUNNAR, þar sem myndirn- ar eru stærri og sjást greini- legar en hér. < Guðrúnarbúð Klapparstíg 27; Svissnesk regnkápa í grænbláa litn- um, sem nýlega hefur aftur komizt í tízku. Kápunni fylgir slá, eins og mörgum flíkhm núna, og eru litlir vasp.r á hliðum hennar, en bundið belti í mittið. Verð: kr. 2100.00. VI KAN 50. tbl. — 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.