Vikan


Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 30

Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 30
þegar hún leit á Jane, fann hún aðeins fyrir meðaumkun og iðrun. „Jane — Jane, hlustaðu á mig“, sagði hún. „Jane, þetta gerðist ekki, eins og þú héizt -— kvöld- ið sem slysið varð“. Svo sagði hún henni alla söguna. „Á leið- inni heim sofnaðir þú undir stýrinu. Mér tókst að stöðva bíl- inn og skipta um sæti við þig. Þegar við vorum komnar að hlið- inu, vakti ég þig og sagði þér að fara ut til að opna það. Ég var reið við þig, tog þegar ég sá þig standa þar í birtunni frá ljósunum, og reyna að opna hlið- ið — þá fylltist ég svo miklu hatri allt í einu . . .“ Jane mótmælti skjálfandi röddu: Nei, Blanche, ekki . . .“ ,,Þú mundir það, var það ekki? Gömlu kvikmyndirnar rifjuðu það upp fyrir þér“. „Nei. Ég — já — ég býst við að þær hafi gert það upp á síð- kastið . . . Það hefur komið fyr- ir, að mér hefur fundizt, að ég myndi þetta. Þú hefur alltaf hat- að mig — ég hefi vitað það . . „Já, það hefi ég gert. Þegar ég var barn, mátti ég sífellt þola það, að allt snerist um þig. Ég átti þér allt að þakka . . „Þegar ég var svo ráðin hjá kvikmyndaverinu, setti ég ákvæði um þig í samninginn til að hefna mín á þér . . . En nótt- ina forðum, þegar ég sá þig í birt- unni frá bílljósunum, réði ég allt í einu ekki við mig og steig bara á benzínið. Bíllinn tók stökk áfram, og þá leizt þú um öxl, og það var óskaplegur skelfingarsvipur á andlitinu á þér. Þú hörfaðir til hliðar og datzt, og hvarfst út í myrkrið. Svo skall bíllinn á hliðinu . . . Þegar allt var um garð gengið og ég vissi, að ég var meidd, af því ég datt út úr bílnum, hrópaði ég til þín, en þú varst horfin . . . Einhvern veginn tókst mér að ná í hjálp, en þeg- ar þú mundir ekkert, og ég frétti, hvað menn héldu um þetta, ákvað ég að segja ekki sannleikann. Ég eyðilagði lif þitt, Jane, ég á sök á öllu því illa, sem fyrir þig hefur komið. Það er líka mér að kenna þetta með hana frú Stitt. Ég er hin seka.“ Hún beið eftir svari en fékk það ekki. „Fyrirgefðu mér, Jane . . .“ Hvort sem það var hugarburður hennar eða ekki, þá virtist hönd snerta hönd henn- ar létt, vingjarnlega. Jane bar símtólið að eyranu, um leið og hún leit gegnum gler- vegg símaklefans á mannfjöld- ann á baðströndinni. Hún mátti ekki hugsa, því að þegar hún gerði það, varð hún alveg rugl- uð og hrædd. Það hafði tekið hana lengri tíma en hún hafði gert ráð fyrir að finna símann, og nú grét hún næstum af óþol- inmæði, meðan hún beið eftir sambandinu. Það var svo lítill tími til stefnu. Hversvegna flýttu menn sér ekki? „Lögreglustöðin", sagði dimm rödd allt í einu í símanum. Jane lagði höndina á brjóstið, eins og hún fyndi þar fyrir sárs- auka. „Halló“ sagði hún skrækri röddu. „Þetta er Jane Hudson. Ég hringi til að segja yður . . .“ „Viljið þér gjöra svo vel að endurtaka nafnið? Og segið mér líka heimilsfangið". „Nei“, svaraði Jane og hristi höfuðið, „nei, þér skiljið þetta ekki. Ég er Jane Hudson — syst- ir Blanche Hudson. Hlustið þér á mig —- systir mín er mjög, mjög veik - og við erum niðri við sjóninn . . .“ „Bíðið andartak“, sagði rödd- in, og var nú mikið niðri fyrir. „Eruð þér systir Blanche Hud- son?“ „Rétt, og Blanche er ógurlega veik. Þér verðið að koma strax með lækni. Og leyfið mér að segja yður, hvar þér eigið að finna hana — af því ég — ég get ekki verið hjá henni . . .“ Allt í einu tók hún eftir þrem mönnum fyrir utan klefann tveim lögregluþjónum og ung- um manni með gleraugu — svo að hún þagnaði. Hún sat hreyf- ingarlaus, og tók ekki eftir því, að símatólið datt úr hendi henn- ar. Annar lögregluþjónninn opn- aði símaklefann, og lagði síma- tólið á sinn stað. ,.Er þetta konan?“ spurði hann. Ungi maðurinn kinkaði kolli og lögregluþjónninn sneri sér þá að henni og sagði: ..Eruð þér ungfrú Jane Hudson?“ Jane starði á hendurnar á sér, og kinkaði kolli án þess að líta upp. „Ungfrú Hudson, ég er hrædd- ur um, að við verðum að taka yður með okkur. Það hefur ver- ið leitað að yður og systur yðar frá því í gærkvöldi“. Rödd hans var svo vinsamleg, að Jane hvarf allur ótti. Svo tók hún eftir, sér til undrunar, að hún var að gráta. „Mér þykir fyrir þessu“. sagði lögreglumaðurinn. Hann tók undir handlegginn á henni til að styðja hana. „Segið mér, hvar systir yðar er, ungfrú Hudson? Er hún hérna niðri við sjóinn ásamt yður?“ Jane reyndi að hugsa, skil.ia það. sem maðurinn sagði við hana. Það var mikilvæet, að hún skildi allt. En hún hafði svo mikinn hjartslátt, að henni veitt- ist þetta erfitt. Hvað mundu þeir nú gera við hana? saeði hún við sjálfa sig. Mundu þeir meiða hana? Mundu þeir drepa hana? ,, . . . Systir yðar, ungfrú Hud- son“, sagði lögreglumaðurinn og röddin var nú orðin einbeittari. „Það mun losa okkur við ýmis- konar umstang, ef þér segið okk- ur strax, hvar hún er“. Jane leit á hann. Hann var ekki ljótur maður, ekki illmann- legur á svip. En það var ógern- ingur að dæma menn af svipn- um. Stundum voru laglegustu menn mestu fantar. Blanche var alltaf svo falleg . . . ,Systir yðar, ungfrú Hud- son . . sagði lögi-eglumaður- inn. „Viljið þér sýna okkur, hvar hún er?“ Jane kinkaði kolli. „Já“, svar- aði hún og leit svo í áttina að sjónum. „Hún er þarna niður frá . . . Hún er veik . . . mjög veik . . . Við verðum að flýta okkur!“ Svo gekk hún á ská niður ströndina og fór eins hratt og hún gat. Hvarvetna var litið á hana og förunauta hennar með forvitni. „Þér eruð ekki nákvæmlega viss um, hvar þér sáuð þær, herra Singer?" sagði annar lög- reglumaðurinn. „Ég — nei — aðeins nokkurn laugavegi 26 sixui 209 70 veginn. Það er ekki gott að átta sig á því, þegar þoka grúfir yfir eins og í morgun“. Annar lögreglumaðurinn tók um handlegg Jane. Hann hélt sem snöggvast aftur af henni. „Eruð þér viss um, að þér vitið, hvar systir yðar er, ungfrú Hud- son?“ sagði hann og laut ofan að henni. Jane leit undrandi upp. Hvers 30 VIKAN 50. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.