Vikan


Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 50

Vikan - 12.12.1963, Blaðsíða 50
eða nei, því að hann hefði tal- ið sér sjálfum trú um, að hann ætti ekki að taka ákvörðun í rnálinu. Hún hafði meira að segja gert ráð fyrir, að hún yrði að lokum að grípa til kænsku- bragða til þess að veiða hann í hjúskapargildruna. En svo mik- ið var víst, að hún hafði ekki haft neinn keppinaut, öll þessi ár. En nú . . . Faith Kamden sem keppinaut! Ef hún reyndi að bola henni frá — veslings blindri stúlkunni — mundi fólk áfell- ast hana. Þetta var sálarkvöl. Framtíðardraumar hennar voru fahnir í rúst, og verst var þó að hún elskaði hann svo inni- lega sem henni var unnt að elska nokkra manneskju. — Ég get ekki hætt á svip- stundu að láta mér Þykja vænt um þig, sagði hún rólega. -— Við höfum verið betri vinir en svo, Simon. — Er það svo að skilja, að þú viljir ekki vinna hjá mér eftir að ég giftist? spurði hann. Hún brosti og svipurinn var tvíræður. Nei, hún ætlaði sér ekki að gefa upp vonina um að ná í hann að lokum, þó hann giftist: — Auvitað vil ég verða hjá þér áfram, sagði hún. Það væri nú annaðhvort. Ég hef aðeins ieyft mér að vera opinská og hreinskilin við þig, góði. Mund- ir þú ekki hafa farið eins að, ef þú hefðir verið í mínum spor- um? — Líklega, sagði hann. — En eigi að síður langar mig til að þú óskir mér hreinskilningslega til hamingju. — Það geri ég, sagði hún hlý- lega. — En mér veittist talsvert erfitt, fyrst í stað, að hugsa mér þig og Faith Hamden í þessu r Nýir íslenzkir danslagatextar við öll nýjustu danslögin. — Sendið kr. 25.00 og þið fáið heftið sent um hæl burðar- gjaldsfrítt. Nýir dansiagatextar Box 1208 — Reykjavík ___________________________I sambandi — þó hún sé geðsleg stúlka og þó henni sé vorkunn. Hefurðu . . . Hún hikaði augna- bilk, en hélt svo áfram. — Hef- urðu verið ástfanginn af henni lengi? — Ef svo hefur verið þá hef ég ekki gert mér það ijóst, sagði hann. — Finnst þér það fráleit skýring? - í rauninrú ekki. Það er enginn hægðarleikur að útskýra eða skilja mannlegar tilfinning- ar. Ég hugsa að þegar að er gáð, vitum við afar lítið um okkur sjálf og tilfinningar okkar. — Alltof lítið, sagði hann. — En samt þætti mér vænt um að þú tryðir á tilfinningar mínar í hennar garð . . . Röddin varð dálítið ertandi: — Mig tæki afar sárt ef þú værir óánægð með konuvalið mitt! Hún gat ekki á sér setið að spyrja: — Heldur þú að þú mundir kannske sakna . . . sakna vináttu minnar? — Auðvitað mundi ég sakna hennar, Joan. Að þú skulir spyrja svona! Þau höfðu labbað áfram veginn meðan þau voru að tala saman, og nú voru þau komin heimundir húsið hans. — En hverskonar framtíðaráform hefur þú eigin- lega sjálf, Joan? spurði hann. — Það er eiginlega mál til komið, að þú farir að hugsa um að gift- ast líka. Ilún roðnaði og svaraði með talsverðri ákefð: — Ég þykist hafa meir en nóg að gera, að hugsa um þig, þó ég hugsi ekki um sjáfía mig L'ka. Simon kunni ekki sem bezt við þessar nýju kringumstæður. Hann var trúlofaður! Fyrir að- eins einni viku hafði honum ékki dotiið í hug að giftast. En til- hugsunin um Faith gerðu aug- un blíð og skapið hlýtt. Hún hafði virzt svo einmana þarna í rúminu í sjúkrahúsinu. Til- finningin sem hún vakti hjá hon- um hlaut að vera ást, það hlaut rð hafa verið ást frá upphafi, þó hann hefði ekki gert sér það ljóst. Þau fóru inn í húsið og hann gekk beint að skrifborðinu. — Hefur nokkuð áríðandi komið fyrir? spurði hann að venju. — Það er líklega aðeins ein heimsókn, sem skiptir nokkru máli, sagði hún. Hann leit á bréfin. -— Og hvað var það? spurði hann. — Það var einhver Ralph Ma- son. Hann kom í skrifstofuna. Hann sagði að þið hefðuð hitzt í Exeter. — Æ — já, Mason læknir — jú, ég kannast við hann. Hann er með einhver áform um að gera eitthvað fyrir gamla fólk- ið. En ég var ekki alveg klókur á honum. Hvernig leizt þér á hann? Fannst þér þetta vera sæmilegur maður? — Já, hann var einstaklega viðfeldinn. En ég átta mig nú ekki almennilega á honum samt. Hann er ekki eins og fólk flest. — Hm! muldraði Simon með- an hann var að lesa bréfin. — Hann var ekki seinn á sér að kynna sig fyrir mér. •—• Hann minntist sérstaklega á að hann væri kunningi Clare. En þá vissi ég ekki hver hún var, skilurðu. — Þau eru miklir vinir. ■—• Mér skildist það á honum. Hann lagði mikla áherzlu á það, og ég fór að hugsa um hvort þú þekktir hana líka. En nú er svo að sjá, sem þú hafir ekki þekkt hana nema í nokkra daga. — Alveg rétt, sagði Simon dræmt. Hann langaði ekkert til að tala um Clare. •—• Hr. Mason sagðist ætla að hringja til þín á morgun. Ég held að hann hafi ætlað að stinga upp á að þið borðuðuð hádegis- verð saman eða miðdegisverð •—• eftir því hvort þér hentaði betur. — Það yrði þá fremur mið- degisverður, sagði Simon stutt. Hann var ekki beinlínis hrif- inn af manninum. Honum varð litið á Joan og spurði allt í einu: — Hvað er að? Framhald í næsta b'aði. I FULLRI ALVÖRU FRAMHALD AF BLS. 2. þar sem algengast er að fólk þurfi að komast yfir veginn. í vetur verður vegurinn háll og sleipur, iila lýstur og eri'ið- ari yfirferðar en nokkru sinni áður. Þar eiga eftir að verða mörg slys — og kannslce bana- siys. — Þrátt fyrir það, að veg- urinn er seinkeyrður i löngum bílaléstum, þá er einasta skyn- samlega bráðabirgðaráðstöfunin til að minnka slysahættuna sú, að banna allan framúrakstur á veginum eins og liann leggur sig. Víst er það algjör neyðar- ráðstöfun, en neyðarráðstafana er þörf’, úr því að þeir, sem með vegamál hafa að gera, liafa ekki fyrir löngu síðan skammazt sín til að bæta úr þessu ástandi. Reykjavikurbær á góðan spotta af veginum — i það minnsta liggur hann á landi bæjarins. Aiit frá Miklatorgi og suður að Fossvogslæk er þessi spotti öll- um til stórhneysu. Fyrir sunnan þennan veg er nú verið að byggja dýrasta og vandaðasta veg á landinu, frá Hafnarfirði til Keflavikur. Yfir 90% allrar þeirrar umferðar, sem um þann veg fer í framtíð- inni, rnun þurfa að fara um spottann milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Þetta er fyrir löngu komið framúr því að vera hlægileg vitleysa og skömm. Þetta ástand Hafnarfjarðarvegarins er orðið glæpsamlegt fyrir löngu síðan. Þeir, sem um veginn aka á hverjum degi, fá eklci séð betur, en að nægjanlegt landrými sé meðfram honum, til þess að hægt sé að breikka hann um helming eða meira. Ef ekki er liægt af einliverjum ástæðum, að endurbyggja veginn, væri sú bráðabirgðarlausn vissulega at- hugandi, að gera malarbraut við hlið vegarins, sem tæki við hluta umferðarinnar. Þeir sem aka þennan veg ofl á hverjum degi, eða búa i ná- grenni við hann, eiga skilyrðis- lausa kröfu til þess, að eitthvað sé gert í þessum málum þegar í stað. G. K. UNGFRÚ YNDISFRÍÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ÖRKIN HANS NOA? I>að er alltaf sami leikurinn í hénni Ynd- isfríð okkar. Hún hefur íalið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góðum verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verðlaunin eru stór kon- fektkassi, fullur af hezta konfekti, og framleiðandinn er auðvitað Sælgætisgerð- in Nól. Nafn Heimill Örkin er á bls. Síðast er dregið var hlaut verðlaunln: Sigrún Halldórsdóttir, Fögrukinn 19, Hafnarfirði. Vinninganna má vitja á skrifstofu Vikunnar. 50 VIKAN 50. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.