Vikan


Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 4

Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 4
ÞÉR MUNUÐ STRAX F A LLA FYRIR HINU NÝJA Já, allsstaðar, um mittlð, 'tjfig;; J&iSZJ'/ f mjaðmir og bakið er Lycra, blandað Bri-nyloni. Það gerir yður grennri og fal- iegri og fjarlægir þessa óþörfu sentimetra. little Xtra með Lycra er léttara, sléttara og mýkra viðkomu, svalara og endingarbetra en nokkru sinni fyrr. Það þvæst á augabragði í þvottavélinni og vatnið rennur úr þvx á stundinni. Yður hefur aldrei dreymt um að miaðmabelti gæti verið eins gott og þægi- legt og little Xtra með Lycra er. Iittle Xtra er til í hvítum eða svörtum lit. Allar stærðir. — Komið, skoðið og reynið little Xtra strax í dag. Bergnumin af vottinum ... Kæra Vika! Það eru svo margir, sem skrifa þér í raunum sínum og nú ætla ég að vita, hvort ég get nokkuð létt á mínum raunum með því að útmála þær fyrir þér. Svo- leiðis er mál með vexti, að í sum- ar kom ungur, sænskur maður frá Vottum Jehova og barði að dyrum þar sem ég bý hjá for- eldrum mínum. Ég fór til dyra og einhvernveginn atvikaðist það, að ég fór að tala við mann- inn. í fyrstu var það bara um biblíuna og dómsdag og allt það, en hann var allt öðruvísi en allir þessir sértrúarmenn og þess vegna hélt ég áfram að tala við hann. Það leið ekki langt þang- að til hann kom aftur og fyrir tilviljun fór ég aftur til dyra. Svo þarf ekki að orðlengja það, að hann fór að gera komur sín- ar tíðar og spurði þá alltaf eftir mér. Ég er átján ára og hef ekki mikið verið með strákum. Ég verð að játa, að ég varð alveg bergnumin af manninum en for- eldrar mínir eru bókstaflega æfir yfir þessu og reka hann á dyr, hvenær sem þau sjá hann nú orðið. Þau segja: Að vera með vottum Jehova, ekki nema það þó. Hann hefur boðið mér út og talar oft við mig í síma. Ég veit ekki hvernig þetta endar. Gefðu mér góð ráð. S. P. S. -------Einhverra hluta vegna hafa þessir Vottar Jehova verið fremur illa séðir gestir og þú mannst ef til vill eftir því, að biskup íslands ráðlagði fólki, „að vísa þeim kurteislega en einarð- lega á dyr“. Nú finnst undan- tekning frá sérhverri reglu og ungi maðurinn, sænski, sem gerir sér títt við þig — og ber vonandi svipaðar tilfinningar í brjósti gagnvart þér o'g þú gagnvart honum — hann er kannski und- antekning frá þessari reglu. En ýmislegt er að athuga. Ef þú ert sjálf ekki trúrækin og getur ekki hugsað þér að gerast meðlimur í þessum sértrúarsöfnuði, þá skaltu hugsa þig um tvisvar. Og hvernig heldurðu að það verði, ef hann verður alltaf úti um hvipp- inn og hvappinn að boða trú? Þú sérð ekkert af honum. Foreldrar þínir vita hvað þau syngja. Reyndu að gleyma honum. Tengdir og þéringar... Sonur okkar hjónanna hefur ný- lega opinberað trúlofun sína með ungri stúlku, dóttur kaupmanns hér í bæ. Ég þarf ekki að taka það fram, að þessi kaupmanns- famelía er víst afar fín og býr í nýtízku húsi. Aftur á móti erum við bara fólk eins og gengur og gerist, maðurinn minn er tré- smiður og við erum hvorugt menntuð. Nú á að vera boð hjá kaupmanninum í tilefni af trú- lofuninni og auðvitað erum við boðin. En ég kvíði afskaplega mikið fyrir þessu og finn þó, að við verðum að fara. Annað væri óviðeigandi þar sem við eigutn hálfan hlut að máli. Við höfum aldrei hitt þetta fólk en vitum orðið heilmikið um það. Hvernig er það þegar við komum og son- ur okkar kynnir okkur, eigum við að þéra fólkið, eða eigum við að þúa það umsvifalaust. Og ef einhver býður dús, hver á þá að gera það? Vinsamlega svarið mér fljótt. Ein kvíðin. --------Aðalregjan er sú, að sá sem eldri er, býður dús. Nú eruð þið líklega á svipuðum aldri, fyrst börn ykkar hafa trúlofast. Svo þar standið þið jöfn. En það er kaupmaðurinn, sem býður og þið eruð í þessu tilfelli þiggjend- ur. Þar af leiðandi ber honum skylda til þess að bjóða dús. Þið eigið vonandi eftir að eiga heil- mikið saman að sælda og vegna þessarar samtengingar finnst mér ekki koma til greina, að þið þérist. En í fyrstu skulið þið þéra kaupmannshjónin og bíða þess að þau bjóði ykkur dús. Vonandi gengur þetta slysalaust. Á nýjum bíl... Ég fór út að skemmta mér um daginn, með konunni minni, auðvitað, og skildi bílinn minn eftir heima í skúr, því við viss- um að við mundum smakka vín. Um kl. 2 um nóttina fengum við svo leigubíl til að aka okkur heim. Ég bý í úthverfi við Reykjavík og húsið stendur of- arlega í lóðinni og akvegur að því, um 50 metra langur frá aðal- veginum. Það var snjór og hálka á jörðu, konan á háum hælum og átti erfitt með að ganga heim að húsinu, svo að ég bað bíl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.