Vikan


Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 12

Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 12
NÝLIÐI. Það var 5. júní 1940, þegar við komum til Laufen, sem er 25 km. fyrir norðaustan Salz- burg. Tíu dagar voru síðan við vorum teknir til fanga. Þetta var endanlegur ákvörðunarstaður okkar, svo að við stigum úr lest- inni. Við fyrstu sýn virtist þetta mjög friðsamlegt þorp, sem reist var á bökkum Salzach-árinnar, og þegar við lituðumst um, sáum við stóra og virðulega byggingu, sem minnti í senn á miðalda- kastala og opinbera stofnun. Við komumst brátt að því, að þetta var gömul biskupshöll, og þarna var okkur ætlað að búa. Við vorum þeir fyrstu, sem áttu að vera þama, og allt hafði verið búið undir komu okkar — gaddavírsgirðingin meira að segja tilbúin, og verðirnir þvæld- ust hver fyrir öðrum. Við vorum látnir fylkja til liðskönnunar, og svo kom yfirmaður fangabúð- anna og hélt ræðu til að fagna okkur. Nú var í fyrsta skipti leitað vandlega á okkur, og síð- an vorum við snoðklipptir, þrátt fyrir hávær mótmæli. Svo var okkur afhent lít’il alúmíníum- plata með tölu, Ijósmynd tekin af hverjum manni, og öllum hópnum síðan hleypt inn í gaddavírsgirðinguna. Þar með vorum við orðnir ósviknir stríðs- fangar. Patrick Reid, höfuðsmað- ur í birgðasveitum brezka hers- ins, var orðinn Kriegsgefagenen- nummer 257 í Oflag VII C. — O — Þann 12. júní bættust 200 nýir fangar í hópinn, svo að við vor- um þá orðnir fjögur hundruð alls. Okkur var sagt, að fanga- búðirnar gætu rúmað alls 1500 manns. Margir hinna nýkomnu voru látnir búa í stofunni okk- ar, nr. 66, og meðal þeirra var Rupert Barry, höfuðsmaður úr fótgönguliðinu. Frá því að við hittumst í fyrsta sinn, ræddum við um möguleikana á að strjúka. Hann var að leggja „kapal“ með spilableðlum, sem hann hafði sjálfur búið til, þegar ég hitti hann í fyrsta sinn. Ég fylgd- ist með honum nokkra hríð, og sagði svo allt í einu upp úr þurru: „Ég hef ákveðið að stinga af innan þriggja mánaða“. Ég hafði varla sleppt orðinu, þegar ég undraðist, að ég skyldi snúa mér þannig til hans. „Þú ert bjartsýnismaður. Ligg- ur þér svona mikið á?“ „Ég hef mælt mér mót við mann um jólin, og ég geri ráð fyrir að komast heim í tæka tíð, ef ég sting af í september og kemst á skip í Gibraltar eða Lissabon". „Ég gæti hugsað mér að slást í för með þér“. „Eigum við ekki að athuga allar aðstæður dálítið?" „Jú, við skulum hefjast handa strax“. Ný framhaldssaga Eftir PATRIGK REID Næstu daga röltum við saman um fangabúðirnar, til að athuga allar aðstæður. Við athuguðum möguleikana á að brjótast gegn- um gaddavírsgirðinguna um- hverfis fangabúðasvæðið, töluð- um um, hvort við mundum geta komizt út, með því að þjóta eins og örskot út um hliðið, og ræcldum, hvort við gætum kannske komizt niður veggina, en það virtist hreint sjálfsmorð. Þegar kveikt var á ljósköstur- unum að kvöldlagi, lögðum við á minnið, hvar skuggi félli á, og við athuguðum líka, hvernig varðmennirnir höguðu göngu- ferðum sínum, töldum meira að segja, hversu mörg skref þeir gengju til hvorrar áttar, og um nætur héldum við okkur vak- andi klukkustundum saman, til að ganga úr skugga um, hvort verðirnir yrðu hirðulausir eða breyttu háttum sínum, þegar færi að nálgast morgun. Loks einbeittum við athygli okkar að ákveðnu horni hárrar byggingar í innsta garðinum og afréðum að helga okkar tveim mismun- andi flóttaáætlunum. Fyrri áætlunin, sem Rupert hafði komið í hug, var einfald- lega sú að grafa göng til að kom- ast út fyrir alla veggi og girð- ingar, en ég vildi hins vegar, að við klifruðum út á þak og renndum okkur svo niður á köðl- um. Þetta voru fyrstu frjókorn flóttaáætlana, sem gerðar voru í Laufen. Greinilegt var, að fyrir- ætlun Ruperts mundi kosta margra vikna eða mánaða starf, en mín var „leifturaðgerð", og það varð úr, að við afréðum að athuga, hvort unnt mundi vera að hrinda áætlun minni í fram- 12 — VIKAN 51.—52. tbl. Tm

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.