Vikan


Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 45

Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 45
Sunfresh APPELSÍN SÍTRÖN L I M E Svalandi - ómissandi á hverju heimili austan og vestan. Allsstaðar með ströndinni. Saltur vindurinn kemur af hafi. Hann er þrunginn af marg- s'unginni samsetningu lífs og efna. Hann ýlfrar í hjarninu í Eystribyggð og hafþökunum í íslandshafi, strýkur síðan mjúk- lega um rár og reiða síldarskip- anna í Miðnessjó og Skerjadýpi. Blæs undir ámátlegan skarfinn í Stakki og flytur hressandi mcrgunblæ í hafnarbæina við fióann, þar sem syfjaðir dixil- menn og planstjórar semja neyð- arköll til síldarstúlkna. Endar svo með því að standa þvert upp í Stapagöng. Klukkan rétt fyrir tólf fór að færast líf í bátabylgjuna aftur. Borgarstjórinn í ævintýrabænum fór að tala við þegna sína. Hann hcfur verið víðs fjarri um stund. Hann er leitarskip og verður að fara sína krussa og þversa. Hann er á bankenum núna. Á Selvogs- banka og bráðum kominn alla leið í Háfadjúp. Þegnarnir bera sig illa. Hún er grunr.t, helvítis beinið (síld- in) segja þeir. Á 50 föðmum, en næturnar eru 60 faðmar, ef ekki meira. Einn er búinn að gera fimm tilraunir við eina torfuna. Hann sagðist hafa fengið grjót upp i nótina fyrst, svo karfa, svo ýsu. Svo fékk hann ýsu aftur og svo: 900 tunnur af spikfeitri söltunarsíld og þá rann honum allur lífsmóður. Já, segir Jón og á við grjótið. Þetta er óþverraklöpp. Karfi, já. Fkki er bað gott. Þó er gott að fá svolítið af ýsu. Það puntar upp á kostinn og svo kemur langt spjall um þessa óþverra móhellu og karfann og hvað helvítið sé styggt. Á níu hundruð tunnurn- ar er ekki minnzt. — Slíkt væri ekki háttvísi á síld. NÝR MIÐBÆR í REYKJAVÍK FRAMHALD AF BLS. 11. halda sér, en nær eingöngu skáldað í skörðin, þar sem gömul hús standa nú fallandi fæti. Næstum eina undantekningin frá þessu er Morgunblaðshöllin, sem við tókum okkur bessaleyfi til að fella, eins og fyrr segir. Þannig standa áfram helztu hús, þar sem við höfum gert ráð fyrir menningarhverfi, en það er umhverfis Þjóðleikhúsið og Landsbókasafnið. Þar innar af, nær Smiðjustígnum, höfum við gert ráð fyrir tilraunaleik- húsi, hátíðahúsi niður í Skugga- hverfi og leikhúskaffi á torgi gegnt Þjóðleikhúsinu. Hverfisgatan verður aðal um- ferðaræð í tvær áttir um þetta hverfi, með vösum til beggja hliða við Þjóðleikhúsið. Þar geta bílar numið staðar til þess að hleypa fólki út og inn, en síðan verður farið með þá í bílageymslur, sem verða neðan jarðar. Ur menningarhverfinu er skammur gangur í verzlana- hverfið, en þau eru tengd með göngubrúm yfir Hverfisgötu. Verzlanahverfið verður á mörg- um hæðum við Laugaveg neðan- verðan og Bankastræti. Þær göt- ur verða lokaðar fyrir bílaum- ferð, nema neðstu hæðirnar, sem verða bílageymslur. Ur þeim er síðan gengið upp á efri hæðirnar, sem verða eingöngu fyrir fótgangandi fólk, með verzlunum, skemmtistöðum, matsölum og þvíumlíku. Suður af þessu verzlanahverfi gerum við svo ráð fyrir nokkr- um háhúsum, blokkum með íbúðum ekki sízt fyrir þá sem at- vinnu sína hefðu í nærliggjandi atvinnuhverfum. í þessum há- húsum yrðu þægilegar íbúðir og að sjálfsögðu gróður í kring, íbúunum til ánægiuauka, en gera má ráð fyrir, að þarna byggju helzt einhleypingar, þar sem fjölskyldufólk myndi frekar kjósa að búa í úthverfum og aka til vinnu sinnar. En það hef- ur ýmsa kosti, einkum fyrir ein- hleypinga, sem verða að matast að jafnaði á matsölustöðum, að geta haft bústað sinn sem allra næst hjarta borganna. Þar við bætist, að víða um heim er það að verða mikið vandamál, að miðborgirnar deyja klukkan fimm á daginn. Með því að setja hagkvæma bústaði svona nálægt, og í jafn miklum tengsl- um við kjarnann sjálfan, ætti að verða komið í veg fyrri slíka þróun, eftir því, sem við verð- ur ráðið. Verzlanahverfið er tengt með göngubrúm yfir Lækjargötu nið- ur í gamla kjarnann, þar sem bankar og sérverzlanir verða til húsa. Það hverfi verður sem allra mest lokað fyrir umferð, en hugsanlegt er þó, að bíla- stöður verði leyfðar við mæla í Austurstræti. Aítlazt er til, að hægt sé að aka upp að þessu hverfi beggja megin, en bílar síðan geymdir í bílageymslum neðst í Bakastræti eða undir Grjótaþorpi, meðan erindum er sinnt í bankahverfinu. í Grjótaþorpi verður síðan miðstöð viðskiptalífsins, þar sem viðskiptajöfrar landsins hafa sín- ar skrifstofur. Undir því hverfi verður auðvelt að koma fyrir góðum bílageymslum á mörgum hæðum, því hallamismunur á Garðastræti og Aðalstræti er 9 metrar. — Við höfum gert ráð fyrir því, að Aðalstræti haldi áfram í beinu framhaldi af Suð- urgötu að Tryggvagötu, og þær götur verði með akstri í báð- ar áttir. Reykjavíkurhöfn, þar sem hún nú er, verður eingöngu fyrir farþegaskip og lystibáta. Lysti- Hollenzki úrvals- kveikjarinn POLLY-GAZ 4 GERÐIR 2ja ÁRA ÁBYRGÐ Þetta er eini kveikj- arinn á markaSn- um með ábyrgS. Verðið mjög hagstætt. Væntanlegir fyrir jól í allar sérverzlanir. P0LLY-6AZ G. BERGMANN umboðs- og heildverzlun Laufásveg 16 — Reykjavík Sími 18970 VIKAN 50. tbl. — ^FJ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.