Vikan


Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 40

Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 40
Hvað á ég að gefa vinum mínum? Góða bók sem allir hafa ánægju af Tveggja heima sýn Ólafur Tryggvason. Einfaldur, fagur en hógvær boðskapur. Innb. Kr. 240,00 + sölusk. Hornasinfónía Friðjón Stefánsson. Fyrsta langa skáld- saga þessa þekkta smásagnahöfundar. Kr. 130,00 + sölusk. Beethoven Erich Valentín. Ævisaga snillingsins í máli og myndum þýdd af Jóni Þórar- Saklausa dúfan inssyni. Kr. 445,00 + sölusk. Már Kristjónsson. Astarsaga íslenzks sjómanns. Kr. 230,00 + sölusk. Fróði SÍMI 12037 Þræll hússins Ásgeir Jónsson. Skyggna konan, II. bindi. Minningar Margrét- ar frá Öxnafelli. Fyrri bindið varmet- sölubók 1961. Kr. 240,00 + sölusk. Saga um húsbygg- ingar og kapp hús- mæðra um að eign- ast sem fínast heimili. Kr. 230,00 + sölusk. Brúin á Drinu Ivo Andric. Við ókum suður Jens Kruuse. Þýdd af sr. Sveini Víking. Nobelsverðlauna- Hei.'landi ferðasaga skáldsagan, sem all- um Frakkland og ir vilja lesa og eiga. Italíu. Kr. 286,00 + sölusk. Kr. 260,00 + sölusk. koma, eftir Jóhannes úr Kötl- um. íslenzkir þjóðhættir, eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagiii, íslenzkar þjóðsögur og ævin- týri, eftir Jón Arnason. Enn- fremur óskráð munnmæli og orðsveipir, sem höfundur hef- ur heyrt. ★ DAGBÓK AF MARÍU JÚLÍU FRAMHALD AF BLS. 15. in þar á milli 13 mílur, er farið er fyrir Reykjanes (36 sjómílur), og einskis fisks verður vart í ver- stöðunum milli Grindavíkur og Vogastapa. — Sögn þessi er í sjálfu sér alls ekki fráleit, því að vér vitum, að landið er hér allt umbylt af jarðeldi, bæði á yfirborðinu og niðri 1 djúpinu, og hvarvetna því göng og gjár“. Svo mörg eru þau orð. Það má minna á, að fleiri renna stoð- um undir kenninguna um göng- in. Dr. Guðni Jónsson, prófessor, segir einhversstaðar frá því í þjóðsögum sínum, að lúða, sem Grindvíkingar misstu með merktan öngul, hafi veiðzt næsta dag undir Vogastapa. Einhvern- tíman hefur manni líka verið sagt frá heilum báti með manni, sem ,,hrakti“ gegnum göngin frá Grindavík til Stapa. Fór af vakt klukkan 18.00. FÖSTUDAGUR, 28. DES. Kom á vakt klukkan 00.00. Bátarnir voru að koma að. Víðir annar og hinir. Þeir komu inn á radarinn einn af öðrum, eins og perlur festar á þráð. Vindurinn er vestlægur, fremur hægur og vaggar skipinu þung- lega, þægilega. Síldarflotinn er mikið ævintýri. Heil borg af Ijós- um. Heil borg af hvítum, rauð- um og grænum ljósum, sem sveiflast upp og niður. Og það er mikið amstur í þessari borg. Slæmar taugar. Sumir biðja aðra að toga í sig, það er fast í botni, nætur rifna, — aðrir setja í hana. Fylla bát- ana af spriklandi silfri og þeir stingast á nefið, sökkva meir og meir með hverjum háfi, sem hífður er úr nótinni. Til að sjá á daginn eru þeir eins og skip, sem er að sökkva eftir haverí — liggja eins og sléttar fjalir á sjónum. Síldarborgin er mikil ævin- týraborg. Hún þokast fram og aftur um sjóinn, spennt og æst, hún er eins og austurlenzk ævin- týrahöll, kannske eru kínverskar djunkuborgir einhvernveginn svona. Já, hún er reyndar svolít- ið kínversk þessi borg. Hér er austurlenzk kurteisi, austurlenzk eða grænlenzk heimspeki og við- horf. Hinn mikli veiðimaður ber sér þeim mun meira, sem betur gengur. Já, ég sé aldrei neitt, Framhald á bls. 44.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.